Fréttasafn
23. desember 2016
Gleðileg jól
Nánar
Starfsfólk Póst- og fjarskiptastofnunar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
23. desember 2016
Tvær nýjar ákvarðanir í kjölfar greininga á mörkuðum fyrir talsímaþjónustu.
Nánar
Um er að ræða útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum, markaður nr. 1/2016 og eina ákvörðun með markaðsgreiningu á smásölumarkaði fyrir aðgang að fasta almenna talsímanetinu (markaður 1/2008) og heildsölumarkaði fyrir upphaf símtala í fasta almenna talsímanetinu (markaður 2/2008).
19. desember 2016
Ísland í 2. sæti á heimsvísu í upplýsingatækni og fjarskiptum skv. skýrslu Alþjóðafjarskiptasambandsins.
Nánar
Alþjóðafjarskiptasambandið hefur gefið út árlega skýrslu sína um stöðu og þróun upplýsingasamfélagsins í ríkjum heimsins.
14. desember 2016
Kallað eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir bitastraumsþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á bitastraumsþjónustu fyrirtækisins. Þær vörur sem umrædd greining Mílu fjallar um tilheyra heildsölumarkaði fyrir bitastraumsaðgang sem er markaður nr. 5 samkvæmt tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2008.
13. desember 2016
Skýrsla PFS um Jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2015
Nánar
Út er komin skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2015.
9. desember 2016
Fjarskiptasjóður opnar fyrir umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017
Nánar
Fjarskiptasjóður hefur birt frétt á vef sínum þar sem opnað er fyrir umsóknir vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Mikil áhersla er lögð á hagkvæma samlegð með öðrum mögulegum veituframkvæmdum og nýtingu fyrirliggjandi innviða.
8. desember 2016
Yfirlit PFS yfir bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts vegna ársins 2015
Nánar
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur afhent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar vegna rekstrarársins 2015. Þetta er gert í samræmi við ákvæði 18. gr. laga nr. 19/2002 um póstþjónustu og reglugerðar nr. 313/2005 um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda.
7. desember 2016
Samráð um skilmála viðmiðunartilboðs Mílu fyrir bitastraumsaðgang
Nánar
Þann 9. júní sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um drög Mílu að skilmálum uppfærðs viðmiðunartilboðs um bitastraumsaðgang.