Hoppa yfir valmynd

Laus störf

Engin laus störf í auglýsingu þessa stundina

Fjarskiptastofa gegnir veigamiklu hlutverki á sviði netöryggis hér á landi og er ætlað að stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja og samfélagsins alls á sviði fjarskipta- og netöryggis. Stofnunin leiðir samráðsvettvang eftirlitsstjórnvalda á sviði eftirlits með netöryggi og starfrækir netöryggissveit Íslands, CERT-IS. Þá ber stofnuninni að horfa til almannahagsmuna og þjóðaröryggis við framkvæmd eftirlits síns á þessu sviði. Stofnunin er framsækinn samstarfsaðili um þróun öruggs stafræns samfélags og er fyrirséð að hlutverk hennar mun halda áfram að þróast samhliða hraðri framþróun stafrænnar tækni.
Hjá stofnuninni starfar samhentur hópur yfir 40 sérfræðinga á sviði netöryggis, fjarskiptatækni og lögfræði. Mikið er lagt upp úr að skapa jákvætt starfsumhverfi í skipulagðri teymisvinnu þar sem hver og einn hefur skilgreint ábyrgðarhlutverk og fær tækifæri til að hafa áhrif á þróun verkefna. Fjarskiptastofa eru fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið.