Fréttasafn
6. janúar 2017
Vodafone og Nova standast úttekt á öryggi fjarskiptaumferðarupplýsinga.
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið niðurstöður úr úttekt sem stofnunin lét gera í lok nýliðins árs á meðferð og öryggi fjarskiptaumferðarupplýsinga hjá Vodafone og Nova. Áður hafa verið gerðar úttektir á gagnagrunni Símans og verklagsreglum fjarskiptafélaganna um meðferð og eyðingu fjarskiptaumferðarupplýsinga.
6. janúar 2017
Framlengdur skilafrestur í samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir bitastraumsþjónustu
Nánar
Þann 14. desember sl. kallaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir samráði við hagsmunaaðila um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir bitastraumsþjónustu.
5. janúar 2017
Breyting á númerareglum til að hægt sé að úthluta númerum fyrir bein samskipti milli tækja og hluta
Nánar
Bein samskipti milli tækja (e. M2M eða tæki í tæki) fara nú hratt vaxandi og verið er að aðlaga regluverk um fjarskipti að þeim breytingum.
5. janúar 2017
Samráð við ESA um skilmála viðmiðunartilboðs um aðgang að leigulínum
Nánar
Þann 16. ágúst sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um skilmála viðmiðunartilboðs Mílu um aðgang að leigulínum í heildsölu. Engar athugasemdir bárust frá markaðsaðilum.
4. janúar 2017
Kröfu um að myndsímatúlkun falli undir alþjónustu hafnað
Nánar
Með ákvörðun sinni nr. 20/2016 hefur Póst- og fjarskiptastofnun hafnað kröfu Félags heyrnarlausra um að myndsímatúlkun falli undir alþjónustu og ætti því að vera fjármögnuð úr jöfnunarsjóði alþjónustu.
30. desember 2016
Gleðilegt nýtt ár!
Nánar
Starfsfólk Póst- og fjarskiptastofnunar óskar landsmönnum öllum gleði og farsældar á nýju ári. Þökkum samskipti og samstarf á árinu 2016.
29. desember 2016
Ný gagnvirk vefkort sýna mælingar á gæðum fjarskiptamerkja á vegum landsins
Nánar
Póst og fjarskiptastofnun (PFS) hefur framkvæmt mælingar á fjarskiptasambandi á helstu vegum í vegakerfinu á Íslandi. Verkefnið var framkvæmt að ósk Fjarskiptasjóðs og fór þannig fram að starfsemenn PFS óku eftir þeim vegum sem mældir voru með tilheyrandi mælitæki.
29. desember 2016
Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Vodafone gegn PFS
Nánar
Fimmtudaginn 22. desember sl. birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt í máli Vodafone gegn PFS vegna smáskilaboðaþjónustu félagsins á vefsvæði þess. Málið á rætur sínar að rekja til öryggisatviks er varð á vefsvæði Vodafone í nóvember 2013 þegar bortist var inn á vefsvæði félagsins, gögnum viðskiptavina þess stolið og þau birt á internetinu.