Fréttasafn
16. nóvember 2009
Norrænar geislavarnastofnanir telja ekki þörf á að draga úr geislun frá farsímasendum
Nánar
Geislavarnir ríkisins birtu í dag frétt á vefsíðu sinni þar sem sagt er frá því að geislavarnastofnanir Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Íslands hafi sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi geislun á almenning frá fjarskiptamöstrum á almannafæri. Niðurstaða þeirra er að ekki hafi verið færð fyrir því gild vísindaleg rök að þessi geislun, eins og hún er nú í venjulegu umhverfi fólks, hafi skaðleg heilsufarsleg áhrif. Í fréttinni segir einnig að fækkun farsímamastra gæti aukið geislun á almenning þar sem farsímarnir valda mun meiri geislun á almenning en möstrin. Yrði farsímamöstrum fækkað þyrftu símarnir að senda út af auknu afli til að viðhalda tengingu, með hugsanlegri aukningu geislunar á notendur þeirra í kjölfarið. Sjá fréttina í heild á vef Geislavarna ríkisins
6. nóvember 2009
PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um viðmiðunartilboð Mílu og Símans fyrir leigulínur
Nánar
Með ákvörðun PFS nr. 20/2007 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7), heildsölumarkaði fyrir lúkningahluta leigulína (markaður 13) og heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14), frá 14. september 2007, og heimild í 29. gr. fjarskiptalaga, voru lagðar kvaðir á Mílu ehf. og Símann hf.(Ath. að um er að ræða markaði skv. eldri tilmælum ESA frá 2004) Meðal kvaða var kvöð um gagnsæi og að útbúa og birta opinberlega viðmiðunartilboð fyrir leigulínur. Síminn skyldi birta upplýsingar um gjaldskrá, tæknilega eiginleika og afgreiðsluskilmála varðandi smásölumarkað fyrir lágmarksframboð á leigulínum. Síminn og Míla skyldu útbúa og birta viðmiðunartilboð fyrir samtengingu leigulína og upplýsingar um aðgang að lúkningar- og stofnlínuhluta leigulína í heildsölu, þ.á.m. um gjaldskrá, tæknilega eiginleika og afgreiðsluskilmála. PFS hefur nú borist afrit af viðmiðunartilboðum Mílu og Símans fyrir leigulínur. Áður en PFS tekur afstöðu til þess hvort að þau viðmiðunartilboð sem nú hafa verið birt af hálfu félaganna uppfylla þær kvaðir sem koma fram í ofangreindri ákvörðun PFS nr. 20/2007, svo og hvort þau samrýmast ákvæðum fjarskiptalaga að öðru leyti, óskar stofnunin eftir afstöðu hagsmunaaðila til viðmiðunartilboðanna. Öll verð hafa verið afmáð þar sem um þau verður fjallað í sérstöku máli varðandi kostnaðargreiningu leigulínuverða sem nú er til meðferðar hjá stofnuninni og koma þau því ekki samráðs hér. Frestur til að senda inn umsagnir og athugasemdir er gefinn til 18. desember n.k. Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið oskar(hjá)pfs.is, en jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar. Samráðsskjöl: Viðmiðunartilboð Símans: Leigulínur - smásölumarkaður fyrir lágmarksframboð (markaður 7): Sjá vef Símans: http://www.siminn.is/fyrirtaeki/internet/verd/nanar/store466/item31549/ Lúkningarhluti leigulína (markaður 13): Viðmiðunartilboð um lúkningarhluta leigulína (PDF) Viðauki 1 - verðskrá (PDF) Viðauki 2 - tækniskilmálar (PDF) Viðauki 3 - þjónustustig (PDF) Stofnlínuhluti leigulína (markaður 14): Viðmiðunartilboð um IP/ATM-stofnlínur (PDF) Viðauki 1 - verðskrá (PDF) Viðauki 2 - tækniskilmálar (PDF) Viðauki 3 - þjónustustig (PDF) Viðmiðunartiboð Mílu: Viðmiðunartilboð fyrir leigulínur (PDF) Viðauki 1 - grunnþjónusta leigulína (PDF) Viðauki 2 - verðskrá (PDF) Viðauki 3 - tækniskilmálar leigulína (PDF) Viðauki 4 - listi yfir símstöðvar (PDF) Viðauki 5 - þjónusta leigulína (PDF) Viðauki 6 - hýsing (PDF)
5. nóvember 2009
Tölfræðiskýrsla um íslenskan fjarskiptamarkað á fyrri helmingi ársins 2009
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi áranna 2007 – 2009. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði. Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2009 (PDF) Sjá einnig: Eldri tölfræðiskýrslur PFS
29. október 2009
PFS framlengir frest vegna samráðs um markaðsgreiningu á markaði 7
Nánar
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að skila inn athugasemdum og umsögnum vegna frumdraga að markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. Frestur til að skila inn athugasemdum er framlengdur til og með 11. nóvember 2009. Sjá nánar í frétt hér á vefnum frá 5. okt. sl.
