Fréttasafn
30. apríl 2007
Breyttur afgreiðslutími hjá Póst- og fjarskiptastofnun í sumar
Nánar
Frá 1. maí til 1. október verður afgreiðsla Póst- og fjarskiptastofnunar opin kl. 8 - 16 alla virka daga.
18. apríl 2007
Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir tvær stjórnunarstöður lausar til umsóknar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur auglýst tvær stjórnunarstöður lausar til umsóknar. Um er að ræða starf forstöðumanns nýrrar greiningardeildar hjá stofnuninni og starf forstöðumanns lögfræðideildar. Greiningardeild stuðlar að því að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði með ítarlegri markaðsgreiningu, tölfræðivinnslu, kostnaðargreiningu, markaðsrannsóknum og öðrum þáttum sem lúta að viðskiptalegum þáttum eftirlits á fjarskipta- og póstmarkaði. Starf deildarinnar mótast af alþjóðlegum kröfum og tekur breytingum í samræmi við öra markaðsþróun. Lögfræðideild stuðlar að því að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði með fjölbreyttum og krefjandi lögfræðilegum viðfangsefnum, samskiptum við stjórnvöld, hagsmunaaðila og alþjóðastofnanir. Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 7. maí nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Umsóknir og meðfylgjandi gögn sendist til STRÁ MRI, stra@stra.is Guðný Harðardóttir hjá STRÁ MRI veitir nánari upplýsingar. Viðtalstími er kl. 13 - 15 virka daga. Athugið að fyrirspurnum er eingöngu svarað hjá STRÁ MRI. Sjá nánar í auglýsingu (PDF)
18. apríl 2007
Breyting á fjarskiptalögum
Nánar
Þann 17. mars sl. samþykkti Alþingi lög nr. 39/2007um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 81/2003.Megintilgangurinn með þessari breytingu er að auka öryggi í fjarskiptum, auka neytendavernd og að styrkja ákvæði laganna er fjalla um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs. Breytingarnar byggjast á starfi starfshóps sem samgönguráðherra skipaði í maí 2005 til að fjalla um öryggi fjarskipta. Meðal þeirra ákvæða sem er að finna í nýju lögunum er: Ákvæði er mælir fyrir um skyldu fjarskiptafyrirtækja til að skjalfesta hvernig staðið er að net- og upplýsingaöryggi ásamt heimild eftirlitsaðila til að framkvæma öryggisúttektir. Bann við að komið sé fyrir hugbúnaði í endabúnaði notanda án samþykkis þeirra. Notendur almennrar tal- og farsímaþjónustu sem liðar í markaðssetningu virði bannmerkt símanúmer í símaskrám. Jafnframt er kveðið á um rétt viðtakanda til að fá vitneskju um hvaðan þær upplýsingar koma sem liggja úthringingu til grundvallar. Ákvæði laganna frá 2003 sem fjallar um óumbeðin fjarskipti tekur einnig til smáskilaboða (SMS) og að tekur ótvírætt til notkunar á farsíma við beina markaðssetningu þegar markpóstur er sendur með smáskilaboðum. Lög um fjarskipti nr. 81/2003 Lög nr. 39/2007 um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003
18. apríl 2007
Skýrsla um jöfnunarsjóð alþjónustu fyrir árin 2000 - 2005
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt skýrslu um framlag fjarskiptafyrirtækja í jöfnunarsjóð. Skýrslan nær yfir tímabilið 2000 til 2005. Einnig er birt úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu sjóðsins yfir sama tímabil. Skýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um jöfnunarsjóð - apríl 2007 (PDF) Úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu jöfnunarsjóðs (PDF)
3. apríl 2007
Fjögur fyrirtæki bjóða í tíðniheimildir fyrir tvö ný farsímakerfi
