Fréttasafn
11. október 2017
Staðsetning bréfakassa í fjölbýlum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú átta hliðstæðar ákvarðanir sem varða staðsetningu bréfakassa í fjölbýlum.
26. september 2017
Samráð við ESA um heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
7. september 2017
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fallist á umsókn Mílu um afmörkun á alþjónustuskyldum félagsins
Nánar
Samkvæmt ákvörðun PFS nr. 4/2016 hvílir sú skylda á Mílu að veita tengingu við almenna fjarskiptanetið og nær kvöðin til landsins alls. Í ákvörðuninni er jafnframt að finna heimild fyrir PFS til að veita undanþágu frá landfræðilegri afmörkun kvaðarinnar gegn rökstuddri beiðni þar um.
22. ágúst 2017
Ársskýrsla netöryggissveitarinnar CERT-ÍS fyrir árið 2016 komin út
Nánar
Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS hefur sent frá sér skýrslu um starfsemi sína á árinu 2016. Í skýrslunni er farið yfir hlutverk, starfsumhverfi og helstu áherslur í starfi sveitarinnar á árinu.
18. ágúst 2017
Viðmið um landfræðilegt umfang alþjónustu í fjarskiptum – Niðurstaða samráðs
Nánar
Um næstu áramót fellur úr gildi ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 4/2016 um útnefningu Mílu ehf. (Míla) með alþjónustukvöð um að útvega og viðhalda tengingu við almenna fjarskiptanetið. Í ljósi þess að fleiri fyrirtæki og sveitarfélög eru farin að leggja aðgangsnet þarf m.a. að kanna hvort tilefni er til að aflétta þessari kvöð í tilteknum sveitarfélögum.
16. ágúst 2017
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir drög að breytingu á lögum varðandi alþjónustu í fjarskiptum
Nánar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt á vef sínum drög að breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, að því er varðar alþjónustu á sviði fjarskipta. Kallar ráðuneytið eftir umsögnum um drögin. Skilafrestur umsagnanna er til og með 28. ágúst nk.
11. ágúst 2017
Skýrsla PFS um jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árið 2016
Nánar
Út er komin skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um jöfnunarsjóð alþjónustu í fjarskiptum fyrir árið 2016.
10. ágúst 2017
Kallað eftir samráði um gjaldskrá fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum netum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú framkvæmt verðsamanburð til að ákvarða hámarksverð fyrir lúkningu símtala sem gilda skulu á árinu 2018. Verðsamanburðurinn byggir á ákvörðun PFS nr. 20/2015, um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum, og ákvörðun PFS nr. 22/2016, um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum.