- Fjarskiptastofa
- Um Fjarskiptastofu
Um Fjarskiptastofu
Meginhlutverk Fjarskiptastofu er að tryggja hagkvæma, örugga og aðgengilega fjarskiptaþjónustu fyrir alla landsmenn.
Áhersla er á þróun fjarskiptamarkaðarins og eflingu samkeppni, með aukinni áherslu á innleiðingu nýrrar tækni á hagkvæman hátt.
Skrifstofa
Fjarskiptastofa | Kennitala: 570397-2499 |
---|---|
Suðurlandsbraut 4 | Sími: +354 510 1500 |
108 Reykjavík | Netfang: |
Afgreiðslutími: Mánudaga - |
Skipulag
Forstjóri Fjarskiptastofu er Hrafnkell V. Gíslason
Framkvæmdastjórn er skipuð forstjóra og sviðsstjórum.
Fagleg teymi innan Fjarskiptastofu eru t.a.m. vinnuhópar um markaðsgreiningar
Fjarskiptainnviðasvið
Fjarskiptainnviðasvið ber ábyrgð á skipulagi auðlinda fjarskipta (tíðna og númera) og úthlutun heimilda fyrir þær auðlindir. Einnig viðhefur sviðið eftirlit með ljósvakanum sem felur í sér mælingar, viðbragð og úrvinnslu truflana. Með kortlagningu og greiningum á núverandi og áætlunum innviðum fjarskipta og tengdum innviðum stuðlar sviðið að uppbyggingu innviða í samstarfi við stjórnvöld og markaðsaðila.
Netöryggissvið
Í verkefnum netöryggissviðs hjá Fjarskiptastofu felst áfram m.a. áhættumiðað og fyrirbyggjandi eftirlit með stjórnkerfi net- og upplýsingaöryggis hjá tilgreindum mikilvægum innviðum á sviðum fjarskipta, hjá veitendum stafrænnar þjónustu og hjá stafrænum grunnvirkjum. Þá framkvæmir sviðið almenn og sértæk áhættumöt á sviði netöryggis, framkvæmir getumat aðila, prófanir á netvörnum aðila, skoðanir atvika og gefur fyrirmæli um úrbætur. Þá leiðir sviðið samstarf eftirlitsstjórnvalda á þessu sviði, tekur þátt í evrópsku samstarfi á sviði stefnumótunar netöryggis, og nefndastarfi NATO á sviði áfallaþols fjarskiptaþjónustu og -neta. Auk netöryggis sinnir sviðið einnig eftirliti með traustþjónustum og er samhæfingaraðili Eyvarar, hæfnisseturs Íslands á sviði netöryggis.
Rekstrarsvið
Hlutverk rekstrarsviðs er að tryggja samfelldan og straumlínulagaðan rekstur og að hann sé samkvæmt vottuðum gæðaferlum stofnunarinnar.
Stjórnsýslusvið
Stjórnsýslusvið samræmir stjórnsýslumál stofnunarinnar ásamt því að leiða samkeppnis- og neytendamál. Innan sviðsins fara fram markaðsgreiningar ásamt álagningu kvaða á þá aðila markaðarins sem hafa umtalsverða markaðshlutdeild.
Gjaldskrá Fjarskiptastofu
Fjarskiptastofa sér um innheimtu ýmissa gjalda sem tengjast fjarskiptarekstri, svo sem rekstrar- og leyfisgjöld, skv. 21. gr. laga nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu.
Breyting á gjaldskrá dags 1. júní 2007 (Gjald fyrir skráningu á Kennimarki viðfangs )
Auk þeirra gjalda sem tilgreind eru í gjaldskrám hér fyrir ofan innheimtir stofnunin tíðnigjöld þau sem tiltekin eru í 22. gr. í fyrrnefndum lögum.