Laus störf

Sviðsstjóri Stafræns öryggis

Stafrænt öryggi er svið innan Fjarskiptastofu sem hefur það hlutverk að viðhafa eftirlit með net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða og fjarskiptafyrirtækja. Starfsemin fer fram á grundvelli laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (NIS-lög), fjarskiptalaga og laga um Fjarskiptastofu. 

Þá leiðir sviðið hlutverk Fjarskiptastofu sem ráðgefandi samhæfingarstjórnvald á grundvelli NIS-laganna.

Starfssvið

Sviðsstjórinn mun leiða áframhaldandi uppbyggingu starfsemi stafræns öryggis í samstarfi við hóp sérfræðinga stofnunarinnar og hagaðila.

Helstu faglegu atriði á starfssviði sviðsstjóra stafræns öryggis:

 • Umsjón og ábyrgð á starfsemi stafræns öryggis
 • Samskipti við hagaðila, fjölmiðla, aðila netumdæmisins á Íslandi og stjórnvöld
 • Þátttaka í þróun regluverks um netöryggi og stjórnkerfi upplýsingaöryggis
 • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi samhæfingarstjórnvalda

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólanám á sviði lögfræði
 • Framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar nauðsynleg
 • Framhaldsmenntun í fjarskiptarétti, netöryggi eða svipað er kostur
 • Góð þekking á gæðastöðlum og netöryggi ásamt þekkingu á gerð áhættumats er nauðsynleg
 • Reynsla af framkvæmd öryggisúttekta á sviði net- og upplýsingaöryggis er kostur
 • Drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og metnaður til að ná árangri
 • Hæfni til að vinna í hópi og leiða samvinnu og breytingar þar sem sjónarmið lögfræði og tækni mynda saman lausn
 • Góð samskiptahæfni, bæði í rituðu og mæltu máli á íslensku og ensku
 • Stjórnunarreynsla t.a.m. faglegra hópa er nauðsynleg
 • Hreint sakavottorð og skal standast öryggisvottun á grundvelli varnamálalaga.

Í boði eru samkeppnishæf kjör í síbreytilegu og spennandi umhverfi, þar sem gerðar eru miklar fagkröfur.

Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2021. Sótt er um starfið á Starfatorgi.

Starfshlutfall er 100% og gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri - hrafnkell@pfs.is - 5101500

Hlutverk Fjarskiptastofu er að stuðla að netöryggi ásamt hagkvæmri, öruggri og aðgengilegri fjarskiptaþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Fjarskiptastofa starfar í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi og hvílir starfsemin annars vegar á alþjóðlegri þróun í fjarskiptum, upplýsingatækni og netöryggi og hins vegar á lagagrundvelli EES svæðisins.

Flestir starfsmenn Fjarskiptastofu taka þátt í alþjóðlegum verkefnum. Hjá Fjarskiptastofu starfa hátt í 40 manns, aðallega sérfræðingar við úrlausn verkefna á sviði netöryggis, tæknimála, viðskipta og laga sem tengjast hlutverki stofnunarinnar.

Fjarskiptastofa hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um störf sem stofnunin auglýsir. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.