Fréttasafn
21. janúar 2025
Yfirlit gagnabeiðna fyrir árið 2025
Nánar
Fjarskiptastofa sinnir fjölbreyttum verkefnum við framþróun fjarskiptamarkaðar. Hafa þessi verkefni m.a. það markmið að efla samkeppni neytendum til hagsbóta, auka aðgengi almennings að háhraða gagnaflutningsþjónustu og stuðla að öryggi fjarskiptaneta og auknum gæðum þjónustunnar.
20. desember 2024
Úrskurðarnefnd ógildir að hluta ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 2/2024
Nánar
Með úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála (ÚFP) í máli nr. 1/2024 þá voru þrjú af níu ákvörðunarorðum ákvörðunar Fjarskiptastofu (FST) nr. 2/2024 ógild.
20. desember 2024
Samráð um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda
Nánar
Fjarskiptastofa efnir til samráðs um breytingar á skilyrðum tíðniheimilda. Um er að ræða tíðniheimildir Nova, Símans og Sýnar, fyrir ýmis tíðnisvið fyrir farnetsþjónustu, sem gefnar voru út árið 2023 og tíðniheimild Öryggisfjarskipta á 700 MHz tíðnisviði fyrir neyðar og öryggiskerfi sem gefin var út árið 2022.
13. desember 2024
Jólakveðja Fjarskiptastofu 2024
Nánar
13. desember 2024
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla Fjarskiptastofu fyrir fyrri hluta ársins 2024 komin út
Nánar
Tvisvar á ári safnar Fjarskiptastofa upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði.
12. desember 2024
Kvörtun um notkun á vefkökum á vef RÚV ohf. vísað frá
Nánar
Þann 3. desember sl. tók Fjarskiptastofa ákvörðun nr. 14/2024 í kvörtunarmáli á hendur RÚV ohf., þar sem kvartandi kvartaði yfir notkun á vefkökum á vefsíðu RÚV ohf.
12. desember 2024
Athugið - Frestur vegna samráðs um stefnumótun um áreiðanleg og áfallaþolin net framlengdur til 30. desember
Nánar
Fjarskiptastofa hefur aftur framlengt frest til að skila inn umsögnum.
3. desember 2024
Fjarskiptastofa tekur í notkun Stafrænt pósthólf á island.is
Nánar
Eitt af stafrænu skrefum Fjarskiptastofu er að taka upp þjónustuna Stafrænt pósthólf á island.is. Í því felst að formleg erindi sem stofnunin sendir frá sér að fara í Stafrænt pósthólf viðskiptavina á island.is.