Fréttasafn
8. júní 2006
Drög að reglum um innanhússfjarskiptalagnir til umsagnar
Nánar
Samkvæmt 60. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 er Póst- og fjarskiptastofnun ætlað að setja reglur um frágang húskassa og innanhússfjarskiptalagna í þeim tilgangi að tryggja vernd fjarskipta og skilgreina aðgangsheimild fjarskiptafyrirtækja. Stofnunin hefur gert drög að slíkum reglum og hafa þau verið birt á heimasíðu stofnunarinnar www.pfs.is. Öllum sem hagsmuna eiga að gæta þ.m.t. notendum er heimilt að senda inn umsagnir um drögin. Óskað er eftir að umsagnir verði sendar á rafrænu formi á póstfangið sigurjon@pta.is, en jafnframt er óskað eftir að fá frumrit til skráningar. Umsagnir verða birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Frestur til að skila umsögnum er til og með 5. júlí nk. Drög að reglum um innanhússfjarskiptalagnir (pdf)(Word)
6. júní 2006
Ákvörðun í kvörtunarmáli um ónæði af völdum markaðsetningarstarfsemi
Nánar
Ákvörðun PFS frá 30.maí í kvörtunarmáli um ónæði af völdum markaðsetningarstarfsemi sjá nánar
6. júní 2006
Samráð við ESA um markað 16
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur sent til ESA drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á markaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 16). sjá nánar
16. maí 2006
10 fyrirtæki sóttu um tíðniheimildir
Nánar
Frestur til að skila inn umsóknum vegna útgáfu tíðniheimilda fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 og 10 GHz rann út mánudaginn 15. maí 2006. Umsækjendur voru: Atlassími ehfÁbótinn ehfDigiweb LtdeMAX ehfEtcetera ehfIP fjarskipti ehfOg VodafoneOrkuveita ReykjavíkurSíminn hfWireless Broadband Systems ehf Samkvæmt útboðslýsingu skyldu umsækjendur m.a. tilgreina í hvaða sveitarfélögum þeir hefðu í hyggju að veita þjónustu og hvort sótt væri um heimildir á 3,5 eða 10 GHz. Eftirspurn eftir tíðniheimildum á 10 GHz var minni en framboð. Umsóknir um tíðniheimildir á 3,5 GHz voru afturámóti mun fleiri og ekki liggur fyrir hvort unnt verði að verða við öllum óskum umsækjenda. Sótt var um tíðniheimildir fyrir mismunandi landssvæði. Í sumum umsóknum var sótt um tíðniheimildir fyrir allt landið en í öðrum var aðeins óskað eftir heimildir fyrir mjög takmörkuð svæði. Á næstu vikum verður farið yfir umsóknir og stefnt er að því að tilkynna um niðurstöðu útboðsins eigi síðar en í lok júní n.k..Frekari upplýsingar veitir Sigurjón Ingvason, forstöðumaður, s. 510 1500
10. maí 2006
Bráðabirgðaákvarðanir
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir tvær bráðbirgðaákvarðanir sem teknar hafa verið í ágreiningsmáli milli Símans hf. og Atlassíma ehf. Varða þær synjun Símans hf. um að verða við beiðni Atlassíma ehf. annars vegar um að skrá þau símanúmer sem fyrirtækinu hafði verið úthlutað í svonefndri flökkuþjónustu og hins vegar um að flytja símanúmer úr almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu þess. Bráðabirgðaákvarðun 19.apríl Bráðabirgðaákvörðun 8.maí
19. apríl 2006
Úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála afgreiðir tvær kærur
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála kom saman 10. apríl 2006 og kvað upp úrskurði í tveimur kærumálum. Annars vegar í máli Símans hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun og hins vegar í máli Landeigenda að Selskarði gegn Póst- og fjarskiptastofnun og Símanum hf.. Sjá úrskurðina hér að neðan. Nr. 5/2006 - 10. apríl 2006 - Síminn hf. gegn PFS Nr. 6/2006 - 10. apríl 2006 - Landeigendur að Selskarði gegn PFS og Símanum hf
12. apríl 2006
Fréttatilkynning um öryggisreglur
Nánar
Samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003 er stofnuninni m.a. ætlað að gæta hagsmuna almennings með því að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs, sbr. c-lið, og tryggja að heildstæði og öryggi almennra fjarskiptaneta sé viðhaldið, sbr. f.-lið. Með vísan til þessa lögboðna hlutverks Póst- og fjarskiptastofnunar, og í ljósi þess hversu brýnt er að traust ríki um rafræn samskipti í upplýsingasamfélagi samtímans, hefur stofnunin ákveðið að gefa út leiðbeinandi reglur um þær ráðstafanir sem hún telur eðlilegt að fjarskiptafyrirtækin geri til að tryggja öryggi upplýsinga og þjónustu í almennum fjarskiptanetum. Hafa drög að þessum reglum nú verið sendar til umsagnar skráðra fjarskiptafyrirtækja. Hefur þeim verið veittur frestur til 2. maí nk. til þess að gera athugsemdir við efni þeirra. Fram til þess tíma mun stofnunin jafnframt taka við hugsanlegum athugasemdum frá öðrum aðilum. Að þeim tíma liðnum má vænta þess að reglurnar verði fljótlega gefnar út formlega. Nálgast má regludrögin hér að neðan. Drög að öryggisreglum
11. apríl 2006
Farsímanotkun eykst stöðugt
Nánar
Samkvæmt tölfræði fyrir árið 2005 sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur safnað eykst farsímanotkun stöðugt hér á landi. Þannig hefur notkunin tvöfaldast frá árinu 2000. Sjá nýjar upplýsingar um íslenskan fjarskiptamarkað í tölum í árslok 2005 og töflu um fjölda símtala og smáskilaboða í farsímanetum.