Fréttasafn
22. desember 2017
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Nánar
Starfsfólk Póst- og fjarskiptastofnunar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskipti og samstarf á árinu sem er að líða.
22. desember 2017
PFS samþykkir heildsöluverðskrá og skilmála Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3
Nánar
Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 27/2017 samþykkir stofnunin niðurstöðu kostnaðargreiningar Mílu ehf. (Mílu) á nýrri þjónustu, IP talsímaþjónustu (VoIP) á aðgangsleið 3. Einnig samþykkir PFS skilmála viðmiðunartilboðs Mílu fyrir bitastraumsaðgang sem að þessari þjónustu snýr.
21. desember 2017
Yfirlit PFS yfir bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts vegna ársins 2016
Nánar
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur afhent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar vegna rekstrarársins 2016. Þetta er gert í samræmi við ákvæði 18. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu og reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda.
15. desember 2017
Safn lykilorða í umferð á netsíðum tölvuþrjóta
Nánar
Netöryggissveitin CERT-ÍS hvetur fólk til að kynna sér góð ráð um notkun lykilorða og endurnýja þau reglulega.
13. desember 2017
PFS kallar eftir samráði um viðbætur við viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsflutning vegna IP sjónvarpsþjónustu á aðgangsleið 3
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið yfirferð á breytingum Mílu ehf. á viðmiðunartilboði fyrir bitastraumsflutning vegna nýrrar þjónustu, flutning IP sjónvarpsþjónustu (IPTV) yfir aðgangsleið 3.
7. desember 2017
Uppbygging þekkingar um skráningu tíðna fyrir gervihnetti.
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun og fyrirtækið ManSat hafa gert með sér samkomulag um að byggja upp þekkingu á skráningu gervihnattatíðna og kanna hvort fýsilegt sé að taka upp afgreiðslu slíkra skráninga hér á landi.
4. desember 2017
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Póst- og fjarskiptastofnun
Nánar
Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína til Alþingis um málsmeðferð og stjórnsýsluhætti hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Innanríkisráðuneytið (núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti), sem Póst- og fjarskiptastofnun heyrir undir, bað Ríkisendurskoðun um að gera slíka skýrslu í nóvember 2016.
23. nóvember 2017
Samráð um fyrirhugaða útnefningu fyrirtækis með alþjónustuskyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið
Nánar
Þann 31. desember nk. fellur úr gildi ákvörðun PFS nr. 4/2016, þar sem Míla ehf. var útnefnd með alþjónustuskyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið. Póst- og fjarskiptastofnun kallar nú eftir samráði við hagsmunaaðila til undirbúnings töku nýrrar ákvörðunar.