5. október 2009
PFS kallar eftir samráði um markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum
Nánar
PFS hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum, skv. tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá því í nóvember 2008. (Um er að ræða markað 16 skv. eldri tilmælum).Óskað er viðbragða fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér liggja fyrir sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað er í númer skjalsins og þá liði sem um ræðir. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 2. nóvember 2009. Nánari upplýsingar veita Guðmann Bragi Birgisson, netfang: gudmann(hjá)pfs.is og Óskar Hafliði Ragnarsson, netfang: oskarh(hjá)pfs.is PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni. Sjá samráðsskjal: Frumdrög að greiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. (Markaður 7) (PDF) Sjá nánar um markaðsgreiningu hér á vefnum.
29. september 2009
Úrskurðarnefnd staðfestir ákvarðanir PFS um rekstrargjald
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum staðfest endurákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í maí sl. um rekstrargjald á fyrirtækin Snerpu ehf., Hringiðuna ehf og Tölvun ehf. Jafnframt staðfestir nefndin í úrskurði sínum að tölvupóstsþjónusta og internetaðgangur teljist til stofns rekstargjalds. Sjá úrskurðinn í heild:Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2009 (PDF)
25. september 2009
Ákvörðun PFS: Alþjónustuskyldur Neyðarlínunnar framlengdar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur framlengt alþjónustuskyldur Neyðarlínunnar ohf. um aðgang að neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala. Útnefningin skal gilda á meðan Neyðarlínan ohf. er með samning við dómsmálaráðuneytið um rekstur vaktstöðvar samræmdrar neyðarsvörunar, sbr. 8. gr. laga um samræmda neyðarsvörun nr. 40/2008. Sjá ákvörðunina í heild: Ákvörðun PFS nr. 17/2009 um útnefningu fyrirtækis með skyldu til að veita alþjónustu vegna aðgangs að neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala (neyðarsvörun) á sviði talsímaþjónustu.
7. september 2009
PFS kallar eftir samráði: Útnefning Neyðarlínunnar ohf. með skyldu til að veita talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun er ábyrg fyrir eftirliti með fjarskiptamarkaðinum hér á landi í samræmi við lög um fjarskipti nr. 81/2003 og lög um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003. Eitt af verkefnum stofnunarinnar er að ákvarða umfang alþjónustu í fjarskiptum hér á landi og ákveða hvaða fjarskiptafyrirtæki skuli bera skylda til að veita alþjónustu hér á landi, sbr. VI. kafli fjarskiptalaga. Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa haft alþjónustuskyldur er Neyðarlínan ohf., sem hefur skyldu til að veita talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala. Rekstrarleyfi Neyðarlínunnar rennur út þann 6. október nk. Af því leiðir að nauðsynlegt er að útnefna aðila með skyldu til að veita talsímaþjónustu á svið neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala. Í samráðsskjalinu sem hér er birt er það skoðun PFS að núverandi skyldum Neyðarlínunnar ohf. verði viðhaldið. Hagsmunaðilum er hér með gefinn kostur á að koma að athugasemdum við fyrirhugaða útnefningu Neyðarlínunnar ohf. með skyldu til að veita alþjónustu vegna aðgangs að neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala (neyðarsvörun). Frestur til að koma að athugasemdum er til 21. september nk. Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir og/eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið fridrik(hjá)pfs.is, en jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar. Sjá Samráðsskjal (PDF)