Fréttasafn
22. júní 2017
Póst og fjarskiptastofnun hefur vísað frá umsókn Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu
Nánar
Í ákvörðuninni vísar stofnunin m.a. til þess að hún hafi með ákvörðun sinni nr. 29/2013 tekið formlega og efnislega afstöðu til álitamála varðandi umsókn Mílu þá um framlag úr jöfnunarsjóði.
22. júní 2017
Sjónvarpi ekki lengur dreift yfir örbylgju. Slökkt á örbylgjusendum á höfuðborgarsvæðinu í skrefum í júní og júlí
Nánar
Eingöngu er hér um að ræða sjónvarpsútsendingar fyrir örbylgjuloftnet. Þeir sem hafa séð Rúv+ eða Hringbraut í gegn um Digital Ísland myndlykil þurfa að gera ráðstafanir. Á vef Vodafone eru upplýsingar fyrir notendur.
21. júní 2017
Samráð um endurskoðun á alþjónustuskyldum Mílu um að útvega og viðhalda tengingum við almenna fjarskiptanetið
Nánar
Um næstu áramót fellur úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 4/2016 um útnefningu Mílu með alþjónustukvöð um að útvega og viðhalda tengingu við almenna fjarskiptanetið.
14. júní 2017
Reikigjöld falla niður innan EES-svæðisins frá 15. júní
Nánar
Frá og með fimmtudeginum 15. júní nk. munu sérstök gjöld á reiki innan EES-svæðisins falla niður. Eftir að sú breyting tekur gildi munu neytendur frá þeim löndum sem tilheyra svæðinu borga það sama fyrir símanotkun og gagnamagn á ferðalögum innan EES-svæðisins og þeir greiða heima.
8. júní 2017
Skrifstofa Póst- og fjarskiptastofnunar lokuð föstudaginn 9. júní frá kl. 11:00
Nánar
Skrifstofa Póst- og fjarskiptastofnunar verður lokuð föstudaginn 9. júní frá kl. 11:00.
1. júní 2017
Slökkt á örbylgjusendum fyrir sjónvarp á höfuðborgarsvæðinu í júní
Nánar
Vegna þróunar í fjarskiptum og aukinnar notkunar háhraðatækni var tíðniheimild Vodafone fyrir örbylgjusenda fyrir sjónvarp ekki framlengd frekar á síðasta ári.
30. maí 2017
PFS samþykkir gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur, eftir samráð við Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkt með ákvörðunum gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum, nr. 4/2008, 5/2008 og 6/2008. Þetta eru ákvörðun nr. 5/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir koparheimtaugar, ákvörðun nr. 6/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir bitastraumsaðgang og ákvörðun nr. 7/2017 -Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína.
29. maí 2017
Samráð við ESA um viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).