Fréttasafn
7. mars 2007
Útboðsauglýsing -Útboð á tíðniheimild fyrir farsímakerfi á 450 MHz
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun mun með heimild í 9.gr., sbr. 11.gr. laga um fjarskipti nr 81/2003 gefa út tíðniheimild til starfrækslu farsímanets á núverandi NMT tíðnisviði, að undangenginni auglýsingu og vali milli umsækjenda sem byggt verður á skilmálum sem fram koma hér á eftir. Aðeins einum umsækjanda verður úthlutað tíðnum. Tíðniheimildin gildir fyrir allt landið og felur í sér eftirfarandi tíðnisvið: 452,9875 - 457,4875 MHz / 462,9875 – 467,4875 MHz (2 x 4,5 MHz) Afhenda skal umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar bæði á pappírs- og tölvutæku formi. Nánari upplýsingar og skilmála er að finna í útboðslýsingu – sjá neðar Einnig má fá útboðslýsingu á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. Hér fyrir neðan má sækja kort af Íslandi, sem sýnir kröfur um útbreiðslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland, sbr. kafla 1.3 í útboðslýsingu . Tilboðum skal skila á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, eigi síðar en mánudaginn 7. maí 2007 kl. 11:00. Verða tilboð þá opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda, sem þess óska. Lesin verða upp nöfn bjóðenda ásamt upplýsingum um skuldbindingar umfram lágmarkskröfur, sbr. viðauka 1 í útboðslýsingu. Útboðslýsing (PDF) Kort af Íslandi með útbreiðslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland (viðauki 2) (PDF) Samráð vegna útboðs – samantekt á svörum (PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pta.is
2. mars 2007
PFS hefur sent til ESA drög að ákvörðun um markað fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7), heildsölumarkað fyrir lúkningahluta leigulína (markaður 13) og heildsölumarkað fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14)
Nánar
Póst og fjarskiptastofnun (PFS) hefur sent til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á markaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7), heildsölumarkað fyrir lúkningahluta leigulína (markaður 13) og heildsölumarkað fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14). PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn sé með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum þremur mörkuðunum 7, 13 og 14 og hyggst útnefna Símann með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim.PFS hyggst leggja eftirfarandi kvaðir á Símann á markaði 7, 13 og 14:• Kvöð um að verða við eðlilegum beiðnum um aðgang að leigulínum. • Kvöð um jafnræði.• Kvöð um gagnsæi og birtingu viðmiðunartilboðs. • Kvöð um bókhaldslegan aðskilnað.• Kvöð um eftirlit með gjaldskrá. Drög að ákvörðun um markað 7, 13 og 14 er send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Sjá alla fréttina ásamt tilheyrandi skjölum.
21. febrúar 2007
Reglur um CE-merkingar á fjarskiptabúnaði að fullu innleiddar hér á landi
Nánar
Þann 24. janúar setti samgönguráðherra reglugerð nr. 90/2007, um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra. Reglugerðin öðlaðist gildi frá og með birtingu hennar 12. febrúar 2007. Þar með hefur svokölluð R&TTE tilskipun Evrópusambandins nr. 99/5/EB að fullu verið innleidd hér á landi. Með gildistöku reglugerðarinnar er óheimilt er að setja á markað önnur fjarskiptatæki en þau sem bera CE-merkingu. Innflutningur til eigin nota fellur þar undir um leið og fjarskiptatæki kemur inn á Evrópska efnahagssvæðið. Öll fjarskiptatæki á Íslandi verða að vera CE-merkt. Tæki, sem ekki eru CE-merkt, eru ólögleg hér á landi. Áður en fjárfest er í fjarskiptatækjum til notkunar hér á landi skal því hafa eftirfarandi í huga: Öll fjarskiptatæki eiga að vera CE-merkt. Ef þau eru það ekki, eru þau ólögleg á Íslandi. CE-merkið skal vera greinilegt á umbúðum og á tækjunum. Að auki skal tækið vera merkt með framleiðslunúmeri. Ofangreint á við, hvort heldur tækin eru keypt á Íslandi, erlendis eða koma til landsins sem gjöf, t.d. frá ættingjum. Ofangreint á einnig við ef tækin eru keypt á Netinu. Athuga þarf hvort hvort afla þurfi tilskilinna leyfa til að nota tækið á Íslandi. Reglugerð nr 90/2007 um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra. Frekari upplýsingar um kaup á fjarskiptatækjum
14. febrúar 2007
Framlengdur umsagnarfrestur vegna tíðniheimildar á 450 MHz tíðnisviðinu
Nánar
Hinn 31. janúar 2007 birti Póst- og fjarskiptastofnun helstu þætti í væntanlegu útboði á 450 MHz tíðnisviðinu fyrir langdrægt stafrænt farsímakerfi. Hagsmunaaðilum var boðið að senda inn umsagnir, athugasemdir og ábendingar fyrir kl 12:00 miðvikudaginn 14. febrúar 2007. Ákveðið hefur verið að framlengja frestinn til kl 12:00 föstudaginn 23. febrúar 2007. Sjá frétt og samráðsskjal frá 31. janúar 2007
8. febrúar 2007
Ný könnun meðal netfyrirtækja á gagnaflutningi á Netinu frá útlöndum
Nánar
