Fréttasafn
1. júní 2007
Fréttatilkynning frá Fjarskiptaeftirlitsstofnunum Evrópu
Nánar
Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu, ERG (European Regulatory Group) sem Póst- og fjarskiptastofnun er aðili að hefur sent frá sér fréttatilkynningu um alþjóðlegt reiki, næstu kynslóðar fjarskiptanet, lúkningu símtala og netsíma. Fréttatilkynning ERG (PDF)
25. maí 2007
Nordisk Mobil Ísland ehf úthlutað tíðniheimild fyrir langdrægt farsímakerfi á 450 MHz
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað Nordisk Mobil Ísland ehf tíðniheimild fyrir langdrægt, stafrænt farsímakerfi á 450 MHz tíðnisviðinu sem þjóna skal öllu landinu og miðunum. Tilboð NMÍ var eina tilboðið sem barst og hefur PFS yfirfarið það og sannreynt að það uppfyllir öll skilyrði í útboðslýsingu. Um er að ræða arftaka NMT farsímakerfisins og er gert ráð fyrir að fullri útbreiðslu verði náð 7. janúar 2009. Tíðniheimild Nordisk Mobil Ísland ehf Sjá nánar í frétt frá 7. maí 2007 um opnun tilboðs
24. maí 2007
Evrópuþingið samþykkir aðgerðir til að lækka farsímagjöld milli landa
Nánar
Evrópuþingið hefur samþykkt tillögur um reglur sem koma til með að lækka verð á alþjóðlegu reiki innan Evrópu. Kostnaður við símtöl í farsíma milli landa hefur hingað til verið hár og oft erfitt fyrir neytendur að fylgjast með verðlagningu á honum. Í þeim tillögum sem nú hafa verið samþykktar er gert ráð fyrir verðlagshömlum á smásöluverð fyrir farsímareiki. Farsímafélögunum verður gert kleift að bæta við heildsöluverð sín hæfilegri smásöluálagningu. Þessi smásöluálagning nær bæði til símtala úr og í síma í erlendu reiki. Hvað varðar móttekin símtöl þá kemur þetta verðþak til með að taka gildi á sama degi og hin nýja Evrópureglugerð tekur gildi. Verðþak á þau símtöl sem eru framkvæmd úr síma í reiki mun sjálfkrafa taka gildi í lok 2 mánaða aðlögunarferlis. Einnig er gert ráð fyrir að sett verði ákveðið þak á heildsöluverð sem farsímafyrirtækin leggja á hvert annað fyrir flutning á símtölum á erlendum netum. Þá er einnig tryggt að félögin geti endurheimt útlagðan kostnað með hæfilegri álagningu. Hvað varðar verðlagningu sem liggur undir viðkomandi heildsölu- og smásöluþaki þá hafa farsímafélögin fullt frelsi til að stunda samkeppni með því að bjóða ódýrari reikigjöld í formi þjónustutilboða til handa sínum viðskiptavinum. Í reglunum er einnig sagt til um gagnsæi reikigjalda fyrir viðskiptavini símafyrirtækjanna. Fyrirtækin verða skuldbundin til að leggja viðskiptavinum sínum til upplýsingar um viðeigandi reikigjöld þegar til áskriftar er stofnað og einnig með reglulegum upplýsingum um breytingar á gjaldskrám. Eftirlitsstofnanir viðkomandi landa verða jafnframt beðnar um að fylgjast náið með verðlagsþróun reikigjalda fyrir SMS og skilaboðaþjónustu sem byggjast á margmiðlun (MMS). Áður en reglurnar taka gildi þarf að leggja þær fyrir framkvæmdastjórn ESB og ríkisstjórnir landanna innan ESB. Íslenskir neytendur munu finna fyrir áhrifum tilskipunarinnar í símtölum milli landa innan ESB strax í sumar. Reglugerðin öðlast ekki gildi hér á landi fyrr en hún hefur fengið þá málsmeðferð sem gert er ráð fyrir í EES-samningnum og tekin upp í íslensk lög. Nánari upplýsingar: Upplýsingavefur ESB um alþjóðlegt reiki : http://ec.europa.eu/information_society/activities/roaming/index_en.htm Hagsmunasamtök rekstraraðila GSM símakerfa / GSM World Association http://www.roaming.gsmeurope.org http://www.gsmworld.com/gsmeurope/documents/positions/2005/gsme_coc_int_roaming.pdf http://www.gsmworld.com/roaming/gsminfo/index.shtml Upplýsingar á heimasíðum nokkurra eftirlitsstofnana : http://www.askcomreg.ie/mobile/International_Mobile_Roaming.153.LE.asp http://www.bakom.admin.ch/dienstleistungen/info/00542/01329/index.html?lang=en http://www.ofcom.org.uk/advice/roaming_update http://erg.eu.int
