Fréttasafn
10. september 2020
PFS efnir til aukasamráðs um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) efndi til innanlandssamráðs um frumdrög að ákvörðun PFS um heildsölugjald fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum þann 10. ágúst síðastliðinn og stóð samráðið til 31. ágúst. Engar athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum í samráðinu. Leiðrétt drög að ákvörðun eru nú birt til aukasamráðs hér á landi svo hagsmunaaðilar geti tjáð sig um leiðrétta niðurstöðu PFS.
9. september 2020
Óvissustigi fjarskiptageirans lýst yfir í fyrsta sinn á Íslandi vegna RDoS netárása
Nánar
CERT-IS hefur virkjað óvissustig fjarskiptageirans samkvæmt viðbragðsáætlun og mun vera í reglulegu sambandi við helstu fjarskipta- og hýsingarfyrirtæki landsins til að miðla upplýsingum sem tengjast þessum árásum.
1. september 2020
Gildistaka nýrra laga á sviði net- og upplýsingaöryggis
Nánar
Í dag taka gildi ný lög á sviði net- og upplýsingaöryggis, lög nr. 78/2019 um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. Með lögunum er verið að innleiða efnisákvæði svokallaðar NIS tilskipunar Evrópusambandsins.
10. ágúst 2020
PFS kallar eftir samráði um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum netum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú framkvæmt verðsamanburð til að ákvarða hámarksverð fyrir lúkningu símtala sem gilda skulu á árinu 2021.
29. júlí 2020
Frávísun á kvörtun Félags atvinnurekenda staðfest
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP) hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 1/2020 um frávísun á kvörtun Félags atvinnurekenda (FA) gegn Íslandspósti ohf. (ÍSP) vegna aðildarskorts.
24. júlí 2020
Kæru félagasamtaka um frelsi frá rafmengun vegna úthlutunar 5G tíðniheimilda vísað frá
Nánar
Með úrskurði sínum í máli nr. 2/2020 frá 14. júlí s.l. hefur úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísað frá kæru Geislabjargar, félagsamtaka um frelsi frá rafmengun.
21. júlí 2020
Póst- og fjarskiptastofnun setur sér málsmeðferðarreglur
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út reglur um málsmeðferð stjórnsýslumála hjá stofnuninni.
6. júlí 2020
Ný upplýsingasíða um stöðu 5G á Íslandi í loftið
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur sett í loftið upplýsingasíðu um stöðu 5G farneta á Íslandi. Á síðunni er að finna umfjöllun og upplýsingar um ýmis tæknileg atriði sem snúa að 5G, auk þess sem gerð er tilraun til að svara algengum spurningum sem fram hafa komið í umræðunni.