Hoppa yfir valmynd

Laus störf

Fjarskiptastofa gegnir veigamiklu hlutverki á sviði netöryggis hér á landi og er ætlað að stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja og samfélagsins alls á sviði fjarskipta- og netöryggis. Stofnunin leiðir samráðsvettvang eftirlitsstjórnvalda á sviði eftirlits með netöryggi og starfrækir netöryggissveit Íslands, CERT-IS. Þá ber stofnuninni að horfa til almannahagsmuna og þjóðaröryggis við framkvæmd eftirlits síns á þessu sviði. Stofnunin er framsækinn samstarfsaðili um þróun öruggs stafræns samfélags og er fyrirséð að hlutverk hennar mun halda áfram að þróast samhliða hraðri framþróun stafrænnar tækni.
Hjá stofnuninni starfar samhentur hópur yfir 40 sérfræðinga á sviði netöryggis, fjarskiptatækni og lögfræði. Mikið er lagt upp úr að skapa jákvætt starfsumhverfi í skipulagðri teymisvinnu þar sem hver og einn hefur skilgreint ábyrgðarhlutverk og fær tækifæri til að hafa áhrif á þróun verkefna. Fjarskiptastofa eru fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið.

Verkefnastjóri á innviðasvið Fjarskiptastofu

Fjarskiptastofa óskar eftir að ráða í stöðu verkefnastjóra fjarskiptainnviðasviðs. Verkefnastjóri innviðasviðs hefur það hlutverk að stýra stærri verkefnum sviðsins og er um leið faglegur leiðtogi verkefnahópsins.

Innviðasvið Fjarskiptastofu ber ábyrgð á kortlagningu og greiningum á núverandi og fyrirhuguðum innviðum fjarskipta ásamt tengdum innviðum og stuðlar að uppbyggingu innviða í samstarfi við stjórnvöld og markaðsaðila. Innviðasvið stýrir skipulagi auðlinda fjarskipta (tíðna og númera) og úthlutar heimildum fyrir þær auðlindir. Einnig viðhefur sviðið eftirlit með ljósvakanum sem felur í sér mælingar, viðbragð og úrvinnslu truflana.

Verkefnastjóri stýrir verkefnum sem snúa að hlutverki sviðsins, þróun á starfsemi sviðsins og nýsköpun á fagsviðinu, hvort sem er innan Fjarskiptastofu eða með samstarfsaðilum. Meðal mikilvægra verkefna er aðkoma að því að efla starfsemi innviðasviðs varðandi fjarskiptanet, þróun þeirra, öryggi, áfallaþol og uppbyggingu ásamt því að vinna að því að móta samstarf og samvinnu á fjarskiptamarkaði um uppbyggingu fjarskiptainnviða.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Taka virkan þátt í að efla starfsemi innviðasviðs varðandi fjarskiptanet, kortlagningu þeirra, öryggi, áfallaþol og uppbyggingu
 • Koma að því að móta samstarf og samvinnu á fjarskiptamarkaði
 • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi um uppbyggingu fjarskiptainnviða
 • Ráðgjöf og upplýsingagjöf varðandi fjarskiptanet og uppbyggingu þeirra
 • Vinna náið með sviðsstjóra að því að innviðasvið framfylgi markmiðum og stefnu varðandi þróun fjarskiptaneta landsins

Hæfnikröfur

 • Háskólanám sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verk-, tækni- eða tölvunarfræði
 • Brennandi áhugi á fjarskiptatækni, nýsköpun og tækniþróun
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Reynsla af vinnu tengdum fjarskiptanetum
 • Þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, og búa yfir ríkulegri samskiptafærni meðal annars að geta miðlað tæknilegum upplýsingum.
 • Samstarfshæfni, jákvætt viðhorf og eiga auðvelt með að vinna í hóp.
 • Hæfni til ákvarðanatöku við flóknar og krefjandi aðstæður

Frekari upplýsingar um starfið 
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Fjarskiptastofa leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.

Krafist verður sakavottorðs. Við ráðningu þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra. 

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2023Sótt er um starfið á starfatorgi.

Nánari upplýsingar veitir: Þorleifur Jónasson, sviðsstjóri Innviðasviðs - thorleifur@fjarskiptastofa.is

Fjarskiptastofa lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.

Sérfræðingur í stjórnskipulagi net- og upplýsingaöryggis

Fjarskiptastofa leitar að sérfræðing í eftirlit með net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða og fjarskiptafyrirtækja á sviði stafræns öryggis hjá stofnuninni. Starfið heyrir undir sviðsstjóra. Um er að ræða spennandi starf í nýjum og vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar sem nær til framtíðar fjarskiptaþjónustu og þjónustukerfa mikilvægra innviða hér á landi.

Leitað er að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á net- og upplýsingaöryggismálum, búa yfir ríkum umbótavilja, sterkri áhættuvitund og samskiptahæfni til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og framkvæmd eftirlits á þessu sviði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á framkvæmd úttekta á sviði net- og upplýsingaöryggis fjarskiptafyrirtækja og mikilvægra innviða.
 • Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum atvikum á sviði netöryggis og/eða netárása hjá fjarskiptafyrirtækjum og mikilvægum innviðum.
 • Framkvæmd almennra og sértækra áhættumata á sviði fjarskiptaöryggis.
 • Aðstoð við framkvæmd eftirlits annarra stjórnvalda á sviði net- og upplýsingaöryggis eftir því sem við á.
 • Aðkoma að eftirliti með traustþjónustum.
 • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á sviði net- og upplýsingaöryggis eftir því sem við á.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
 • Vottun eða þekking á stöðlum á sviði stjórnskipulags upplýsingaöryggis, þ.m.t. ISO 27001. Reynsla af beitingu þeirra í starfi er kostur.
 • Færni í að greina og meta upplýsingar er varða stafrænt öryggi.
 • Samstarfs- og samskiptahæfileikar, jákvæðni, framsækni og heilindi.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar nk.

Um er að ræða 100% starf. Byrjunartími er samkomulagsatriði. Launakjör eru samkeppnishæf og byggja á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Áður en af ráðningu verður munu umsækjendur þurfa að gangast undir og standast öryggisvottun ríkislögreglustjóra. 

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.

Umsjón með störfunum hafa Jensína Kristín Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is)

Frekari upplýsingar veitir Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu (unnur@fjarskiptastofa.is)

Lögfræðingur á sviði netöryggis

Fjarskiptastofa leitar að öflugum lögfræðingi á svið stafræns öryggis hjá stofnuninni. Heyrir starfið undir sviðsstjóra. Um er að ræða spennandi starf í nýjum og vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar á sviði eftirlits með netöryggi fjarskiptafyrirtækja og mikilvægra innviða hér á landi. Í starfinu reynir á sjálfstæð vinnubrögð, getu til að vinna í teymi og framsýni.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Eftirlit með netöryggi mikilvægra innviða á grundvelli laga nr. 78/2019, um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og fjarskiptafélaga á grundvelli nýrra fjarskiptalaga nr. 70/2022.
 • Mat á lagalegri hlítni mikilvægra innviða og fjarskiptafélaga við lágmarkskröfur laga á sviði netöryggis með öðrum sérfræðingum sviðsins.
 • Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum atvikum á sviði netöryggis og/eða netárása hjá fjarskiptafyrirtækjum og mikilvægum innviðum.
 • Aðkoma að gerð reglugerða og lagafrumvarpa á sviði netöryggis, þ.m.t. er varðar innleiðingu á nýju Evrópuregluverki á þessu sviði.
 • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á sviði net- og upplýsingaöryggis eftir því sem við á.


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf í lögfræði er skilyrði.
 • Viðbótar framhaldsmenntun, t.a.m. á sviði Evrópuréttar eða tækniréttar, er kostur.
 • Að minnsta kosti þriggja til fimm ára reynsla sem nýtist í starfi, sér í lagi á sviði stjórnsýsluréttar, er æskileg.
 • Þekking á sviði netöryggis er kostur.
 • Sjálfstæð vinnubrögð.
 • Samstarfs- og samskiptahæfileikar, jákvæðni, framsækni og heilindi.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar nk.

Um er að ræða 100% starf. Byrjunartími er samkomulagsatriði. Launakjör eru samkeppnishæf og byggja á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Áður en af ráðningu verður munu umsækjendur þurfa að gangast undir og standast öryggisvottun ríkislögreglustjóra. 

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.

Umsjón með störfunum hafa Jensína Kristín Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is)

Frekari upplýsingar veitir Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu (unnur@fjarskiptastofa.is)