23. maí 2007
PFS birtir ákvörðun í kvörtunarmáli um óumbeðin fjarskipti
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðum í kvörtunarmáli um óumbeðin fjarskipti.Í nóvember áframsendi Persónuvernd kvörtun einstaklings til Póst- og fjarskiptastofnunar til úrlausnar. Lýtur kvörtunin að því að fjarskiptafyrirtækið IP-fjarskipti ehf., sem starfar undir merkjum Hive, hafi ítrekað hringt í símanúmer kvartanda, sem er bannmerkt í símaskrá, í þeim tilgangi að kynna vörur sínar og þjónustu. Í ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnunar segir:IP-fjarskipti ehf. braut gegn 5. mgr. 46. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 með því að hringja í bannmerkt símanúmer kvartanda í tengslum við beina markaðssetningu sína. Ákvörðun nr. 10/2007 í kvörtunarmáli um óumbeðin fjarskipti
16. maí 2007
PFS og SAFT í samstarf um aukna vitund um örugga netnotkun
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun og SAFT verkefnið hjá Heimili og skóla hafa gert með sér samstarfssamning um að vinna sameiginlega að aukinni vitund almennings um örugga netnotkun. Samningurinn var undirritaður af forstjóra PFS, Hrafnkeli V. Gíslasyni og Maríu Kristínu Gylfadóttur formanni Heimila og skóla. Megintilgangur samningsins er skipuleg viðleitni til að afla, skapa og varðveita þekkingu um Netið og netöryggi og miðla henni til netþjónustuaðila og almennings. Meðal sameiginlegra verkefna verður gerð leiðbeininga um góða starfshætti netþjónustuaðila og markviss vinna að því að samræma upplýsingar sem finnast á heimasíðu SAFT, www.saft.is og www.netoryggi.is ( upplýsingasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar um netöryggi fyrir almenning).Einnig er hafinn undirbúningur að uppsetningu hjálparlínu fyrir almenning um öryggi á Netinu í samstarfi SAFT, PFS og Barnaheilla. Um verður að ræða vefsíðu þar sem almenningur getur sent inn fyrirspurnir sem svarað verður með almennum hætti á vefsíðunni. Samstarfssamningur Póst- og fjarskiptastofnunar og Heimila og skóla (SAFT) (PDF)
16. maí 2007
Samráð vegna útnefningar alþjónustuveitanda
Nánar
Póst og fjarskiptastofnun hefur birt samráðsskjal vegna útnefningar fjarskiptafyrirtækis með alþjónustuskyldur.Alþjónusta snýst um möguleika allra notenda til að hafa aðgang að tiltekinni lágmarksþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum um fjarskipti, óháð því hvar þeir búa eða kringumstæðum að öðru leyti, t.d. fjárhagslegum. Núgildandi fyrirmæli um alþjónustu eru síðan 5. apríl 2005, þar sem Landssíminn hf. (nú Síminn hf.) var útnefndur sem alþjónustuveitandi. Að stofni til var um sömu kvaðir að ræða og lagðar voru á með rekstrarleyfi fyrirtækisins þann 30. júní 1998. Þessi fyrirmæli renna út þann 31. desember 2007. Fyrir þann tíma þarf að útnefna nýjan aðila á fjarskiptamarkaðinum hér á landi sem alþjónustuveitanda. Póst- og fjarskiptastofnun vill með þessu samráðsskjali fá fram sjónarmið notenda, markaðsaðila og annarra aðila sem telja sig hafa hagsmuna að gæta þannig að hægt verði að taka upplýsta ákvörðun um hvernig þessum málum verður best háttað í framtíðinni hér á landi. Frestur til að koma að athugasemdum við samráðsskjalið er til 18. júní n.k. Athugasemdir merktar "Alþjónusta - athugasemdir" skal senda