Fréttasafn
20. september 2019
PFS efnir til samráðs um samstarf um uppbyggingu og samnýtingu fjarskiptainnviða með áherslu á 5G
Nánar
Samráðsskjalið fjallar um þá samstarfs- og samnýtingarmöguleika sem til staðar eru samkvæmt gildandi fjarskiptalögum og verða áfram í nýju regluverki, auk þess að fjalla sérstaklega um þær nýju samstarfs- og samnýtingarheimildir sem hið nýja regluverk mun hafa upp á að bjóða.
20. september 2019
Samráð við ESA um heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrár fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum almennum talsímanetum.
6. september 2019
Ný tölfræðiskýrsla fyrir árið 2018 um fjarskiptanotkun á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum: 63-96% heimila geta tengst háhraðaneti
Nánar
5. september 2019 kom út skýrsla sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta.
2. september 2019
Staðlaráð Íslands og Háskólinn í Reykjavík standa fyrir ráðstefnu um hlutanetið - Internet of Things
Nánar
Árið 2018 voru um 8,6 milljarðar hluta tengdir internetinu. Árið 2024 er því spáð að þeir verði 22,3 milljarðar. Fjórða iðnbyltingin er runnin upp. Þann 6. september nk. standa Staðlaráð og HR fyrir ráðstefnu í húsakynnum HR
26. ágúst 2019
Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. á 2600 MHz tíðnisviðinu afturkölluð
Nánar
Í kjölfar uppboðs á tíðniheimildum til að veita farnetsþjónustu, sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hélt í maí 2017, fékk hollenska fjarskiptafyrirtækið Yellow Mobile B.V. úthlutaða tíðniheimild fyrir 2x10 MHz á 2600 MHz tíðnisviðinu. Ljóst er að nú, rúmum tveimur árum eftir að tíðniheimildinni var úthlutað, hefur Yellow ekki hafið nýtingu hennar og hefur heimildin því vrið afturkölluð.
21. ágúst 2019
Nýr heimur fjarskipta - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun efna til kynningarfundar
Nánar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti ásamt Póst- og fjarskiptastofnun efna til kynningarfundar um EECC kóðann sem er nýtt evrópskt fjarskipta-regluverk. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir og áfanga í uppbyggingu á 5G netum. Fundurinn er áhugaverður fyrir alla sem hafa áhuga á stöðu og framtíð fjarskipta á Íslandi og er öllum opinn.
9. ágúst 2019
PFS kallar eftir samráði um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum netum
Nánar
Í kjölfar verðsamanburðar hefur PFS birt drög að ákvörðun um heildsöluverð lúkningar í föstum talsímanetum og farsímanetum til samráðs.
22. júlí 2019
Leiðbeiningar um túlkun skilyrða fyrir skráningu fjarskiptafyrirtækja
Nánar
Samkvæmt fjarskiptalögum er fyrirtækjum sem hyggjast hefja fjarskiptaþjónustu eða starfrækslu almenns fjarskiptanets skylt að tilkynna um þá fyrirhuguðu starfsemi til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Við skráningu fyrirtækis í skrá PFS um starfandi fjarskiptafyrirtæki öðlast fyrirtækið réttindi og ber skyldur samkvæmt fjarskiptalögum.