Fréttasafn
22. janúar 2015
Fjölgun óumbeðinna fjarskipta – aukin fræðsla og breytt verklag
Nánar
PFS hefur ákveðið að gefa út leiðbeiningar um hvað telst til óumbeðinna fjarskipta, auk þess sem farið er stuttlega yfir það hvað felst í beinni markaðssetningu og hvað bannmerking í símaskrá þýðir.
13. janúar 2015
Úttekt PFS: Gögnum um fjarskiptaumferð eytt í samræmi við lög, en bæta má upplýsingagjöf til neytenda
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú fimm ákvarðanir í framhaldi af úttektum stofnunarinnar á verklagsreglum stærstu fjarskiptafyrirtækja hér á landi um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna um áskrifendur þeirra, sbr. ákvæði 42. gr. fjarskiptalaga. Um var að ræða úttektir hjá Fjarskiptum hf., Hringdu ehf., IP fjarskiptum ehf. (Tal), Nova ehf. og Símanum hf. Snýr ein ákvörðun að hverju fyrirtæki. Öll fjarskiptafyrirtækin stóðust úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Sýna niðurstöðurnar að þrátt fyrir minniháttar frávik í einstaka tilfellum eyða fjarskiptafyrirtækin þeim persónuupplýsingum sem felast í gögnum um fjarskiptaumferð í samræmi við kröfur fjarskiptalaga
30. desember 2014
Ný og breytt kvöð á Mílu um aðgengi allra notenda að almenna fjarskiptanetinu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun sinni nr. 40/2014 lagt nýja alþjónustukvöð á Mílu um að útvega notendum tengingu við almenna fjarskiptanetið. Gerðar eru umtalsverðar breytingar á þeirri alþjónustuskyldu sem hingað til hefur hvílt á Mílu, og þar áður Símanum, en kvöðin hefur verið nær óbreytt frá árinu 2005. Markmiðið með hinni nýju alþjónustukvöð er að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur um lagningu ljósleiðara til heimila í dreifbýli. Þetta er gert með því að útfæra nýja kostnaðarskiptingu í þeim tilvikum þar sem Míla kýs leggja nýjan ljósleiðara til heimila. Með alþjónustu í fjarskiptum er átt við tiltekna þætti sem skulu standa öllum notendum til boða á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra. Auk aðgangs að almenna fjarskiptanetinu eru t.d. talsímaþjónusta (heimasími), lágmarks gagnaflutningsþjónusta og útgáfa símaskrár og upplýsingaþjónustu um símanúmer meðal þeirra þjónustuþátta sem falla undir alþjónustu. Sumir þessara þátta eru leystir af markaðsaðilum á samkeppnisforsendum. Það á t.d. við um talsímaþjónustu og upplýsingaþjónustu um símanúmer, en kvaðir á ákveðin fyrirtæki um að veita þá þjónustu hafa verið aflagðar. Hins vegar telur PFS nauðsynlegt að viðhalda þeirri alþjónustukvöð að útvega notendum tengingu við almenna fjarskiptanetið og tryggja þannig aðgang allra landsmanna að lágmarks síma- og gagnaflutningsþjónustu.
30. desember 2014
Gleðilegt nýtt ár
Nánar
Starfsfólk Póst- og fjarskiptastofunar óskar öllum landsmönnum farsældar á nýju ári. Þökkum samstarf og samskipti á árinu sem liðið er.
23. desember 2014
PFS samþykkir gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur, með ákvörðun sinni nr. 41/2014, samþykkt gjaldskrá og skilmála Mílu ehf. fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatenginga, með tilteknum breytingum. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar ákvörðunar stofnunarinnar nr. 13/2014 frá því í júní sl. Með henni var Mílu heimilað að hefja veitingu nýrra tegunda bitastraumsþjónustu áður en PFS tæki endanlega ákvörðun um skilmála og verð. Þetta eru annars vegar þjónusta sem felst í aðgangi að lénum og tengiskilum vegna samtengingar fjarskiptafyrirtækja við xDSL og GPON kerfi Mílu vegna aðgangsleiðar 3. Hins vegar er um að ræða þjónustu sem felst í aðgangi að VDSL+ fyrirtækjaþjónustu í aðgangsleiðum 1 og 3.
23. desember 2014
PFS kallar eftir samráði um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14 skv. eldri tilmælum ESA). Þessi markaður var síðast greindur með ákvörðun PFS nr. 20/2007. Þá voru Síminn og Míla útnefnd sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á umræddum markaði. Viðeigandi kvaðir voru lagðar á félögin til að freista þess að leysa úr þeim samkeppnisvandamálum sem greind höfðu verið á umræddum markaði. Markaður fyrir stofnlínuhluta leigulína er mikilvægur markaður fyrir fjarskiptafyrirtæki þar sem hann nær yfir tengileiðir milli símstöðva og dreifingarstaða, þ.á.m. tengingar á milli landshluta, og geta þetta verið mjög öflugar tengingar. Heildsölumarkaður fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6) var greindur með ákvörðun PFS nr. 8/2014, en sá markaður nær yfir tengileiðir í aðgangsneti á milli símstöðva og endanotenda (heimila og fyrirtækja). Míla var útnefnt sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim markaði og viðeigandi kvaðir voru lagðar á félagið til að freista þess að leysa úr greindum samkeppnisvandamálum.
23. desember 2014
PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá og viðmiðunartilboð Mílu vegna Ethernetþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. (Míla) á heildsölugjaldskrá vegna Ethernetþjónustu á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína og kallar eftir samráði um niðurstöðu hennar. Jafnframt eru drög Mílu að viðmiðunartilboði um Ethernetþjónustu, ásamt viðaukum, lögð hér fram til samráðs við hagsmunaaðila. Í byrjun maí á þessu ári kynnti Míla nýja Ethernetþjónustu sem byggir á MPLS-TP tæknibúnaði Mílu. Með þessum búnaði getur Míla boðið pakkaskipta gagnaflutningsþjónustu sem byggir á Ethernet-tækni og hefur það umfram þá tækni sem Míla hefur hingað til notað (SDH) að hægt er að skilgreina meðal annars mismunandi forgangsröðun pakka, frátekna eða samnýtta bandvídd, forgangsröðun og VLAN-aðgreiningu. Míla er með þessu að auka fjölbreytni í þeirri þjónustu sem Míla veitir á þessum markaði.
23. desember 2014
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á gjaldskrám Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningum Mílu ehf. á heildsölugjaldskrám á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína og kallar eftir samráði um niðurstöðu þeirra. Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningar Mílu ehf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðunardrögum stofnunarinnar (sjá meðfylgjandi samráðsskjöl). Niðurstaða kostnaðargreiningar á stofnlínuhluta leigulína er að mánaðarverð á leigulínum lækkar, mesta lækkunin er á stærri samböndum. Lækkunin skýrist að mestu leyti af tækniþróun og lækkun kostnaðar. Þá hefur Míla einnig aukið fjölda gagnaflutningshraða sem í boði eru. Eins og áður þá skiptist gjaldskráin í mánaðargjöld (línugjald og km-gjald) og stofngjöld. Lagt er til að stofngjöldin séu samræmd (um 96 þús. kr.) fyrir alla gagnaflutningshraða í samræmi við endurskoðað mat á kostnaði vegna uppsetninga á samböndum. Við það hækka stofngjöldin á sumum samböndum meðan önnur haldast óbreytt. Rétt er að benda á að tekjur af stofngjöldum koma til frádráttar í útreikningum á mánaðargjöldum og því leiðir þessi hækkun stofngjalda til lækkunar á mánaðargjöldum fyrir viðkomandi þjónustur.