Hoppa yfir valmynd

Stafrænt öryggi

Hlutverk stafræns öryggis er að hafa eftirlit með net- og upplýsingaöryggi stafrænna grunnvirkja og veitendum stafrænnar þjónustu sem og öryggi og virkni almennrar fjarskiptaþjónustu.

Sviðið sinnir samhæfingar- og ráðgjafahlutverki  gagnvart öðrum eftirlitsstjórnvöldum í því skyni að stuðla að samræmdri framkvæmd NIS-laganna.  Að auki kemur það í hlut stafræns öryggis að hafa eftirlit með traustþjónustum.

Hlutverk Fjarskiptastofu í netöryggismálum

Fjarskiptastofa gegnir lykilhlutverki varðandi net- og upplýsingaöryggi á Íslandi. Stofnunin gegnir eftirlitshlutverki gagnvart öryggi net- og upplýsingakerfa fjarskiptafyrirtækja og mikilvægra innviða, rekur netöryggissveitina CERT-IS og er í samstarfi við ýmsa aðila sem vinna að netöryggismálum hér á landi og erlendis.

Rafræn auðkenning og traustþjónusta

Rafræn auðkenning er aðferð sem notar auðkenningargögn á rafrænu formi til þess að staðfesta kennsl einstaklings, lögaðila eða einstaklings sem fulltrúa lögaðila. Þannig er rafræn auðkenning notuð til að ganga úr skugga um að um sé að ræða tiltekinn einstakling eða lögaðila. Auðkenningargögn sem notuð eru við rafræna auðkenningu geta t.d. innihaldið nafn og kennitölu viðkomandi aðila.

Stefna Fjarskiptastofu um öryggi og virkni fjarskiptainnviða

Stefna Fjarskiptastofu um öryggi og virkni fjarskiptainnviða var birt í mars 2020. Í stefnunni er sett fram framtíðarsýn stofnunarinnar hvað varðar öryggi og virkni fjarskiptainnviða hér á landi.

Stefna Fjarskiptastofu um fyrirkomulag og framkvæmd eftirlits með rekstraraðilum stafrænna grunnvirkja

Í stefnunni er sett fram sýn Fjarskiptastofu og áætlun er varðar eftirlit með net- og upplýsingaöryggi stafræna grunnvirkja. 

NIS lög

Þann 1. september tóku gildi ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (sjá lög nr. 78/2019 ), einnig þekkt sem „NIS-lögin“. Markmið laganna er að stuðla að auknu netöryggi á Íslandi með því að skilgreina ákveðnar lágmarkskröfur um tilhlýðilega umgjörð áhættustýringar, forvarna og viðbúnaðar gagnvart netógnum meðal aðila sem skilgreindir hafa verið sem mikilvægir innviðir.  

Stafrænt öryggi