Fréttasafn
31. maí 2005
Opnun tilboða í UHF-tíðnir frestað til kl. 13.00
Nánar
Tilboð í UHF tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu skv. DVB-T staðli - I. áfanga verða opnuð í dag kl. 13.00, þriðjudaginn 31. maí. Tilboð verða opnuð á fundi sem hefst um leið og hinn framlengdi tilboðsfrestur er liðinn, hjá Póst- og fjarskiptastofnun, að Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, sbr. lið 4.2. í útboðslýsingu. Misræmi var í upplýsingum á vef PFS og tillkynningu um framlengdan tilboðsfrest - þar sem annars vegar var tilkynnt að tilboð yrðu opnuð kl. 11.00 og hins vegar kl. 13.00. Seinni tímasetningin verður því látin ráða. Leitast verður við að tilkynna bjóðendum hvort tilboði þeirra verður tekið eða hafnað á áður auglýstum tíma, 27. júní nk.
24. maí 2005
Ísland í 4. sæti í breiðbandsvæðingu
Nánar
Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur fram að Ísland er í 4. sæti í útbreiðslu breiðbands. Breiðbandsþjónusta er mest útbreidd í Suður-Kóreu þar sem 24,9 af hverjum 100 íbúum eru áskrifendur að slíkri þjónustu. Þetta hlutfall er 19% í Hollandi, 18,8% í Danmörku og 18,3% á Íslandi. Í næstu sætum koma Kanada, Sviss, Belgía, Japan, Finnland, Noregur og Svíþjóð.DSL er nú útbreiddasta breiðbandsþjónustan í 27 OECD-ríkjum af 30. Hlutfall þeirrar þjónustu er hæst á Íslandi eða 17,4%. Áskrifendur að breiðbandsþjónustu voru 118 milljónir í aðildarríkjum OECD í lok síðasta árs og að jafnaði voru 10,2 af hverjum 100 íbúum ríkjanna með slíka áskrift. Þetta hlutfall var 7,3% í árslok 2003. Ný þjónusta, svo sem myndbandaþjónusta í sjónvarpi, hefur valdið því að áskriftir að breiðbandi hafa aukist til muna. Skýrsla OECD byggir m.a. á tölfræðiupplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun.Sjá yfirlit OECD um útbreiðslu breiðbands
20. maí 2005
Norrænt málþing um fjarskipti fyrir fatlaða
Nánar
Í tilefni af fundi norræns vinnuhóps í Reykjavík dagana 23.-24. maí 2005 um aðgengi fatlaðra að upplýsingasamfélaginu (NFTH) var boðið til opins málþings á Hótel Sögu miðvikudaginn 25. maí frá kl. 9 til 13. Á málþinginu fór m.a. fram kynning á starfsemi NFTH, sem hefur það að markmiði að samræma aðgerðir til að veita fötluðum sem best aðgengi að upplýsingasamfélaginu. Áhersla var lögð á texta- og IP-símtækni og fjallað um nýjungar á sviði reglugerða og tækni á Norðurlöndum. Málþingið fór fram á ensku og er allar kynningar á málþinginu aðgengilegar hér. Dagskrá Hörður Halldórsson, Póst- og fjarskiptastofnun, setti málþingið.Erland Winterberg, formaður NFTH kynnti starfsemi NFTH.Gunnar Helström, frá sænska fyrirtækinu Omnitor talaði um textasíma og IP-símtækni. og Evrópustaðla og textasíma. Thor Nielsen, frá fyrirtækinu Netwise talaði um textasímtækni sem byggist á farsíma- og IP-tækni.10.30 Umræður og spurningar - Stutt hlé -10.55 Þróun á sviði fjarskiptatækni fyrir fatlaða á Norðurlöndum· FinnlandRaija Grahn frá TellaSonera í Finnlandi talaði um símþjónustu fyrir fólk með sérþarfir.· ÍslandRúnar Guðjónsson frá samgönguráðuneyti gerði grein fyrir stöðu mála á Íslandi.· Noregur Vigids Jynge frá norsku tryggingastofnuninni sagði frá fjarskiptaþjónustu fyrir fatlaða og Eivind Hermansen frá norska símafyrirtækinu Telenor talaði um textasímalausnir fyrir fatlaða notendur. · SvíþjóðRobert Hecht frá sænsku Póst- og fjarskiptastofnunni sagði frá því hvernig lögum um aðgangi fyrir alla að fjarskiptaþjónustu væri framfylgt í Svíþjóð og Jörgen Kunnari kynnti norrænu miðstöðina fyrir þróun hjálpartækja fyrir fatlaða · Danmörk Bente Forslund frá fjarskiptastofnuninni í Danmörku talaði um takmarkanir netsímans fyrir fatlaða notendur. Þá töluðu Bitten Rasch, TDC og Erland Winterberg formaður NFTH. 13.00 Lokaorð: Hörður Halldórsson, Póst- og fjarskiptastofnun. Nánari upplýsingar veita:Hörður Halldórsson, Póst og fjarskiptastofnun, sími 5 10 15 00, netfang hordur@pta.isÞór G. Þórarinsson, félagsmálaráðuneytið, sími 5 45 81 00, - thor.thorarinsson@fel.stjr.isSjá frekari upplýsingar um fjarskipti fyrir fatlaða.