til Póst- og fjarskiptaskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík eða í tölvupósti: fridrik@pta.is Samráðsskjal um útnefningu alþjónustuaðila (PDF)Viðauki A - Mat Póst- og fjarskiptastofnunar á áhrifum kvaðannaViðauki B - Lög og reglugerðirViðauki C - Yfirlit yfir spurningar Póst- og fjarskiptastofnunarFyrirmæli til Landsíma Íslands hf. um veitingu alþjónustu, dags 5. apríl 2005 (PDF)Núgildandi kröfur um almenningssímaNúgildandi kröfur um gæði alþjónustuGjöld fyrir alþjónustu (frétt á vef PFS, 3. júlí 2006)Gjöld fyrir alþjónustu (frétt á vef PFS, 24. ágúst 2005 Sjá einnig tölfræði hér á vefnum
14. maí 2007
PFS birtir drög að reglum um virkni fjarskiptaneta og vernd upplýsinga
Nánar
Á síðasta löggjafarþingi Alþingis voru samþykkt lög nr. 39/2007 um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Var tilgangur lagabreytinganna einkum að auka öryggi í fjarskiptum, auka neytendavernd og að styrkja ákvæði laganna er fjalla um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs. Meðal þess sem breytingarlögin kveða á um er að Póst- og fjarskiptastofnun skuli setja reglur annars vegar um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum og hins vegar um virkni almennra fjarskiptaneta, sbr. b.-lið 9. gr. þeirra. Er hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum gefinn kostur á því að koma athugasemdum við efni þessara reglna á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun. Frestur til að senda inn athugasemdir er til 5. júní nk. Senda skal athugasemdir merktar "Athugasemdir við reglur" með tölvupósti á pta@pta.is eða í pósti: Póst- og fjarskiptastofnun, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík. Hér fyrir neðan eru drög að fyrrnefndum reglum á pdf formi. Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta - Drög (PDF) Reglur um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum - Drög (PDF)
7. maí 2007
Eitt fyrirtæki býður í tíðniheimild fyrir farsímakerfi á 450 MHz
Nánar
Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í tíðniheimild til starfrækslu farsímanets á núverandi NMT tíðnisviði Eitt fyrirtæki lagði fram tilboð, Nordisk Mobil Ísland ehf Tilboðið var opnað að viðstöddum fulltrúum bjóðenda og fulltrúum fjölmiðla. Útboðið var auglýst 7. mars 2007. Tíðniheimildin gildir fyrir allt landið og felur í sér eftirfarandi tíðnisvið: 452,9875 - 457,4875 MHz / 462,9875 – 467,4875 MHz (2 x 4,5 MHz) Skuldbinding umsækjenda umfram lágmarkskröfur: Skuldbindingar umfram lágmarkskröfur N M Í Útbreiðsla: Útbreiðsla á landi, lágmark 90% 91 Útbreiðsla á sjó, lágmark 135.000 km2 140.000 Gagnaflutninghraði,: Samanlagt flatarmál svæða B (km2) 163.700 Samanlagt flatarmál svæða C (km2) 93.700 Samtals B og C (km2) 257.400 Opinn aðgangur á jafnræðisgrundvelli: Já / Nei Já Notendabúnaður á markaði Áætlaður fjöldi framleiðenda næstu 12 mán 15 Áætlaður fjöldi mismunandi tegunda notendabúnaðar næstu 12 mán > 100 Áfangar og uppbyggingahraði 1. júní 2008 fjöldi móðurstöðva utan þéttbýlis (lágmark 10) 50 Fullri útbreiðslu náð (dagsetning) (eigi síðar en 1. október 2008) 1. okt 2008 Allt tíðnisviðið í notkun (dagsetning) (eigi síðar en 1. febrúar 2009) 7. jan 2009 Full þjónusta (dagsetning) (eigi síðar en 1. mars 2009) 7. jan 2009 Póst- og fjarskiptastofnun mun yfirfara tilboðið og sannreyna hvort það uppfylli alla skilmála í úboðslýsingu. Sjá nánar: Útboðsauglýsing frá 7. mars 2007 Útboðslýsing (PDF) Fundargerð frá opnun tilboða 7. maí 2007 (PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell@pta.is