Fréttasafn
26. maí 2008
Nýjar reglur um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur gefið út nýjar reglur um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta, nr. 450/2008. Reglurnar voru unnar í samráði við hagsmunaaðila og tóku gildi við birtingu í Stjórnartíðindum þann 19. maí sl. Reglur um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta, nr. 450/2008
16. maí 2008
PFS afturkallar tíðniréttindi fyrir fastasambönd til að greiða fyrir útbreiðslu þriðju kynslóðar farsíma
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að afturkalla tíðniréttindi fyrir fimm fastasambönd Mílu ehf. Með bréfi til Mílu ehf., þann 28. janúar sl., tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun að hún hefði í hyggju, m.a. með vísan í fyrri ákvörðun sína nr. 7/2007, að afturkalla tíðniheimildir fyrir tiltekin fastasamönd fyrirtækisins á 2 GHz svo ráðstafa mætti viðkomandi tíðnisviðum fyrir þriðju kynslóðar farsímaþjónustu. Skal notkun fastasambanda á þessum tíðnisviðum vera hætt eigi síðar en 1. desember 2008. Ennfremur skal notkun tíðna fyrir tvö tiltekin fastasambönd til viðbótar hætt 6 mánuðum frá því að Mílu ehf. berst tilkynning um það frá Póst- og fjarskiptastofnun. Í stað framangreindra tíðna mun Póst- og fjarskiptastofnun úthluta Mílu ehf. öðrum tíðnum til notkunar fyrir fastasambönd eftir því sem þörf krefur. Jafnframt hafnar PFS fyrirvara Mílu ehf. um bótaskyldu stofnunarinnar. Ákvörðun PFS nr. 10/2008 - Afturköllun tiltekinna tíðniréttinda Mílu ehf. fyrir fastasambönd á tíðnisviðum fyrir þriðju kynslóð farsíma (PDF)
16. maí 2008
Framlengdur samráðsfrestur um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun vinnur nú að stefnumótun um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins og kallar eftir samráði við hagsmunaaðila sbr.frétt hér á vefnum frá 5.5.2008. Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum til fimmtudagsins 5. júní 2008 kl. 12:00 Samráðsgögnin má nálgast hér neðar. Samráð við hagsmunaaðila um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins (PDF) Gögn sem vísað er til í samráðsskjalinu (PDF skjöl):a) ECC Report 82 COMPATIBILITY STUDY FOR UMTS OPERATING WITHIN THE GSM 900 AND GSM 1800 FREQUENCY BANDS, maí 2006 b) ECC Report 96 COMPATIBILITY BETWEEN UMTS 900/1800 AND SYSTEMS OPERATING IN ADJACENT BANDS, mars 2007 c) ECC Decision (06)13on the designation of the bands 880-915 MHz, 925-960 MHz, 1710-1785 MHz and 1805-1880 MH for terrestrial IMT-2000/UMTS systems, desember 2006 d) Commission Decisionon the harmonisation of the 900 MHz and 1800 MHz frequency bands for terrestrial systems capable of providing pan-European electronic communications services in the Community, lokadrög júní 2007. Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell(hjá)pfs.is
5. maí 2008
Nýr forstöðumaður tæknideildar PFS
Nánar
Þann 1. maí sl. tók Þorleifur Jónasson við starfi forstöðumanns tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar af Guðmundi Ólafssyni sem brátt lætur af störfum vegna aldurs.Þorleifur útskrifaðist sem fjarskiptatæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Árósum árið 1990. Hann hefur m.a. starfað hjá sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson og hjá Tali og Vodafone. Undanfarin ár hefur Þorleifur starfað við upplýsingatæknimál hjá Actavis Group og síðustu tvö ár gegndi hann starfi forstöðumanns upplýsingatæknisviðs samsteypunnar. Hlutverk og verkefni tæknideildar PFS
5. maí 2008
Framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins – Samráð við hagsmunaaðila
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun vinnur nú að stefnumótun um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins og kallar eftir samráði við hagsmunaaðila.Útbreiðslueiginleikar farsímakerfa eru m.a. háðir því tíðnisviði sem notað er. 900 MHz tíðnisviðið hefur einkum tvo kosti umfram önnur hærri tíðnisvið, sem notuð eru fyrir farsímakerfi, t.d. 2 GHz tíðnisviðið, sem nú er notað fyrir þriðju kynslóð farsíma, 3G:a) Meiri langdrægni og því hagkvæmara í strjálbýli.b) Betri útbreiðsla í stórum byggingum, sem nýtist einkum í þéttbýli. Notkun 900 MHz tíðnisviðsins fyrir farsíma er nú takmarkað við GSM þjónustu, en ákveðið hefur verið að nýta þetta tíðnisvið einnig fyrir 3G þjónustu. Auk þeirra sem veita 3G þjónustu má ætla að önnur fyrirtæki á farsímamarkaði hafi einnig áhuga á að nýta þetta tíðnisvið. Póst- og fjarskiptastofnun hefur því ákveðið að flýta stefnumótun og taka ákvörðun um framtíðarnýtingu GSM 900 tíðnisviðsins á Íslandi. Þar sem miklir hagsmunir eru í húfi og mörg sjónarmið