Nánar
Þriðjudaginn 3. apríl 2007 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í tíðniheimildir fyrir starfrækslu tveggja nýrra GSM 1800 farsímakerfa hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Tilboðin voru opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda og fulltrúum fjölmiðla. Útboðið var auglýst 2. febrúar 2007. Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð, tvö erlend og tvö íslensk:Amitelo AG (Sviss), BebbiCell AG (Sviss), Núll-Níu ehf og IP fjarskipti ehf. Allt að tveimur umsækjendum verður úthlutað tíðniheimildum. Sérhver tíðniheimild gildir fyrir allt landið og mun fela í sér eitt eftirtalinna tveggja tíðnisviða, sem hvert um sig er samtals 2 x 7,4 MHz , alls 14,8 MHz: 1) 1751,1-1758,5 MHz / 1846,1-1853,5 MHz 2) 1758,7-1766,1 MHz / 1853,7-1861,1 MHz Heildarstigafjöldi bjóðenda skv. tilboðum: Amitelo AG 127,5 stig BebbiCell AG 123,0 stig Núll-Níu ehf 118,0 stig IP fjarskipti ehf 97,5 stig Útreikningur stiga fyrir umsóknir Stigafjöldi umsóknar er reiknaður á þann veg að prósentutala útbreiðslu við hvorn áfanga fær mismunandi vægi þannig að því fyrr sem útbreiðslu er náð fást fleiri stig. Uppgefnar tölur um útbreiðslu og uppbyggingarhraða voru lesnar upp við opnun tilboða ásamt útreiknuðum stigum fyrir hvert tilboð. Sjá nánar: Útboðsauglýsing frá 2. febrúar 2007 Útboðslýsing (PDF) Fundargerð frá opnun tilboða 3.apríl 2007(PDF) Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell@pta.is
22. mars 2007
Breytingar um síðustu áramót á gjöldum til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir talstöðvar og tíðninotkun á landi og radíóstöðvar skipa og flugvéla
Nánar
Talsverð umræða hefur orðið í fjölmiðlum vegna breytinga á gjöldum til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir talstöðvar og tíðnir sem þær nota og um gjöld fyrir radíóstöðvar skipa og flugvéla.Í desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun þar sem m.a. voru gerðar grundvallarbreytingar á gjaldtöku stofnunarinnar. Lögin tóku gildi þann 1. janúar sl.. Með gildistöku þeirra eru gjöld sem áður voru ákveðin með gjaldskrá nú sérstaklega skilgreind með lögum. Vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum undanfarið vill stofnunin að eftirfarandi komi fram: Talstöðvanotkun á landi Fram að áramótum bar hverjum talstöðvareiganda að greiða árgjald sem skilgreint var í gjaldskrá stofnunarinnar. Á sama hátt bar eigendum endurvarpsstöðva að greiða árgjald af þeim búnaði. Ekki var tekið gjald vegna tíðniheimilda. Skv. lagabreytingunni er ekki lengur tekið gjald af eigendum talstöðva og endurvarpsstöðva heldur er eingöngu tekið árlegt gjald fyrir notkun á tíðnum. Það gjald greiðist af þeim aðilum sem hafa tíðniheimildirnar. Fyrir aðila sem hefur tíðniheimildir fyrir allt landið og veitir mörgum talstöðvaeigendum aðgang að þeim kemur þessi breyting þannig út að samanlögð gjöld sem greidd eru til Póst- og fjarskiptastofnunar lækka um allt að 80% frá 1. janúar 2007. Komið var til móts við þá aðila sem þurfa tíðniheimildir á afmörkuðum svæðum og eru með fáar talstöðvar. Í stað fullra gjalda fyrir tíðniheimildir sem gilda fyrir allt landið greiða þessir aðilar nú gjald sem er mun lægra, eða 20% af heimild fyrir allt landið. Einnig er gefinn kostur á að samnýta tíðnir með öðrum, með svokölluðum sítóni, og greiða menn þá aðeins einn fjórða af því