Ágúst 2022
Verktímabil ágúst til september 2022
Landsnet vinnur nú að þremur jarstrengsverkefnum og verða strengirnir lagðir í ágúst og september 2022. Landsnet undirbýr lagningu 132 kV. jarðstrengs Hnoðraholtslínu 1, um 1,1 km meðfram Ásvallabraut í Hafnarfirði, strengurinn mun tengjast við jarðstreng sem fyrir er ofan Skarðshlíðarhverfisins og liggja meðfram Ásvallabraut og tengjast mastri ofan við Kaldárselsveg. Jarðvinna er hafin og verður strengurinn lagður í lok ágúst 2022. Landsnet undirbýr lagningu 132 kV. jarðstrengs, Suðurnesjalínu 1 um 3,3 km samsíða núverandi loftlínum austan við Fitjar. Strengurinn mun liggja á milli tengivirkisins á Fitjum og að væntanlegu tengivirki Landsnets á Njarðvíkurheiði. Jarðvinna er hafin og verður strengurinn lagður í september 2022. Landsnet undirbýr lagningu 132 Kv. jarðstrengs, Nesjavallalínu 1 um 600 m samsíða Hringvegi 1 í Mosfellsbæ á milli Langatanga og Reynisvatnsvegar samhliða framkvæmdum Vegagerðarinnar á sama svæði. Jarðvinna hófst í maí og verður strengurinn lagður í lok ágúst 2022. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jónsson, Landsneti (bjarni@landsnet.is)