kunna að vera um hver sé skynsamlegasta og hagkvæmasta niðurstaðan, hefur stofnunin tekið saman ýmsa þætti varðandi GSM 900 tíðnisviðið, sem hún telur að skipti máli við ákvörðun um framtíðarskipan þess. Hagsmunaaðilar hafa frest til kl. 12, þriðjudaginn 27. maí 2008 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum. Samráðsgögnin má nálgast hér neðar. Samráð við hagsmunaaðila um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins (PDF) Gögn sem vísað er til í samráðsskjalinu (PDF skjöl):a) ECC Report 82 COMPATIBILITY STUDY FOR UMTS OPERATING WITHIN THE GSM 900 AND GSM 1800 FREQUENCY BANDS, maí 2006 b) ECC Report 96 COMPATIBILITY BETWEEN UMTS 900/1800 AND SYSTEMS OPERATING IN ADJACENT BANDS, mars 2007 c) ECC Decision (06)13on the designation of the bands 880-915 MHz, 925-960 MHz, 1710-1785 MHz and 1805-1880 MH for terrestrial IMT-2000/UMTS systems, desember 2006 d) Commission Decisionon the harmonisation of the 900 MHz and 1800 MHz frequency bands for terrestrial systems capable of providing pan-European electronic communications services in the Community, lokadrög júní 2007. Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell(hjá)pfs.is
29. apríl 2008
Dreifing fjölpósts og fríblaða
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur undanfarna mánuði staðið fyrir vinnu starfshóps með það að markmiði að ná samkomulagi meðal hagsmunaðila þar sem neytendum yrði tryggður réttur til að afþakka fjölpóst og/eða fríblöð. Drög að samkomulagi gengu út frá að óumbeðnar sendingar yrðu settar í tvo flokka, annars vegar fjölpóst og hins vegar fríblöð. Neytendur gætu síðan hafnað öðrum hvorum flokknum eða báðum. Þrátt fyrir að allir aðilar lýstu yfir áhuga á að finna lausn á þessu mikilvæga neytendamáli hefur ekki tekist að ná samkomulagi um samræmt verklag um meðferð fjölpósts sem dreift er í fríblöðum. Póst- og fjarskiptastofnun hefur því tilkynnt þeim hagsmunaðilum sem komu að þessari vinnu að störfum starfshópsins sé hér með lokið enda ekki lengur grundvöllur fyrir "samkomulagsleið". Póst- og fjarskiptastofnun mun í framhaldi af þessari niðurstöðu skrifa bréf til samgönguráðherra þar sem farið verður yfir vinnu starfshópsins og þær leiðir sem til greina gætu komið hér á landi til að tryggja betur en nú er gert rétt neytenda til að afþakka fjölpóst og/eða fríblöð.
23. apríl 2008
Yfirlýsing vegna útboðs Fjarskiptasjóðs á uppbyggingu háhraðatenginga í dreifbýli
Nánar
Ríkiskaup, fyrir hönd Fjarskiptasjóðs, hafa óskað eftir tilboðum í uppbyggingu háhraðanettenginga – sjá útboð nr. 14121: Háhraðanettengingar á www.rikiskaup.is Verkefnið felur í sér stuðning vegna viðbótarkostnaðar við uppbyggingu á háhraðanettengingum á skilgreindum stöðum, þ.e. lögheimilum með heilsársbúsetu og fyrirtækjum með starfsemi allt árið þar sem háhraðanettengingar eru hvorki í boði né fyrirhugaðar á markaðslegum forsendum. Í yfirlýsingu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að stofnunin muni gefa út tíðniheimild til sigurvegara útboðsins, ef hann hefur ekki tíðniheimild fyrir öllu eða hluta þess tíðnisviðs, sem tilboð hans byggist á, að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Yfirlýsing Póst- og fjarskiptastofnunar (PDF)
18. apríl 2008
Síminn hf. útnefndur með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú lokið greiningu á markaði 12, heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang. Á grundvelli niðurstöðu úr markaðsgreiningunni hefur PFS ákveðið að útnefna Símann hf. með umtalsverðan markaðsstyrk á markaðinum. Með heimild í 28. gr. fjarskiptalaga leggur PFS kvöð á Símann hf. um að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum fjarskiptafyrirtækja um opinn aðgang að sérstakri netaðstöðu á koparheimtaugum á heildsölustigi. Netaðstaðan sem hér um ræðir er aðgangur að bitastraumi sem fer um efri tíðnihlutann á koparheimtaugum í þeim tilgangi að gera öðrum fjarskiptafyrirtækjum kleift að veita notendum sínum aðgang að ýmis konar bandbreiðri þjónustu. Jafnframt leggur stofnunin kvaðir á Símann hf. um jafnræði, gagnsæi, bókhaldslegan aðskilnað og eftirlit með gjaldskrá. Markmið fjarskiptalöggjafarinnar og Póst- og fjarskiptastofnunar með markaðsgreiningunni er að greina stöðu samkeppni á fjarskiptamarkaði og leggja á viðeigandi kvaðir til að efla samkeppi, sé hún ekki talin vera nægjanlega virk, eins og sú niðurstaða sem nú liggur fyrir gefur til kynna. Ákvörðun PFS nr. 8/2008 (PDF) Viðauki A - Greining á markaði 12 (PDF) Viðauki B - Niðurstöður úr samráði (PDF) Viðauki C - Álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) (PDF)