Hoppa yfir valmynd

Netöryggisfundur 18. október

Netöryggisráðstefna Fjarskiptastofu á Hilton Nordica 18. október

18. október 2023     *****    Hilton Nordica    *****    08:30 - 12:00

Október er alþjóðlegur netöryggismánuður og af því tilefni býður Fjarskiptastofa til ráðstefnu um netöryggismál á Hilton Nordica þann 18. október nk. Dagskráin hefst með morgunhressingu kl. 8:30 og síðan tekur við einvala lið reynslumikilla sérfræðinga sem munu ræða netöryggismálin frá ýmsum sjónarhornum fram til hádegis.

Ráðstefnustjóri er Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi hjá LEX Lögmannsstofu

Dagskrá

08:30 - Skráning og morgunhressing

08:50 - Ávarp og setning ráðstefnunnar - Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Fjarskiptastofu
09:00 - Netöryggislöggjöf á Íslandi og innlit í NIS-2 
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu
09:25 - Tvíhliðaheimur netöryggis
Arnaldur Axfjörð verkefnastjóri öryggismála hjá Landlækni
09:50 - Hvernig stuðla CERT-IS og stafrænt öryggi að bættu netöryggi?
Bjarki Þór Sigvarðsson fagstjóri hjá CERT-IS og 
Sigrún Lilja Sigmarsdóttir fagstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu

10:20 - Kaffihlé og spjall

10:35 - Ljósin slokkna á Suðurlandsbraut. Reynslusaga öryggisstjóra
Ingigerður Guðmundsdóttir, öryggisstjóri hjá Sýn
11:05 -Netöryggi og innleiðing NIS2, hvað eru nágrannalöndin að gera?
Petter Glenstrup - framkvæmdastjóri tæknisviðs Norðurlandana hjá Arctic Wolf
11:30 - Bergur Ebbi lögfræðingur og samfélagsrýnir slær botninn í ráðstefnuna með samantekt eins og honum einum er lagið.

12:00 - Dagskrárlok

Munið að huga að umhverfinu - Nýtum vistvæna ferðamáta til og frá ráðstefnustað eftir fremsta megni