Fréttasafn
8. desember 2005
Samráð um kvaðir
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun vill vekja athygli á því að Samtök evrópskra fjarskiptaeftirlitsstofnana (European Regulators Group of National Regulatory Authorities, ERG)hefur endurskoðað skýrslu sína um kvaðir sem leggja má á fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk svo efla megi samkeppni. Ný drög af skýrslunni hafa verði lögð fram til samráðs. Skriflegar athugasemdir skulu berast ERG fyrir 13. janúar 2006. ERG mun halda opin samráðsfund um skýrsluna í Brussel þann 12. janúar 2006. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ERG.
8. desember 2005
Viðmið um innleiðingu á bestu framkvæmd (PIB´s)
Nánar
Á heimasíðu IRG er búið að setja 2 skjöl til umsagnar varðandi viðmið er varða innleiðingu á bestu framkvæmd (PIB´s) um: 1. Leiðréttingar á bókhaldi sem er byggt á gangverði (Current cost accounting (CCA)). 2. Smásöluverð mínus (Retail Minus (RM)). Umsagnarfrestur er til 30. desember 2005. Sjá meðfylgjandi netslóð: http://irgis.anacom.pt/site/en/areas_doc.asp?id=743 Allir eru hvattir til að skila inn athugasemdum. Upplýsingar um hvert á að senda athugsemdir koma fram á IRG síðunni (consultation cover note). PIB´s = Principle of implementation of best practice.
1. desember 2005
Frestun á skilum umsagna um viðmiðunartilboð um samtengingu
Nánar
Þann 3. nóvember sl. sendi Póst- og fjarskiptastofnun fjarskiptafyrirtækjum til umsagnar nýtt viðmiðunartilboð Landssíma Íslands hf. um samtengingu talsímaneta dags. 26. október sl. Skilafrestur athugasemda var til 3. desember nk. Þann 30. nóvember sl. tilkynnti Landssíminn með tölvupósti til Póst- og fjarskiptastofnunar að ný útgáfa af tilboðinu hefði verið póstsend til stofnunarinnar. Sú sending barst PFS síðdegis 1. desember. Í ljósi þessara atburða telur Póst- og fjarskiptastofnun rétt að fresta skilum á athugasemdum. Stofnunin mun taka afstöðu til þess hvernig tekið verður á þessu máli þegar gögnin hafa verið yfirfarin. Ljóst er þó að framlengja þarf skilafrest athugasemda og er umsagnaraðilum ráðlagt að vinna ekki frekar í umsögnum um tilboðið frá 26. október. Póst- og fjarskiptastofnun harmar það að vinna við umsagnir um tilboðið skuli vera sett í uppnám með þessum hætti. Stofnunin mun tilkynna fljótlega hvernig staðið verður að framhaldi umsagnarferlisins.
9. nóvember 2005
Nýtt viðmiðunartilboð um samtengingu fjarskiptaneta
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur kallað eftir umsögn skráðra fjarskiptafyrirtækja um nýtt viðmiðunartilboð um samtengingu fjarskiptaneta sem Síminn hefur birt. Hið nýja viðmiðunartilboð mun taka gildi 1. maí 2006. Bréf PFS 3. nóvember 2005 Viðmiðunartilboðið Viðauki 1a - Verðskrá Viðauki 2 - Tækniskilmálar Viðauki 3a - Þjónusta Viðauki 3b -Þjónusta Viðauki 4 - Prófanir Viðauki 5a - Kerfislýsing
8. nóvember 2005
Nýjar reglur um notkun FM tíðna fyrir MP3 og iPod spilara
Nánar
Evrópska samstarfsnefndin um fjarskipti (European Communications Committe, ECC) hefur samþykkt reglur um notkun FM-hljóðvarpstíðna (87,5-108 MHz) fyrir lágaflsbúnað, svo hlusta megi á tónlist og annað efni úr nýjum stafrænum spilurum s.s. iPod, í venjulegu FM-útvarpi. Samkomulag varð um að hámarks útsent afl yrði 50 nW e.r.p. Framleiðendur geta nú loksins sett á markað löglegan CE-merktan búnað á EES-svæðinu. Eigendur iPod og MP3 spilara ættu þá jafnframt að geta notað FM útvarpstækin í stað höfuðheyrnartóls til þess að njóta tónlistar. Sjá eldri frétt frá 16.8.2005.
4. nóvember 2005
Namibíumaður í starfsþjálfun hjá PFS
Nánar
Á dögunum var ungur Namibíumaður, Justy Moses, í starfsþjálfun hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hann var að læra skoðun svokallaðra GMDSS tækja (Global Maritime Distress and Safety System), en þau eru hluti af neyðar- og öryggisbúnaði skipa. Justy er lærður skipstjórnarmaður og starfar sem kennari við stýrimannaskólann í Namibíu. Hann hefur dvalið hér á landi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og kynnt sér öryggismál í fjarskiptum skipa. Eitt af mörgum verkefnum PFS samkvæmt lögum er að skoða fjarskiptatæki í skipum og bátum og stuðla þannig að öryggi sjófaranda. Tveir starfsmenn sinna jafnan þessu verkefni og skoða árlega fjarskiptabúnaði í flestum skráðum skipum í landinu sem eru yfir 24 metra löng. Þá skoða þeir oft búnað í erlendum skipum. Á myndinni eru frá vinstri: Óskar Sæmundsson yfirskoðunarmaður, Justy Moes kennari og Jósef Kristjánsson skoðunarmaður.
26. október 2005
Umræðuskjal um framtíðarnotkun NMT-450 tíðnisviðsins
Nánar
Póst og fjarskiptastofnun hefur sett saman umræðuskjal með ýmsum upplýsingum og hugmyndum um notkun NMT-450 tíðnisviðsins Til að kanna áhuga markaðarins og sjónarmið hagsmunaaðila á notkun tíðnisviðsins verður óskað eftir athugasemdum og ábendingum um framtíðarnotkun þess. Sjá skjalið
25. október 2005
Framtíðarnotkun NMT-450 MHz tíðnisviðsins
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni umræðuskjal þar sem stofnunin leitar umsagnar markaðs- og hagsmunaaðila um framtíðarnotkun NMT-450 MHz tíðnisviðsins. NMT-kerfið, eins og það er nefnt í daglegu tali, hefur gegnt veigamiklu þjónustu- og öryggishlutverki fyrir sjófarendur og aðra sem staðsettir eru utan þjónustusvæðis GSM-kerfisins. Fyrirséð er að rekstri NMT-kerfisins verði hætt á næstu 2-3 árum og er því mikilvægt að huga að því sem tekur við. Stofnunin telur mikilvægt að við ákvarðanatöku um framtíðarnotkun verði markmið fjarskiptaáætlunar höfð að leiðarljósi, m.a. um langdræg stafræn farsímakerfi. Leitað er álits umsagnaraðila um hver sé æskilegur fjöldi rekstraraðila á tíðnisviðinu, fyrirkomulag uppbyggingar á farsímanetinu, heildsöluaðgang, þjónustu á netinu, kröfur um útbreiðslu, uppbyggingarhraða netsins, gjaldtöku af tíðnum og um markaðsleg áhrif slíks kerfis á önnur fjarskiptakerfi, t.d. 3ju kynslóð farsíma. Öllum er heimilt að senda inn álit, en sérstaklega verður leitað eftir athugasemdum skráðra fjarskiptafélaga, auk helstu hagsmunaaðila. PFS mun skoða allar athugasemdir sem berast og leggja að því loknu fram tillögur um notkun tíðnisviðsins, bjóða það út, bjóða það upp eða úthluta því eftir eðli þeirra athugasemda og ábendinga sem fram kunna að koma. Sérstök athygli er vakin á því að frestur til þess að skila inn umsögnum hefur verið framlengdur til 8. desember nk. Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500 & 896-6953, Umræðuskjal (PDF)