Fréttasafn
28. september 2006
Samráð um niðurstöðugreiningar á markaði 11
Nánar
Samráð um lokadrög og niðurstöður um markað fyrir aðgang að koparheimtaugum í heildsölu. (markaður 11) nánar
27. september 2006
Fréttatilkynning - samnorræn skýrsla um farsímamarkaðinn.
Nánar
Norrænn samanburður sýnir að GSM þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum. Á sameiginlegum fundi forstjóra systurstofnanna Póst og fjarskiptastofnunar áNorðurlöndunum þann 7. nóvember sl. var ákveðið að setja á stofn vinnuhóp til þessað bera saman farsímamarkaðina á Norðurlöndunum. Megið markmið verkefnisinsvar að kanna áhrif reglugerða á markaðsþróun og samkeppni í þeim tilgangi að metareynsluna og árangur eftir löndum. Hvað varðar íslenska markaðinn þá eru megin niðurstöður þær að hann einkennist affákeppni, þar sem tvö fjarskiptafyrirtæki skipta markaðnum á milli sín og hefurSíminn 65% markaðshlutdeild og Og Vodafone hefur 35% markaðshlutdeild.Verð til neytenda hefur hækkað hérlendis frá árinu 2002 á meðan það hefur lækkað íhinum norðurlöndum. Á sama tíma hefur notkun farsímaþjónustu, mæld í fjölda mínúta á viðskiptavin,hérlendis staðið í stað á meðan hún hefur heldur aukist í hinum Norðurlöndunum. Þessi staða er áhyggjuefni. Viðbrögð Póst- og fjarskiptastofnunar eru þau helst aðhlutast til um lækkun og jöfnun lúkningaverðs farsímafyrirtækjanna og leggjaaðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn.Þessar aðgerðir birtast í niðurstöðu markaðsgreininga fyrir farsímamarkaðina, sem núliggja fyrir. Úrdráttur úr norrænni farsímaskýrslu (pdf) Norræn GSM skýrsla - lokaútgáfa (pdf)
8. september 2006
Samráð um niðurstöðugreiningar á markaði 15
Nánar
Samráð um lokadrög og niðurstöður um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) nánar
8. september 2006
Nýr úrskurður frá úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála
Nánar
Þann 31. ágúst 2006 kom úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála saman til þess að kveða upp úrskurð um frestun réttaráhrifa í ágreiningsmáli nr. 13/2006. Og fjarskipti ehf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun. Hafnað var kröfu Dagsbrúnar hf. um frestun réttaráhrifa ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 20. júlí 2006. sjá nánar
1. september 2006
Nýr úrskurður frá úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála
Nánar
Þann 24. ágúst kom úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála saman til að kveða upp úrskurð í ágreiningsmáli nr. 9/2006 er varðar greiðslu starfrækslugjalda. Með úrskurðinum er ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá 27. apríl 2006 að hluta til felld úr gildi. Sjá nánar: nr. 9/2006 - Síminn hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun og Samgönguráðherra.
28. ágúst 2006
Samráð við ESA um markað 15
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur sent til ESA drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á markaði fyrir aðgang og upphaf símtala í almennum farsímanetum (markaður 15). sjá nánar
24. ágúst 2006
Ákvörðun í kvörtunarmálum varðandi óumbeðin fjarskipti
Nánar
Þann 16.ágúst tók PFS ákvörðun í kvörtunarmálum varðandi óumbeðin fjarskipti...(PDF)
1. ágúst 2006
Framlengdur frestur til að skila athugasemdum við markaðsgreiningar.
Nánar
Frestur til að skila athugasemdum við frumdrög greininga á mörkuðum fyrir leigulínur (markaðir 7, 13 og 14) hefur verið framlengdur til 15. ágúst nk.