Fréttasafn
11. október 2005
Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Póst- og fjarskiptastofnun
Nánar
Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Með því er leitast við að einfalda boðleiðir, gera stjórnun markvissari og stuðla að skilvirkari lausn verkefna. Meira
29. september 2005
Nýtt mælingarmastur tekið í notkun
Nánar
Nýlega var myndarlegt mastur reist á þaki höfuðstöðva PFS að Suðurlandsbraut 4. Með því er ætlunin að efla eftirlit með ljósvakanum, en samkvæmt lögum skal PFS stuðla að sem hagkvæmastri nýtingu tíðnirófsins og tryggja að skaðlegar truflanir á viðtöku þráðlausra merkja verði sem minnstar. Mastrið er góð viðbót við mælingarbíl PFS. Það er vel staðsett í miðri borginni og stendur tiltölulega hátt. Því má ætla að árangur af mælingum verði mun betri og að hægt verði að grípa inn fyrr en ella.
26. september 2005
Yfir 61.000 háhraðatengingar - nýtt tölfræðiyfirlit
Nánar
Nýtt tölfræðiyfirlit yfir íslenskan fjarskiptamarkað fram til júni 2005 er nú tiltækt á vefnum. Yfirlit yfir þróun á markaði er jafnan gert á hálfs árs fresti og byggir á upplýsingum frá fjarskiptafyrirtækjum. Athygli vekur aukning háhraðatenginga milli ára, en þær eru nú komnar yfir 61.000. Þá hefur Síminn aukið hlut sinn á innanlandssímtölum í fastaneti. Sjá tölfræðiyfirlit fram til júní 2005.
21. september 2005
Fjögur norsk fjarskiptafyrirtæki útnefnd með umtalsverðan markaðsstyrk
Nánar
Norska Póst- og fjarskiptastofnunin hefur útnefnt fjögur fjarskiptafyrirtæki með umtalsverðan styrk á mörkuðum fyrir lúkningu símtala í farsímanetum (markaði 16). Þetta eru fyrirtækin Telenor ASA, NetComAS, Tele2Norge AS og Teletopia Mobile Communications AS. Á Telenor og NetCom er lögð á kvöð um verðþak á lúkningu símtala í eigin netum og er þeim gert að lækka verulega gjöld fyrir árslok 2006. Verðmunur á lúkningaþjónustu hjá þessum tveimur fyrirtækjum mun jafnframt minnka því farið er fram á að NetCom lækki gjaldskrá meira en Telenor. Forstjóri norsku Póst- og fjarskiptastofnunarinnar væntir þess að þessi ákvörðun komi neytendum til góða og að gjöld fyrir farsímanotkun muni lækka. Talið að sparnaður norskra neytenda geti numið meira en 400 milljónum norskra króna á ári að viðbættum virðisauka, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna .
19. september 2005
Hagsmunaaðilar skila athugasemdum við greiningu PFS á tveimur mörkuðum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur borist athugasemdir hagsmunaaðila við drögum stofnunarinar að greiningu á markaði fyrir aðgang og upphaf símatala í almennu farsímaneti og á markaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaðir 15 & 16). Drög að greiningu á þessum mörkuðum voru birt til samráðs 8. júlí s.l. Sjá samráðsgögn fyrir markað 15 Sjá samráðsgögn fyrir markað 16
18. september 2005
Tvö hundruð sjötíu og þrjú þúsund farsímar í notkun hér á landi
Nánar
Nær tvö hundruð sjötíu og þrjú þúsund GSM-farsímar eru í notkun hér á landi samkvæmt nýrri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Síminn er með 64,5 % allra farsímaáskrifenda og 66,4% þeirra sem eru með fyrirfram greidd símkort. 20.564 langdrægir NMT-farsímar eru í notkun og eru þeir allir í áskrift hjá Landsímanum. Sjá yfirlit um fjölda farsímanotenda
14. september 2005
Breiðbandið byltir sjónvarpsnotkun
Nánar
Breiðbandsvæðingin mun gerbylta sjónvarpsrekstri og því hvernig fólk notar sjónvarp. Þetta er meginniðurstaða nýrrar skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins Lovelace Consulting. Í henni segir að innan áratugs verði þorri alls sjónvarpsefnis sent yfir Netið og þá geti notendur vafrað á milli mörg þúsund efnisveitna og valið það efni sem þeir helst kjósa. Eins og fram kom í skýrslu OECD á vordögum er Ísland í fjórða sæti í útbreiðslu breiðbands með háhraðatengingum til um 50.000 heimila. Í Bretlandi er breiðbandsvæðingin enn styttra á veg komin. Engu að síður sjá menn það fyrir að flest heimili á Bretlandseyjum muni á næstu árum verða komin með breiðbandstengingu og geti þá tekið við stafrænum sjónvarpssendinum yfir netið eða IPTV (e.internet protocol TV). Hefðbundin sjónvarpsdagskrá mun því innan skamms heyra sögunni til ef marka má skýrsluna, en greint var frá niðurstöðum hennar í breska útvarpinu BBC á dögunum. Sjá frétt breska útvarpsins BBC Sjá grein um stafrænt sjónvarp
8. september 2005
Samgönguráðherra vill leggja niður úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála
Nánar
Úrskurðarnefnd um póst- og fjarskiptamál verður lögð niður samkvæmt tillögu sem samgönguráðherra lagði fyrir ríkisstjórn þriðjudaginn 6. september. Í athugasemdum með frumvarpi um breytingar á fjarskiptalögum kemur fram að einfaldara þyki að samgönguráðuneytið úrskurði í málum þar sem ágreiningur um ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar á fjarskiptamarkaði kunna að koma upp. Meira um úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála