Hoppa yfir valmynd

Um Fjarskiptastofu

Meginhlutverk Fjarskiptastofu er að tryggja hagkvæma, örugga og aðgengilega fjarskiptaþjónustu fyrir alla landsmenn.

Áhersla er á þróun fjarskiptamarkaðarins og eflingu samkeppni, með aukinni áherslu á innleiðingu nýrrar tækni á hagkvæman hátt.

Skrifstofa

FjarskiptastofaKennitala:  570397-2499

Suðurlandsbraut 4

Sími:  +354 510 1500

108 Reykjavík

Netfang: 
fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is

Afgreiðslutími:  Mánudaga -
föstudaga kl. 10:00 - 14:00

Skipulag

Skipurit Fjarskiptastofu

Forstjóri Fjarskiptastofu er Hrafnkell V. Gíslason

Framkvæmdastjórn er skipuð forstjóra og sviðsstjórum.

Fagleg teymi innan Fjarskiptastofu eru t.a.m. vinnuhópar um markaðsgreiningar

Fjarskiptainnviðir
Fjarskiptainnviðasvið ber ábyrgð á skipulagi auðlinda fjarskipta (tíðna og númera) og úthlutun heimilda fyrir þær auðlindir. Einnig viðhefur sviðið eftirlit með ljósvakanum sem felur í sér mælingar, viðbragð og úrvinnslu truflana. Með kortlagningu og greiningum á núverandi og áætlunum innviðum fjarskipta og tengdum innviðum stuðlar sviðið að uppbyggingu innviða í samstarfi við stjórnvöld og markaðsaðila.

Rekstur
Hlutverk rekstrarsviðs er að tryggja samfelldan og straumlínulagaðan rekstur og að hann sé samkvæmt vottuðum gæðaferlum stofnunarinnar.

Stjórnsýsla
Stjórnsýslusvið samræmir stjórnsýslumál stofnunarinnar ásamt því að leiða samkeppnis- og neytendamál.  Innan sviðsins fara fram markaðsgreiningar ásamt álagningu kvaða á þá aðila markaðarins sem hafa umtalsverða markaðshlutdeild.

Stafrænt öryggi
Hlutverk stafræns öryggis er að hafa eftirlit með net- og upplýsingaöryggi stafrænna grunnvirkja og veitendum stafrænnar þjónustu sem og öryggi og virkni almennrar fjarskiptaþjónustu. Sviðið sinnir samhæfingar- og ráðgjafahlutverki  gagnvart öðrum eftirlitsstjórnvöldum í því skyni að stuðla að samræmdri framkvæmd NIS-laganna.  Að auki kemur það í hlut Stafræns öryggis að hafa eftirlit með traustþjónustum.

Netöryggissveitin CERT-IS
Helstu verkefni netöryggissveitarinnar CERT-IS er ástandsvitund um stöðu netöryggismála ásamt atvikameðhöndlun þegar netatvik verða. Með sjálfstæðri skipulagseiningu netöryggissveitarinnar er verið að tryggja sjálfstæða úrvinnslu upplýsinga og atvika í fullum aðskilnaði frá öðrum sviðum.

Gjaldskrá Fjarskiptastofu

Fjarskiptastofa sér um innheimtu ýmissa gjalda sem tengjast fjarskiptarekstri, svo sem rekstrar- og leyfisgjöld, skv. 21. gr. laga nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu.

Gjaldskra PFS nr.1115_2006

Breyting á gjaldskrá dags 1. júní 2007 (Gjald fyrir skráningu á Kennimarki viðfangs (Object Identifier))

Auk þeirra gjalda sem tilgreind eru í gjaldskrám hér fyrir ofan innheimtir stofnunin tíðnigjöld þau sem tiltekin eru í 22. gr. í fyrrnefndum lögum.