Fréttasafn
19. desember 2018
Jólakveðja Póst- og fjarskiptastofnunar
Nánar
Starfsfólk Póst- og fjarskiptastofnunar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskipti og samstarf á árinu sem er að líða.
17. desember 2018
Ákvörðun PFS varðandi úttekt á öryggisskipulagi Farice ehf.
Nánar
Þjónusta Farice ehf. byggir á aðgangi að framangreindum strengjum og eru fjarskiptafélög, gagnaver, skýjaþjónustur og stærri fyrirtæki hér á landi í hópi viðskiptavina félagsins. Þjónusta Farice ehf. gegnir lykilhlutverki við veitingu almennrar fjarskiptaþjónustu hér á landi. Virkni og öryggi ljósleiðarastrengjanna er því gríðarlega mikilvæg fyrir hagsmuni landsins og allra landsmanna.
29. nóvember 2018
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla PFS fyrir fyrri hluta ársins 2018 komin út
Nánar
ATH - Skýrslan uppfærð 14. desember 2018. Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út. Skýrslan sem nú er birt sýnir tölfræði um fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2018.
27. nóvember 2018
Leiðbeiningar PFS um frágang og öryggi ljósleiðarastrengja
Nánar
Þann 29. október 2018 efndi PFS til opins samráðs við hagsmunaaðila um efni leiðbeininga um frágang og öryggi ljósleiðarastrengja. Stofnuninni bárust enga athugasemdir við leiðbeiningardrögin og eru þau birt hér í lokaútgáfu.
22. nóvember 2018
Póst- og fjarskiptastofnun hyggst hefja skráningar gervihnattatíðna um næstu áramót
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur á undanförnum mánuðum kannað fýsileika þess að taka upp afgreiðslu skráninga fyrir gervihnattatíðnir (e. Satellite Filing). Með því að opna fyrir skráningar gervihnattatíðna á Íslandi skapast möguleiki á því fá erlend gervihnattafyrirtæki til landsins og enn fremur verður PFS tilbúin til að skrá tíðnir fyrir íslenska aðila þegar að því kemur.
12. nóvember 2018
Beiðni Íslandspósts um hækkun gjaldskrár bréfapósts innan einkaréttar hafnað
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 21/2018, þar sem stofnunin hafnar erindi Íslandspósts ohf. um 8% hækkun á gjaldskrá félagsins innan einkaréttar.
7. nóvember 2018
Íslandspósti óheimilt að fella niður viðbótarafslætti
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála hefur staðfest ákvörðun PFS nr. 23/2017, um afslætti vegna reglubundna viðskipta í pósti.
7. nóvember 2018
Fjarskiptasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki í átaksverkefninu Ísland ljóstengt fyrir árið 2019.
Nánar
Umsóknarferli vegna ársins 2019 skiptist í A, B og C-hluta. Stefnt er að undirritun síðustu samninga á grundvelli verkefnisins vorið 2020 og er tekið á móti umsögnum vegna A- hluta til 23. nóvember 2018.