Fréttasafn
22. apríl 2015
Samráð um nýja tíðnistefnu fyrir háhraða farnetsþjónustu. M.a. breytingar á 700 MHz tíðnisviðinu.
Nánar
PFS birtir kallar eftir samráði um tíðnistefnu fyrir ákveðin tíðnisvið fyrir háhraðafarnetsþjónustu sem gilda skal frá 2015 til 2018.
17. apríl 2015
Varað við veikleika í Windows vefþjónum
Nánar
CERT-ÍS, netöryggissveit PFS hefur sent frá sér viðvörun vegna veikleika í Windows vefþjónum.
15. apríl 2015
PFS efnir til samráðs um verð og skilmála fyrir nýja bitastraumsþjónustu hjá Mílu
Nánar
Míla hefur óskað eftir heimild PFS fyrir fyrir breytingu á viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar nýja þjónustu, þ.e. ADSL+ og SHDSL+ tengingar á aðgangsleið 1.
1. apríl 2015
Kallað eftir samráði um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í farsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum, skv. tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 2008. PFS greindi viðkomandi markað fyrst á árinu 2006, síðan árið 2010 og þvínæst árið 2012. Er þetta því fjórða greining PFS á viðkomandi markaði.
31. mars 2015
Kallað eftir samráði um fyrirhugaða heildsöluverðskrá fyrir upphaf og lúkningu símtala í föstum talsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að greiningu á heildsölugjaldskrá fyrir upphaf og lúkningu símtala í föstum talsímanetum. Greiningin byggir á ákvörðun PFS nr. 36/2012 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir upphaf og lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaðir 2 og 3), sem birt var þann 14. desember 2012.
27. mars 2015
PFS samþykkir umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir árið 2015 að upphæð kr. kr.58.980.000. Skal framlagið greiðast með fyrirvara um heimild í fjárlögum. Um er að ræða framlag vegna talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og neyðarsímsvörunar sem Neyðarlínunni hefur verið gert skylt að veita.
24. mars 2015
Íslandspóstur hækkar verð á bréfum innan einkaréttar
Nánar
Íslandspóstur hefur tilkynnt PFS um verðhækkanir á bréfum innan einkaréttar. Hækkanirnar taka gildi þann 1. apríl nk. Bréf í A flokki: Hækkar úr 145 kr. í 153 kr. Bréf í B flokki: Hækkar úr 125 kr. í 132 kr. AM (A magnpóstur): Hækkar úr 107 kr. í 116 kr. BM (B magnpóstur): Hækkar úr 87 kr. í 96 kr.
9. mars 2015
Kallað eftir samráði um fyrirhugaða gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á gjaldskrá Mílu ehf. fyrir skammtímasambönd á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína og kallar eftir samráði um gjaldskrána. Skammtímatengingar hjá Mílu eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða skammtímatengingar vegna sjónvarps, t.d. sýningar af íþróttaleikjum og útsendingar vegna kosninga. Hins vegar er um að ræða skammtímatengingar fyrir farsíma þegar um er að ræða tímabundna aukna bandvíddarþörf t.d. vegna aðstæðna þegar fjöldi fólks safnast saman á litlu svæði. Sem dæmi má nefna útihátíðir, skátamót og hestamannamót.