Fréttasafn
28. júní 2018
Ný tölfræðiskýrsla fyrir árið 2017 um fjarskiptanotkun á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum: 59-95% heimila geta tengst háhraðaneti.
Nánar
20. júní 2018 kom út skýrsla sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta. Þetta er níunda árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna er borin saman og Eystrasaltslöndin hafa einnig verið með síðustu ár.
19. júní 2018
Samkomulag um tillögu að nýju fjarskiptaregluverki innan Evrópska efnahagssvæðisins
Nánar
Evrópuþingið og Evrópuráðið hafa komist að samkomulagi um uppfærslu á fjarskiptareglum Evrópusambandsins. Vonir standa til að með þessum nýju tillögum sambandsins um EECC (European Electronic Communications Code) muni fjárfestingar í háhraðanetum aukast um alla Evrópu, einnig í dreifbýli og fámennari sveitum.
13. júní 2018
HM farar athugið – Farsímareiki í Rússlandi
Nánar
PFS vekur athygli á að Rússland er ekki aðili að reglum Evrópusambandsins um reikiþjónustu farsíma.
1. júní 2018
PFS gestgjafi á alþjóðlegum fundi vinnuhóps á vegum CEPT
Nánar
Nýlega hýsti Póst- og fjarskiptastofnun fund vinnuhóps á vegum vegum CEPT (Evrópusamband fjarskiptaeftirlitsaðila). Á þessum vettvangi fer fram stefnumótunarvinna varðandi skipulag númeramála innan Evrópska efnahagssvæðisins. Um 45 manns frá 26 löndum sátu fundinn sem stóð í 3 daga.
29. maí 2018
PFS samþykkir gjaldskrá Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 8/2018 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.
11. maí 2018
Kröfu um úrbætur á frágangi tenginga í fjarskiptainntaki hafnað
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum í kærumáli nr. 13/2017 staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 26/2017 um frágang tenginga í fjarskiptainntaki.
9. maí 2018
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - tölfræðiskýrsla PFS fyrir árið 2017 komin út
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað.
4. maí 2018
Niðurstaða í kvörtunarmáli gegn Mílu varðandi jarðvegsframkvæmdir
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 5/2018 í deilumáli milli Mílu og GR varðandi auglýsingar á fyrirhuguðum jarðvegsframkvæmdum.