Hoppa yfir valmynd

Laus störf

Starf lögfræðings á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu

Fjarskiptastofa gegnir veigamiklu hlutverki á sviði netöryggis hér á landi og er ætlað að stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja og samfélagsins alls á sviði fjarskipta- og netöryggis. Þá skal stofnunin horfa til almannahagsmuna og þjóðaröryggis við framkvæmd eftirlits síns á þessu sviði.

Fjarskiptastofa leitar að lögfræðingi á svið stafræns öryggis. Um er að ræða spennandi starf í nýjum og vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar á sviði eftirlits með netöryggi fjarskiptafyrirtækja og mikilvægra innviða hér á landi. Starfið heyrir undir sviðsstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Mat á lagalegri hlítni mikilvægra innviða og fjarskiptafélaga við lágmarkskröfur laga á sviði netöryggis með öðrum sérfræðingum sviðsins.
  • Eftirlit með skráningarstofu landshöfuðléna.
  • Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum atvikum á sviði netöryggis og/eða netárása hjá fjarskiptafyrirtækjum og mikilvægum innviðum.
  • Aðkoma að gerð reglugerða og lagafrumvarpa á sviði netöryggis, þ.m.t. er varðar innleiðingu á nýju Evrópuregluverki á þessu sviði.
  • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á sviði net- og upplýsingaöryggis eftir því sem við á.

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf í lögfræði er skilyrði.
  • Þekking og/eða reynsla á sviði stjórnsýsluréttar er æskileg.
  • Þekking og/eða reynsla á sviði netöryggis, persónuverndar og lénamálum er kostur.
  • Áhugi á þróun lagaumhverfis á sviði netöryggis.
  • Samstarfs- og samskiptahæfileikar, jákvæðni, framsækni og heilindi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 29. apríl 2024

Sótt er um starfið á www.starfatorg.is

Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag.

Við hvetjum áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast öryggisvottun ríkislögreglustjóra.

Umsjón með starfinu hefur Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri stafræns öryggis (unnur@fjarskiptastofa.is)

Fjarskiptastofa lítur svo á að umsókn gildi í sex mánuði frá dagsetningu hennar nema umsækjandi taki annað fram.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2024

Nánari upplýsingar veitir

nnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri stafræns öryggis (unnur@fjarskiptastofa.is)

Fjarskiptastofa gegnir veigamiklu hlutverki á sviði netöryggis hér á landi og er ætlað að stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja og samfélagsins alls á sviði fjarskipta- og netöryggis. Stofnunin leiðir samráðsvettvang eftirlitsstjórnvalda á sviði eftirlits með netöryggi og starfrækir netöryggissveit Íslands, CERT-IS. Þá ber stofnuninni að horfa til almannahagsmuna og þjóðaröryggis við framkvæmd eftirlits síns á þessu sviði. Stofnunin er framsækinn samstarfsaðili um þróun öruggs stafræns samfélags og er fyrirséð að hlutverk hennar mun halda áfram að þróast samhliða hraðri framþróun stafrænnar tækni.

CERT-IS er svið innan Fjarskiptastofu og hjá stofnuninni starfar samhentur hópur hátt í 50 sérfræðinga á sviði netöryggis, fjarskiptatækni og lögfræði. Mikið er lagt upp úr að skapa jákvætt starfsumhverfi í skipulagðri teymisvinnu þar sem hver og einn hefur skilgreint ábyrgðarhlutverk og fær tækifæri til að hafa áhrif á þróun verkefna.  Fjarskiptastofa er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið.