- Fjarskiptastofa
- Fjarskiptainnviðir
- Skráningar og leyfi
Skráningar og leyfi
Almenn heimild til reksturs fjarskiptaneta
Fjarskiptafyrirtæki hafa almenna heimild til reksturs fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu sbr. 4. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Fjarskiptafyrirtæki sem býður fjarskiptanet, fjarskiptaþjónustu eða aðstöðu sem tengist fjarskiptanetum og þjónustu skal tilkynna það til Fjarskiptastofu áður en starfsemi hefst. Starfseminni ber síðan að haga í samræmi við fjarskiptalög og reglur sem Fjarskiptasofa hefur sett um almenna heimild til reksturs fjarskiptaneta og þjónustu sbr. 6. gr. laga nr. 81/2003.
Tilkynning um fyrirhugaða fjarskiptastarfsemi skv. almennri heimild - rafrænt eyðublað
Fjarskiptastofa heldur skrá yfir þau fjarskiptafyrirtæki sem starfa skv. almennri heimild:
Gjöld
Skv. lögum nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu skulu fjarskiptafyrirtæki greiða árlega 0,38 % af bókfærðri veltu í rekstrargjald. Með bókfærðri veltu er átt við rekstrartekjur sem þessir aðilar hafa af fjarskiptastarfsemi sinni hér á landi.
Innheimta skal jöfnunargjald frá fjarskiptafyrirtækjum til að standa straum af fjárframlögum til alþjónustu. Jöfnunargjald skal nema 0,10% af bókfærðri veltu.
Fjarskiptafyrirtæki sem fá úthlutað númerum greiða gjöld skv. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 69/2003. Auk þess geta komið til ýmis gjöld skv. gjaldskrá vegna tækjabúnaðar og afnota af tíðnum.
Verklagsreglur um skráningu og miðlun upplýsinga um áskrifendur í símakerfum
Þann 28. janúar 2016 voru birtar nýjar verklagsreglur um skráningu og miðlun upplýsinga um áskrifendur sem úthlutað hefur verið númerum í fastlínu- og farsímakerfum.
Fjarskiptastofa vann að endurskoðun á verklagsreglunum með hliðsjón af því hvernig slík skráning og miðlun gekk fyrir sig frá því nýtt fyrirkomulag um miðlun símaskrárupplýsinga tók gildi þann 1. júlí 2014.