Fréttasafn
13. desember 2019
Gjald á erlendar póstsendingar
Nánar
Með lögum nr. 23/2019 var sett inn ný heimild í lög um póstþjónustu til að setja sérstakt gjald á viðtakanda erlendar póstsendingar.
13. desember 2019
Yfirlit bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts fyrir árið 2018
Nánar
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur afhent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar vegna rekstrarársins 2018.
12. desember 2019
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 29/2019 um skyldu Íslandspósts ohf. til að veita alþjónustu um land allt.
Nánar
Með bréfi samgönguráðuneytisins þann 11. nóvember sl. var PFS falið, í samræmi við 1. mgr. 11. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019, að útnefna alþjónustuveitanda frá og með 1. janúar 2020. Vegna þess hversu skammur tími var til stefnu var það mat PFS að nauðsynlegt væri að taka bráðbirgðaákvörðun og er Íslandspósti falið að sinna þeirri þjónustu sem fellur undir alþjónustu sem og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands, enda enginn annar aðili sem gæti tekist á hendur þessar skuldbindingar með svo skömmum fyrirvara.
10. desember 2019
Endurskoðaðar leiðbeinandi reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála
Nánar
Þann 20. nóvember s.l. voru birtar í Stjórnartíðindum leiðbeinandi reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála nr. 1001/2019. Um er að ræða endurskoðun á reglum sama efnis nr. 265/2001.
4. desember 2019
Niðurstöður úr samráði um farnetsþjónustu og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða 2019-2025
Nánar
Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og eru birtar í samráði við hagsmunaðila.
29. nóvember 2019
Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptavinum Sjónvarps Símans að tengdu fjarskiptafyrirtæki
Nánar
Í ákvörðun PFS nr. 27/2019 kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ítrekað brot sitt gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga.
28. nóvember 2019
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla PFS fyrir fyrri hluta ársins 2019 komin út
Nánar
ATH - Skýrslan uppfærð 3.12.2019. Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út.
22. nóvember 2019
Kæru Póstmarkaðarins vísað frá
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur vísað frá kæru Póstmarkaðarins á ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 14/2019, með þeim rökum að fyrirtækið hefði ekki lögvarða hagsmuna að gæta við úrlausn málsins.