Fréttasafn
26. janúar 2018
Samið um þjónustu Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS við stjórnsýsluna
Nánar
Undirritaður hefur verið fyrsti þjónustusamningur sem gerður hefur verið um þjónustu Netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar við stjórnsýsluna. Markmið samningsins er að styrkja stjórnsýsluna til að verjast öryggisatvikum og takast á við netárásir og hliðstæðar ógnir með sérhæfðri þjónustu Netöryggissveitarinnar.
23. janúar 2018
Ekki skilyrði til að breyta ákvörðun Íslandspósts um fækkun dreifingardaga í þéttbýli
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú ákvörðun sína nr. 2/2018 þar sem stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu skilyrði til að breyta ákvörðun Íslandspósts um að fækka dreifingardögum í þéttbýli frá og með 1. febrúar 2018.
17. janúar 2018
Kvörtun Nova gegn Vodafone um óumbeðin fjarskipti vísað frá vegna aðildarskorts
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun sinni nr. 1/2018 vísað frá kvörtun Nova ehf. gegn Fjarskiptum hf. (Vodafone) um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs viðskiptavina félagsins með því að senda þeim án heimildar óumbeðin fjarskipti í markaðslegum tilgangi.
16. janúar 2018
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á reglum um innanhússfjarskiptalagnir
Nánar
Á síðasta ári tók Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) tvær ákvarðanir er vörðuðu ágreining um túlkun og framkvæmd reglna nr. 1111/2015 um innanhússfjarskiptalagnir. Varðaði ágreiningurinn fyrst og fremst kröfur til frágangs fjarskiptatenginga í húskassa.
5. janúar 2018
Míla útnefnd sem alþjónustuveitandi með kvöð um að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið
Nánar
PFS hefur ákveðið að útnefna fjarskiptafyrirtækið Mílu ehf. sem alþjónustuveitanda með kvöð um að útvega lögheimilum og vinnustöðum með heilsárs atvinnustarfsemi tengingu við almenna fjarskiptanetið. Útnefningin gildir til 31. desember 2020 með möguleika til framlengingar til 31. desember 2022.
5. janúar 2018
Alvarlegur öryggisgalli í örgjörvum - Meltdown/Spectre
Nánar
Fréttir hafa borist af alvarlegum öryggisgöllum í örgjörvum (CPU) sem hafa verið nýttir í s.k. Meltdown og Spectre árásir, lýst nánar m.a. af Google Project Zero. G
5. janúar 2018
Öryggisgalli í Huawei HG532 beinum
Nánar
Fyrirtækið Huawei hefur gefið út viðvörun vegna veikleika í Huawei HG532 netbeinum (routers) sem gefið hefur verið einkennið CVE-2017-17215 [1].
29. desember 2017
Óumbeðnar SMS sendingar stjórnmálaflokka óheimilar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir í dag tvær ákvarðanir þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að SMS skilaboð sem Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sendu fjölda farsímanotenda í aðdraganda kosninga til Alþingis sl. haust hafi ekki verið í samræmi við 1. mgr. 46. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003.