Hoppa yfir valmynd

Fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir

Hér fyrir neðan eru dagsettar tilkynningar frá veitufyrirtækjum um fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir sem nýst geta fjarskiptafyrirtækjum.

Tilkynningarnar eru í samræmi við 3. - 5. mgr. 36. gr.fjarskiptalaga nr. 81/2003 sbr. lög nr. 62/2012 um breytingar á þeim lögum.

Júní – október 2023 og maí – ágúst 2024

Verktímabil sumar 2023 og sumar 2024

Landsnet undirbýr lagningu 132 kV jarðstrengs 36 km leið milli Hellu og Hvolsvallar og þaðan í Rimakot í Landeyjum. Jarðstrengurinn kemur til með að tengjast inn tengivirki á Hellu og í Rimakoti. Áætlað er að jarðvinna og strenglagning verði boðin út í febrúar 2023 og unnið verði að lagningu strengsins á tímabilinu júní – október 2023 og aftur í maí – ágúst 2024. Nánari upplýsingar veitir Friðrika Marteinsdóttir, Landsneti (fridrikam@landsnet.is).

Sumar 2023 og 2024

Verktímabil sumar 2023 og 2024

Landsnet undirbýr lagningu 132 kV jarðstrengs 36 km leið milli Hellu og Hvolsvallar og þaðan í Rimakot í Landeyjum. Jarðstrengurinn kemur til með að tengjast inn tengivirki á Hellu og í Rimakoti. Áætlað er að jarðvinna og strenglagning verði boðin út í janúar febrúar 2023 og unnið verði að lagningu strengsins á tímabilinu júní – október 2023 og aftur maí – ágúst 2024. Sjá nánar á heimasíðu Landsnets: https://landsnet.is/framkvaemdir/yfirlit-framkvaemda/framkvaemd/?documentid=b8c9e0fb-361e-4c61-f694-08dae27d1eca Nánari upplýsingar veitir Friðrika Marteinsdóttir, Landsneti (fridrikam@landsnet.is).

Mars 2023

Verktímabil júní til október 2023 og aftur í maí til september 2024

Landsnet undirbýr lagningu 66 kV jarðstrengs 42 km leið milli Akureyrar og Dalvíkur. Jarðstrengurinn kemur til með að tengjast inn tengivirki á Rangárvöllum á Akureyri og tengivirki við Dalvík. Áætlað er að jarðvinna og strenglagning verði boðin út í mars 2023 og unnið verði að lagningu strengsins á tímabilinu júní – október 2023 og aftur í maí – september 2024. Sjá nánar á heimasíðu Landsnets: https://landsnet.is/framkvaemdir/yfirlit-framkvaemda/framkvaemd/?documentid=58125911-8fd0-40e7-336b-08da0c021234 Nánari upplýsingar veitir Friðrika Marteinsdóttir, Landsneti (fridrikam@landsnet.is).

Ágúst 2022

Verktímabil ágúst til september 2022

Landsnet vinnur nú að þremur jarstrengsverkefnum og verða strengirnir lagðir í ágúst og september 2022. Landsnet undirbýr lagningu 132 kV. jarðstrengs Hnoðraholtslínu 1, um 1,1 km meðfram Ásvallabraut í Hafnarfirði, strengurinn mun tengjast við jarðstreng sem fyrir er ofan Skarðshlíðarhverfisins og liggja meðfram Ásvallabraut og tengjast mastri ofan við Kaldárselsveg. Jarðvinna er hafin og verður strengurinn lagður í lok ágúst 2022. Landsnet undirbýr lagningu 132 kV. jarðstrengs, Suðurnesjalínu 1 um 3,3 km samsíða núverandi loftlínum austan við Fitjar. Strengurinn mun liggja á milli tengivirkisins á Fitjum og að væntanlegu tengivirki Landsnets á Njarðvíkurheiði. Jarðvinna er hafin og verður strengurinn lagður í september 2022. Landsnet undirbýr lagningu 132 Kv. jarðstrengs, Nesjavallalínu 1 um 600 m samsíða Hringvegi 1 í Mosfellsbæ á milli Langatanga og Reynisvatnsvegar samhliða framkvæmdum Vegagerðarinnar á sama svæði. Jarðvinna hófst í maí og verður strengurinn lagður í lok ágúst 2022. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jónsson, Landsneti (bjarni@landsnet.is)

Nóvember 2020

Verktímabil júní - september 2021

Landsnet undirbýr lagningu 66 kV jarðstrengs 9 km leið yfir Hellisheiði eystri. Jarðstrengurinn kemur til með að tengjast inn á loftlínu Vopnafjarðarlínu 1 í báða enda. Strengleiðin byrjar á láglendi við Vindfellsháls í Vopnafirði en endar í um 420 m hæð í suðausturbrún heiðarinnar, áður en vegurinn lækkar sig verulega niður að Héraðsflóa. Áætlað er að jarðvinna og strenglagning verði boðin út í janúar 2021 og unnið verði að lagningu strengsins á tímabilinu júní – september 2021. Nánari upplýsingar veitir Friðrika Marteinsdóttir, Landsneti (fridrika@landsnet.is).

Október 2020

Verktímabil vetur 2020-2021

Logo_LandsnetNýr jarðstrengur – Lækjartúnslína 2 Landsnet áformar að leggja 132 kV jarðstreng, Lækjartúnslínu 2 (LT2), milli nýs tengivirkis sem reist verður í landi jarðarinnar Lækjartúni Ásahreppi og tengivirkis Landsnets á Hellu. Jarðstrengurinn er um 15,3 km langur. Auk þess áformar Landsnet að leggja 1,2 km jarðstreng, frá núverandi loftlínu Seflosslínu 2 að nýja tengivirkinu við Lækjartún. Unnið verður að þverunum í vetur 2020-2021 og lagning strengja vor/sumar 2021. Nánari upplýsingar veitir Víðir Már Atlason (vidir@landsnet.is)