Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Um úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Samkvæmt 20. gr. laga nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu er heimilt að kæra ákvarðanir Fjarskiptastofu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Sá sem á verulegra hagsmuna að gæta getur kært hvort heldur er málsmeðferð eða efni ákvörðunar. Kæra þarf að berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að kæranda varð kunnugt um ákvörðunina. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi. Frekari upplýsingar um málsmeðferð nefndarinnar eru í reglugerð um úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála nr.36/2009.

Skipan úrskurðarnefndar

Ráðherra skipar í úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála, sbr. ákvæði 1. mgr. 20. gr. laga um Fjarskiptastofu, nr. 75/2021. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn.

Skipunartími er frá og með 1. nóvember 2022 til 31. október 2026.

Í nefndinni eiga sæti:

  • Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður, sem jafnframt er formaður,
  • Kjartan Briem, framkvæmdastjóri ISAVIA ANS,
  • Kristín Þ. Flygenring, hagfræðingur.

Varamenn:

  • Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður, varaformaður,
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur,
  • Kristín Eiríksdóttir, hagfræðingur.

Kærur til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sendist til:

Þórður Bogason, hrl.  (thordur@magna.is)
Magna lögmenn
Höfðabakka 9, 6. hæð
110 Reykjavík

Netfang: ufp@ufp.is