Í desember og janúar sl. var gerð fyrir Póst- og fjarskiptastofnun könnun meðal netfyrirtækja á gagnaflutningi á Netinu frá útlöndum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði könnunina meðal 41 fyrirtækis sem veita internetþjónustu.Kannað var með hvaða hætti fyrirtækin gera viðskiptavinum sínum ljóst hvenær þeir eru að greiða fyrir gagnaflutning erlendis frá. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að: Fjórðungur þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á gagnaflutning erlendis frá taka ekki gjald fyrir þá þjónustu. Fáir áskrifendur þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni hafa óskað eftir upplýsingum um hvenær þeir hlaða niður gögnum erlendis frá. Áskriftarleiðir eru margar og flóknar og getur reynst erfitt fyrir neytendur að velja þá leið sem þeim hentar. Skýrsluna má nálgast í heild hér fyrir neðan. Gagnaflutningur á Netinu frá útlöndum, könnun meðal fyrirtækja sem veita internetþjónustu (PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell@pta.is
6. febrúar 2007
Skyldur um aðgang að farsímaneti og þjónustu á heildsölustigi lagðar á Símann
Nánar
Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um útnefningu Símans með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á markaði fyrir aðgang og upphaf símtala í almennum farsímanetum Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú lokið greiningu á heildsölumarkaði fyrir aðgang og upphaf símtala annars vegar í GSM farsímanet og hins vegar í NMT farsímanet. Á grundvelli niðurstaðna úr markaðsgreiningunni hefur PFS ákveðið að útnefna Símann með umtalsverðan markaðsstyrk á báðum mörkuðum. Það er jafnframt niðurstaða PFS að Vodafone sé ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á farsímamarkaði skv. eldri fjarskiptalögum nr. 107/1999. PFS hefur ákveðið að leggja á Símann skyldu til að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um aðgang að GSM farsímaneti og þjónustu á heildsölustigi, m.a.um: innanlands reiki samnýtingu eða samhýsingu aðgang til endursölu sýndarnetsaðgang. Jafnframt eru lagðar á GSM farsímanet Símans kvaðir um jafnræði, gagnsæi, bókhaldslegan aðskilnað og eftirlit með gjaldskrá. Símanum er gert skylt að birta viðmiðunartilboð fyrir aðgang að GSM farsímaneti sínu og þjónustu þar sem fram koma aðgangsverð fyrir endursölu, sýndarnet og innanlands reiki. PFS hefur ákveðið að leggja á Símann skyldu til að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um aðgang til endursölu að NMT farsímaneti og þjónustu. Jafnframt eru lagðar á NMT farsímanet Símans kvaðir um jafnræði, gagnsæi og eftirlit með gjaldskrá. Markmið fjarskiptalöggjafarinnar og Póst- og fjarskiptastofnunar með markaðsgreiningunni er að greina stöðu samkeppni á fjarskiptamarkaði og leggja á viðeigandi kvaðir til að efla samkeppi, sé hún ekki talin vera nægjanlega virk, eins og sú niðurstaða sem nú liggur fyrir gefur til kynna. Það er von stofnunarinnar að með þessu mikilvæga skrefi muni samkeppni á farsímamarkaði eflast, neytendum til hagsbóta. Ákvörðun PFS ásamt viðaukum og fylgiskjölum Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í síma 510-1500. Tölvupóstur: hrafnkell@pta.is
2. febrúar 2007
Útboðsauglýsing - Útgáfa tíðniheimilda fyrir GSM 1800 farsímakerfi
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun mun með heimild í 9.gr., sbr. 11.gr. laga um fjarskipti nr 81/2003, veita tíðniheimildir til starfrækslu tveggja nýrra farsímaneta skv. viðurkenndum GSM stöðlum, að undangenginni auglýsingu og vali milli umsækjenda sem byggt verður á skilmálum sem fram koma hér á eftir. Allt að tveimur umsækjendum verður úthlutað tíðnum. Sérhver tíðniheimild gildir fyrir allt landið og mun fela í sér eitt eftirtalinna tveggja tíðnisviða, sem hvert um sig er samtals 2 x 7,4 MHz , alls 14,8 MHz: 1) 1751,1-1758,5 MHz / 1846,1-1853,5 MHz 2) 1758,7-1766,1 MHz / 1853,7-1861,1 MHz Afhenda skal umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar bæði á pappírs- og tölvutæku formi. Nánari upplýsingar og skilmála er að finna í útboðslýsingu – sjá neðar. Einnig má fá útboðslýsingu á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. Hér fyrir neðan má sækja Excel-skjal , sem reiknar út stigafjölda tilboða sem fall af útbreiðslu og hraða uppbyggingar, sem umsækjandi skuldbindur sig til að ná með tilboði sínu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Póst- og fjarskiptastofnunar, eigi síðar en þriðjudaginn 3. apríl 2007 kl 11:00. Verða tilboð þá opnuð að viðstöddum fulltrúum þeirra umsækjenda sem þess óska. Lesin verða upp nöfn umsækjenda ásamt tilboðsblaði með stigaútreikningi, sbr. viðauka 1 í útboðslýsingu. Útboðslýsing (PDF) Útreikningur stiga í útboðslýsingu (Excel skjal) Samráð vegna útboðs – samantekt á svörum (PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pta.is
31. janúar 2007
Útboð á tíðniheimild fyrir farsímakerfi á 450 MHz innan skamms
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun mun bjóða út tíðnisvið fyrir langdrægt stafrænt farsímakerfi sem þjóni landinu öllu og miðunum. Hinu nýja farsímakerfi er ætlað að taka við af núverandi NMT farsímakerfi, en starfrækslu þess verður hætt í árslok 2008. Aðeins einum bjóðenda verður úthlutað tíðnum. Tíðniheimildin mun gilda í 15 ár. Gert er ráð fyrir að tíðniheimild verði gefin út um mitt ár 2007. Haft verður samráð við hagsmunaaðila og hafa þeir frest til kl. 12, miðvikudaginn 14. febrúar 2007 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum. Samráðsgögnin má nálgast hér neðar. Samráð við hagsmunaaðila um útboð á 450 MHz tíðnisviðinu (PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur:hrafnkell@pta.is