Hoppa yfir valmynd

Fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir

Hér fyrir neðan eru dagsettar tilkynningar frá veitufyrirtækjum um fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir sem nýst geta fjarskiptafyrirtækjum.

Tilkynningarnar eru í samræmi við 3. - 5. mgr. 36. gr.fjarskiptalaga nr. 81/2003 sbr. lög nr. 62/2012 um breytingar á þeim lögum.

Nóvember 2020

Verktímabil júní - september 2021

Landsnet undirbýr lagningu 66 kV jarðstrengs 9 km leið yfir Hellisheiði eystri. Jarðstrengurinn kemur til með að tengjast inn á loftlínu Vopnafjarðarlínu 1 í báða enda. Strengleiðin byrjar á láglendi við Vindfellsháls í Vopnafirði en endar í um 420 m hæð í suðausturbrún heiðarinnar, áður en vegurinn lækkar sig verulega niður að Héraðsflóa. Áætlað er að jarðvinna og strenglagning verði boðin út í janúar 2021 og unnið verði að lagningu strengsins á tímabilinu júní – september 2021. Nánari upplýsingar veitir Friðrika Marteinsdóttir, Landsneti (fridrika@landsnet.is).

Október 2020

Verktímabil vetur 2020-2021

Logo_LandsnetNýr jarðstrengur – Lækjartúnslína 2 Landsnet áformar að leggja 132 kV jarðstreng, Lækjartúnslínu 2 (LT2), milli nýs tengivirkis sem reist verður í landi jarðarinnar Lækjartúni Ásahreppi og tengivirkis Landsnets á Hellu. Jarðstrengurinn er um 15,3 km langur. Auk þess áformar Landsnet að leggja 1,2 km jarðstreng, frá núverandi loftlínu Seflosslínu 2 að nýja tengivirkinu við Lækjartún. Unnið verður að þverunum í vetur 2020-2021 og lagning strengja vor/sumar 2021. Nánari upplýsingar veitir Víðir Már Atlason (vidir@landsnet.is)