Fréttasafn
23. mars 2017
Samráð um helstu breytingar á drögum að skilmálum uppboðs á tíðniheimildum á 700, 800, 2100 og 2600 MHz tíðnisviðum.
Nánar
Þann 11. október 2016 birti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að skilmálum fyrirhugaðs uppboðs á nýtingu tíðna á 700 MHz, 2100 MHz og 2600 MHz tíðnisviðunum og óskaði eftir umsögnum um drögin.
20. mars 2017
Takmörkun á ábyrgð vegna fjarskiptatruflana
Nánar
Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp dóm þar sem staðfestur er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá árinu 2013 þar sem bónda á Vestfjörðum var gert skylt að að framkvæma úrbætur á eigin kostnað til að fyrirbyggja fjarskiptatruflanir sem rekja mátti til rafmagnsgirðingar á jörð hans.
16. mars 2017
Umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu samþykkt
Nánar
Um er að ræða framlag vegna talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og neyðarsímsvörunar sem Neyðarlínunni hefur verið gert skylt að veita
10. mars 2017
Niðurstaða samráðs um þróun sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta
Nánar
Þann 2. febrúar sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um þróun sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta hér á landi. Teknar hafa verið saman helstu niðurstöður úr samráðinu
6. mars 2017
Alþjónusta ekki án takmarkana
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 5/2016 um fjarskiptasamband ábúanda í Strandasýslu. Málið varðar réttinn til alþjónustu á sviði fjarskipta, en erindi barst PFS frá ábúanda í Strandasýslu á Vestfjörðum þar sem óskað var eftir svörum við því hvenær von væri á síma- og háhraðatengingu líkt og allir landsmenn ættu rétt á.
2. mars 2017
Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um synjun á aukatíðni fyrir Útvarp Sögu
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 15/2016 frá 25. október sl. þar sem synjað er beiðni Útvarps Sögu um aukatíðni til notkunar á höfuðborgarsvæðinu og áskilið að útvarpsstöðin hætti notkun sinni á tíðninni 102,1 MHz
1. mars 2017
Varað við vefveiðum. Farið varlega við að smella á hlekki í tölvupósti.
Nánar
Vefveiðar hefjast yfirleitt með tölvupósti sem virðist koma frá þekktu fyrirtæki og er oft illmögulegt að greina fölsunina. Í póstinum er hlekkur sem leiðir notandann áfram á falska vefsíðu þar sem reynt er að blekkja notandann til að slá inn persónuupplýsingar s.s. notendanafn, lykilorð eða greiðslukortaupplýsingar. Falskar vefsíður eru einnig oft á tíðum vel gerðar og nánast eins og raunverulegar skráningarsíður fyrirtækjanna.
15. febrúar 2017
Nýtt viðmiðunartilboð Mílu fyrir leigulínur í heildsölu tekur gildi þann 1. mars nk.
Nánar
Með ákvörðun sinni nr. 3/2017 hefur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) samþykkt að nýtt viðmiðunartilboð Mílu ehf. fyrir leigulínur í heildsölu taki gildi frá og með 1. mars nk.