Fréttasafn
27. júní 2019
Heimilt að krefja neytendur um endurgreiðslu á ónýttum afslætti umfram hámarksbinditíma viðskiptasamninga
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur úrskurðað í máli nr. 1/2019 þar sem felld er úr gildi ákvörðun PFS nr. 27/2018 varðandi tilboð Nova hf. á Apple TV tæki með ljósleiðara.
25. júní 2019
Ákvörðun PFS nr. 5/2018 felld úr gildi að hluta.
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur úrskurðað í máli nr. 2/2018 þar sem hluti ákvörðunar PFS nr. 5/2018 er felldur úr gildi.
24. júní 2019
Sýn (Vodafone) braut ekki gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga.
Nánar
Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 16/2019, kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Sýn (Vodafone) hafi ekki brotið gegn bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011. Ákvæðið leggur bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki.
4. júní 2019
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla PFS fyrir árið 2018 komin út
Nánar
Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út.
27. maí 2019
Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir alþjónustuframlag til handa Íslandspósti
Nánar
Með ákvörðun PFS nr. 14/2019 hefur stofnunin fallist á umsókn félagsins varðandi erlendar póstsendingar. Vísar stofnunin m.a. til þess að Íslandspósti sé skylt að sinna alþjóðlegum skuldbindingum Íslands vegna aðildar ríkisins að UPU, sem og til 6. gr. laga um póstþjónustu og rekstrarleyfis fyrirtækisins.
27. maí 2019
Samráð um viðmið til mats á því hvort að tap Mílu af alþjónustu feli í sér ósanngjarna byrði
Nánar
Í forsendum ákvörðunar PFS nr. 25/2018 „Umsókn Mílu ehf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu“ sem og í ákvörðunarorðum var upplýst að stofnunin myndi taka sérstaka ákvörðun um hvort að nettókostnaður Mílu væri ósanngjörn byrði í skilningi 1. mgr. 21. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003, en það er forsenda fyrir úthlutun alþjónustuframlags til félagsins.
24. maí 2019
Umsókn Íslandspósts um alþjónustuframlag vísað frá að hluta
Nánar
Með bréfi, dags. 30. október 2018, sótti Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) um framlag úr jöfnunarsjóði vegna ófjármagnaðs kostnaðar við alþjónustu á tímabilinu 2013 til 2017. Með ákvörðun PFS nr. 13/2019 hefur stofnunin nú vísað frá, að hluta, umsókn félagsins.
8. maí 2019
Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun nr. 12/2019 í kvörtunarmáli Sýnar hf. gegn Mílu ehf.
Nánar
Í desember 2017 viðhafði Kópavogsbær útboð fyrir uppbyggingu á ljósleiðaratenginum fyrir sveitarfélagið. Útboðið skiptist í nokkra hluta en fól í sér að Kópavogsbær myndi eignast eigið lokað burðarnet að sjö ára samningstíma liðnum. Þá var var kveðið á um heimild til samningsgerðar fyrir þjónustu við netin næstu 30 árin að samningstímanum loknum.