18. maí 2005
Samgönguráðherra og forstjóri PFS undirrita samning um árangursstjórnun
Nánar
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undirrituðu á alþjóðlegum fjarskiptadegi 17. maí 2005 fjögurra ára samning um árangursstjórnun. Samkvæmt honum skal PFS m.a. leggja fram ársáætlun fyrir 15. desember ár hvert, þar sem gerð er grein fyrir helstu fjárhagsstærðum, starfsmarkmiðum ársins og þeim árangursmarkmiðum sem stefnt er að. Einnig skal Póst- og fjarskiptastofnun leggja fram langtímaáætlun til 4 ára, fyrir 1. júlí 2005, þar sem kemur fram hvernig stofnunin hyggst vinna að þeim markmiðum sem tilgreind eru í samningnum, en þau voru jafnframt sett fram í nýrri fjarskiptaáætlun fyrir 2005-2010. Sjá samninginn í heild sinni. (PDF-84 KB)
13. maí 2005
Netsími- ný tækifæri. Ráðstefna 17. maí 2005
Nánar
Í tilefni af alþjóðlega fjarskiptadeginum þann 17. maí 2005 stóð Póst- og fjarskiptastofnun fyrir fjölsóttri ráðstefnu undir fyrirsögninni Netsími- ný tækifæri á Grandhóteli í Reykjavík. Þar voru kynntar helstu nýjungar í símaþjónustu á Netinu (VoIP), greint frá stefnumiðum stjórnvalda í fjarskiptum og varpað ljósi á hvaða leiðir aðrar Evrópuþjóðir hafa farið til að tryggja neytendum bestu þjónustu og kjör. Fyrirlesarar voru Alan Van Gaever sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Daniel Voisard sérfræðingur hjá svissneska samgönguráðuneytinu, Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar og Arnþór Halldórsson framkvæmdastjóri HIVE.Allir fyrirlestrarnir voru teknir upp og er allt efni ráðstefnunnar, upptökur og kynningarglærur, aðgengilegt hér. Ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Sjá upptöku (í pop-up)Sjá upptöku Alain Van Gaever sérfræðingur framkvæmdastjórnar ESBHvernig er leitast við að tryggja samkeppni, öryggi og gæði í netsímaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu? (The EU Regulatory Perspective on VoIP). Sjá upplýsingar um fyrirlesarann, útdrátt úr erindi, upptökur og kynningarglærur. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Samþjónusta og samruninn. Sjá upplýsingar um fyrrilesarann, upptökur og kynningarglærur. Daniel Voisard, sérfræðingur í svissneska samgönguráðuneytinu. Breyttar forsendur í talsímaþjónustu. Svissneska leiðin í regluverki. (Evolution and convergence of new voice services - The Swiss telecom regulation). Sjá upplýsingar um fyrirlesarann, útdrátt úr erindi á ensku, upptökur og kynningarglærur. Arnþór Halldórsson framkvæmdastjóri HIVE.Að markaðssetja netsíma fyrir upplýsta og krefjandi neytendur. (Marketing VoIP services in a mature and demanding market). Sjá upplýsingar um fyrirlesarann, upptökur og kynningarglærur. Umræður. Ráðstefnustjóri var Þorsteinn Joð Með netsímaráðstefnunni tókst að skapa umræðugrundvöll fyrir fyrirtæki, sérfræðinga og stjórnvöld á sviði fjarskipta. Fengur var að því að heyra sjónarmið helstu sérfræðinga sem móta lög og reglur um netsímaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu, en íslensk fjarskiptalöggjöf tekur mið af tilskipunum ESB á þessu sviði. Einnig komu fram upplýsingar um íslensk fyrirtæki sem eru að undirbúa markaðssetningu á netsímaþjónustu. Um sjötíu manns sóttu ráðstefnuna. Sjá myndir af netsímaráðstefnunni 17. maí 2005. Sjá frekari upplýsingar um netsíma.
