Fréttasafn
8. maí 2019
Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun nr. 12/2019 í kvörtunarmáli Sýnar hf. gegn Mílu ehf.
Nánar
Í desember 2017 viðhafði Kópavogsbær útboð fyrir uppbyggingu á ljósleiðaratenginum fyrir sveitarfélagið. Útboðið skiptist í nokkra hluta en fól í sér að Kópavogsbær myndi eignast eigið lokað burðarnet að sjö ára samningstíma liðnum. Þá var var kveðið á um heimild til samningsgerðar fyrir þjónustu við netin næstu 30 árin að samningstímanum loknum.
16. apríl 2019
PFS samþykkir gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum
Nánar
Með ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 8/2019, 9/2019, 10/2019 og 11/2019 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu á heildsölumarkaði fyrir heimtaugar, bitastraumsaðgang, leigulínur og ljóslínur.
1. apríl 2019
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar PFS
Nánar
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Póst- og fjarskiptastofnun af kröfu Símans hf. um ógildingu ákvörðunar stofnunarinnar nr. 14/2014, um heimild Sýnar hf. (áður Fjarskipti hf.) og Nova ehf. til samnýtingar tíðniheimilda fyrir farsíma- og farnetsþjónustu.
27. mars 2019
Skýrsla PFS um jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2017
Nánar
Út er komin skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2017
22. mars 2019
Niðurstaða úttektar á fjárhagslegum aðskilnaði Gagnaveitu Reykjavíkur innan OR samstæðunnar
Nánar
Með ákvörðun nr. 3/2019 birtir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) niðurstöðu sína varðandi framkvæmd á fjárhagslegum aðskilnaði Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (GR) innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Úttektin tók til tímabilsins 2016-2017 og byggði á bókhalds- og rekstrargögnum þessara ára.
21. mars 2019
Framlag til Neyðarlínunnar úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir árið 2019
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur með ákvörðun sinni nr. 7/2019 samþykkt framlag til Neyðarlínunnar ohf. úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir árið 2019 vegna neyðarsímsvörunar.
11. mars 2019
Samráð við ESA um heildsölugjaldskrár Mílu fyrir koparheimtaugar, bitastraum, lúkningarhluta leigulína og ljóslínur
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi endurskoðun á heildsölugjaldskrám Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum, bitastraum, lúkningarhluta leigulína og ljóslínum í aðgangsneti, til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).
7. mars 2019
Útburðargæði bréfa innan alþjónustu miðast ekki við einstaka póstsendingar
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 12/2018, um útburð á A-pósti.