Fréttasafn
18. júní 2020
Niðurstöður úr samráði um samstarf og samnýtingu fjarskiptainnviða með sérstaka áherslu á uppbyggingu 5G
Nánar
Í september 2019 efndi Póst- og fjarskiptastofnun til samráðs um samstarf og samnýtingu fjarskiptainnviða með sérstaka áherslu á uppbyggingu 5G og nú liggja niðurstöður fyrir.
12. júní 2020
Samráðsskjal vegna alþjónustu í pósti - Frestur framlengdur til 7. ágúst
Nánar
Með bréfi samgönguráðuneytisins þann 11. nóvember 2019 var PFS falið, í samræmi við 1. mgr. 11. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019, að útnefna alþjónustuveitanda frá og með 1. janúar 2020.
12. júní 2020
Truflanir á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar
Nánar
Á undanförnum vikum og misserum hefur í vaxandi mæli orðið vart við truflanir á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu sem tengist bilun í örbylgjuloftnetum. Loftnetin voru notuð til að dreifa Fjölvarpinu fram til 2017 þegar þeim útsendingum var hætt. Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús.
10. júní 2020
Skil á milli markaða varðandi leigulínur Mílu til sendastaða
Nánar
Með ákvörðun PFS nr. 5/2020, dags. 29. maí sl., leysti PFS úr ágreiningi sem uppi hafði verið milli Mílu ehf. (Míla) og Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um skil á milli leigulínumarkaða að því er varðar tengingar til farsímasendastaða.
4. júní 2020
Skilafrestur umsagna um markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum staðaraðgangs og miðlægs aðgangs framlengdur
Nánar
Skilafrestur athugasemda og umsagna hefur nú verið framlengdur til og með 10. júlí nk.
26. maí 2020
Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir tvö ný störf - Umsóknarfrestur er til 4. júní.
Nánar
PFS auglýsir eftir starfsfólki í 2 nýjar stöður, í netöryggissveit PFS annars vegar og hins vegar í lögfræðideild stofnunarinnar.
18. maí 2020
Óskað er eftir athugasemdum hagsmunaaðila, ef einhverjar eru, vegna tilkynningar Íslandspósts ohf. um breytingar á gjaldskrá um magnpóst
Nánar
Íslandspóstur ohf. hefur um árabil boðið upp á sérstaka afsláttargjaldskrá fyrir magnpósts. Með tilkynningu, dags. 12. maí sl. tilkynnti fyrirtækið um breytingar á þeim afsláttarkjörum sem í gildi hafa verið frá því á árinu 2012 um magnpóst. Áætlar ÍSP að breytingarnar taki gildi þann 1. september 2020.
14. maí 2020
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla PFS fyrir árið 2019 komin út
Nánar
Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út.