13. maí 2005
Fjarskiptaáætlun samþykkt
Nánar
Alþingi samþykkti 11.maí - á síðasta degi vorþings- nýja fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010. Áætlunin var samþykkt með atkvæðum 56 þingmanna. 7 voru fjarverandi. Þá náðist sátt um breytingar á frumvarpi til fjarskiptalaga, þannig að fjarskiptafyrirtæki verði gert að geyma upplýsingar um fjarskiptaumferð í hálft ár í staðinn fyrir heilt. Ágreiningur var um þá grein frumvarpsins sem veitti lögreglu heimild til að afla upplýsinga um eiganda símanúmers og notanda IP-talna. Ákveðið var að halda ákvæðinu inni vegna öryggissjónarmiða og fela Póst- og fjarskiptastofnun að setja um það reglur svo það stangaðist ekki á við persónurétt og rétt til friðhelgi einkalífs. Sjá nýja fjarskiptaáætlun.
12. maí 2005
Framlengdur tilboðsfrestur vegna UHF-útboðs
Nánar
Tilboðsfrestur vegna útboðs á UHF-tíðnum fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu hefur verið framlengdur til 31. maí nk. kl. 11:00. Áður auglýstur tilboðsfrestur var 17. maí nk.Tilboð verða opnuð á fundi sem hefst um leið og hinn framlengdi tilboðsfrestur er liðinn. Fundað verður hjá Póst- og fjarskiptastofnun að Suðurlandsbraut 4, 2. hæð, sbr. lið 4.2. í útboðslýsingu. Leitast verður við að tilkynna bjóðendum hvort tilboði þeirra verður tekið eða hafnað á áður auglýstum tíma, 27. júní nk. Sjá útboðslýsingu.
9. maí 2005
Lítil verðvitund íslenskra símnotenda samkvæmt nýrri könnun IMG-Gallup
Nánar
Níu af hverjum tíu Íslendingum eiga farsíma. Hins vegar veit innan við fimmtungur þeirra hvað mínútan í farsímtali kostar. Enn færri eða rúm 11% viðskiptavina Síamns og 13%viðskiptavina OgVodafone vita hvað það kostar á hringja á milli síma hjá farsímafyrirtækjunum tveimur. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun í apríl. Einnig kemur í ljós að tiltölulega fáir skipta um GSM þjónustuaðila, einungis tæplega 16% aðspurðra höfðu gert það á síðustu tveimur árum. Þá telur tæplega helmingur símnotenda upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækjum flóknar. Könnunin náði til tæplega 1300 manns á aldrinum 16-75 ára á landinu öllu. Svarhlutfall var rúmlega 62%. Sjá ítarlegar niðurstöður könnunar IMG-Gallup í apríl 2005 (pfd-snið 211KB) Sjá símaverð fjarskiptafyrirtækja í júní 2005 (pdf-snið 70 KB)