Fréttasafn
31. október 2013
Ákvörðun PFS um lækkun lúkningarverðs bætir hag neytenda á farsímamarkaði
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 25/2013 varðandi verðsamanburð á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7). Mælt er fyrir um að niðurstaða verðsamanburðarins skuli verða grundvöllur hámarks lúkningarverðs Símans, Vodafone, Nova, IMC og Tals á árinu 2014, í stað kostnaðargreiningar Símans sem PFS samþykkti árið 2010. Þau verð sem umrædd kostnaðargreining Símans leiddi í ljós, 4. kr./mín, skulu gilda út árið 2013. Samkvæmt framangreindum verðsamanburði skal hámarksverðið lækka í 1,64 kr./mín um næstu áramót.
31. október 2013
PFS kveður á um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans á heildsölumörkuðum talsíma
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 24/2013 um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans um endursöluaðgang að talsímaneti og um samtengingu talsímaneta. Ákvörðun PFS er tekin í kjölfar innanlandssamráðs og samráðs við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Ákvörðunin sækir stoð sína í ákvarðanir PFS nr. 8/2013 (markaður 1) og nr. 36/2012 (markaðir 2 og 3). Þar var sú kvöð m.a. lögð á Símann að birta viðmiðunartilboð um heildsöluaðgang að talsímaneti sínu. Ný viðmiðunartilboð eða breytingar á fyrri tilboðum tækju ekki gildi fyrr en með samþykki PFS, auk þess sem stofnunin gæti að eigin frumkvæði mælt fyrir um breytingar á viðmiðunartilboðum.
4. október 2013
PFS kallar eftir samráði um nýtingu 2,6 GHz tíðnisviðsins
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um nýtingu á 2,6 GHz tíðnisviðinu (2.500 – 2.690 MHz). Um er að ræða 23 rásir sem hver er með 8 MHz bandbreidd, eða samtals 184 MHz. Þetta tíðnisvið er í dag fyrst og fremst nýtt fyrir MMDS sjónvarpsþjónustu af hálfu Fjarskipta hf. (Vodafone), en auk þess hafa Ríkisútvarpið ohf. og Kristniboðskirkjan hf. (Omega) heimild til að nýta lítinn hluta tíðnisviðsins. Gildistími allra þessara tíðniheimilda er hinn sami og renna þær út þann 27. júní 2014.
27. september 2013
Samráð við ESA um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans á heildsölumörkuðum talsíma
Nánar
Þann 26. september 2013 sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um breytingar á viðmiðunartilboðum Símans um endursöluaðgang að talsímaneti og um samtengingu talsímaneta (markaðir 2 og 3) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Ákvörðunardrögin sækja stoð sína í ákvörðun PFS nr. 36/2012 á umræddum mörkuðum. Þar var sú kvöð m.a. lögð á Símann að birta viðmiðunartilboð um heildsöluaðgang að talsímaneti sínu
26. september 2013
Samráð við ESA um verðsamanburð vegna lúkningarverða á markaði 7 (lúkning símtala í farsímanetum)
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um verðsamanburð á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. PFS hyggst mæla fyrir um að niðurstaða verðsamanburðarins verði grundvöllur hámarks lúkningarverða Símans, Vodafone, Nova, IMC og Tals á árinu 2014, í stað kostnaðargreiningar Símans sem PFS samþykkti árið 2010.
20. september 2013
Ábúanda ber að framkvæma úrbætur vegna fjarskiptatruflunar frá rafmagnsgirðingu á eigin kostnað
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum nr. 1/2013, frá 14. september 2013, staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 7/2013 þess efnis að ábúanda (kæranda) á tiltekinni jörð á Vestfjörðum beri að fara að fyrirmælum Póst- og fjarskiptastofnunar um að framkvæma úrbætur á eigin kostnað til að fyrirbyggja fjarskiptatruflanir frá rafmagnsgirðingu sem er í hans eigu. Truflunin frá umræddri rafmagnsgirðingu hefur skaðleg áhrif á síma- og netsamband um jarðsímalínu sem liggur samhliða girðingunni um jörð kæranda.
11. september 2013
Úttekt PFS á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú lokið fyrsta áfanga við úttekt stofnunarinnar á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts. Um er að ræða fyrstu heildstæðu úttekt stofnunarinnar á bókhaldi fyrirtækisins, en áður hafa einstakir þættir þess komið til skoðunar og þá helst í tengslum við samþykki stofnunarinnar á gjaldskrá innan einkaréttar.
5. september 2013
PFS framlengir samráðsfrest vegna gjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja samráðsfrest vegna gjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum. Athugasemdir hagsmunaaðila skulu berast stofnuninni á netfangið hulda(hjá)pfs.is, eigi síðar en mánudaginn 9. september n.k. Ekki verður unnt að veita frekari frest til að koma með athugasemdir.