gjaldi sem greitt er fyrir einkanot af tíðni. Gjöld til PFS fyrir notkun talstöðva á landi og tíðniheimilda fyrir þær, fyrir og eftir 1.janúar 2007: Fyrir 1. janúar 2007 Eftir 1.janúar 2007 Margir talstöðvaeigendur nota sömu tíðniheimild sem gildir fyrir allt landið Árlegt gjald fyrir hverja talstöð og endurvarpsstöð. Ekkert gjald fyrir tíðniheimildir. Eingöngu eitt gjald fyrir tíðniheimildir. Ekkert gjald fyrir talstöðvar og endurvarpsstöðvar. Aðilar með tíðniheimildir á afmörkuðum svæðum Árlegt gjald fyrir hverja talstöð og endurvarpsstöð. Ekkert gjald fyrir tíðniheimildir. Árlegt gjald fyrir tíðniheimildir sem nemur 20% af gjaldi fyrir allt landið. Ekkert gjald fyrir talstöðvar. Aðilar sem samnýta tíðnir með öðrum (Sítónn) Árlegt gjald fyrir hverja talstöð. Árlegt gjald fyrir afnot af tíðni, 25% af fullu gjaldi. Ekkert gjald fyrir talstöðvar. Skip og flugvélar Með lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2007 er gjaldtaka vegna tíðniheimilda til skipa og flugvéla nú lögbundin sérstaklega og skilgreind. Í 3. gr. laganna segir: Þeir aðilar sem fengið hafa heimild til að nota tíðnir til þráðlausra fjarskipta skulu greiða árlegt gjald til Póst- og fjarskiptastofnunar samkvæmt því sem hér segir: 1. Radíóstöðvar með skipa- og flugtíðnum. a. Með milli- og stuttbylgju (MF/HF) 6.400 kr. b. Án milli- og stuttbylgju (aðeins VHF) 4.100 kr. Árlegt gjald til PFS fyrir radíóstöðvar með skipa og flugtíðnum, fyrir og eftir 1. janúar 2007: Fyrir 1. janúar 2007 Eftir 1. janúar 2007 Með milli- og stuttbylgju (MF/HF)(Alþjóðleg fjarskipti) 4.000 kr. á ári (óbreytt frá árinu 2002) 6.400 kr. á ári Án milli- og stuttbylgju (aðeins VHF)(Fjarskipti innan íslenskrar lögsögu) 2.000 kr. á ári (óbreytt frá árinu 1997) 4.100 kr. á ári Í athugasemdum við frumvarpið um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, sem nú er orðið að lögum, segir m.a.: Skipulagning tíðninotkunar og almennt eftirlit með sendibúnaði af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar er nauðsynlegt til þess að hægt sé að starfrækja þráðlaus fjarskipti. Þessi þáttur í starfsemi stofnunarinnar miðar að því að tryggja öryggi þráðlausra fjarskipta og koma í veg fyrir truflanir. Þetta er þjónusta við þá sem nota ljósvakann til fjarskipta og því eðlilegt að þeir beri kostnað af þeirri umsýslu sem starfsemin kallar á. Það er hins vegar nokkrum vandkvæðum háð að sérgreina kostnað við þjónustu við einstaka gjaldendur. Því þykir eðlilegt í takt við þau viðhorf sem ríkja í dag varðandi gjaldtöku hins opinbera að gjöld þessi verði ákveðin með lögum. Tillaga að gjöldum fyrir tíðninotkun byggist á vandaðri greiningu sem gerð var á kostnaði við umsýslu Póst- og fjarskiptastofnunar vegna þráðlausra fjarskipta og felur í sér lækkun á heildargjaldtöku sem nemur rúmlega 18% miðað við núverandi aðstæður. Sjá frumvarpið í heild með athugasemdum á vef Alþingis: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003
12. mars 2007
Þrjú fyrirtæki bjóða í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma
Nánar
Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Tilboðin voru opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda og fulltrúum fjölmiðla. Útboðið var auglýst þann 28. desember 2006. Þrjú fyrirtæki lögðu fram tilboð: Nova ehf, Og fjarskipti ehf og Síminn hf. Útreikningur stiga fyrir umsóknirStigafjöldi umsóknar er reiknaður fyrir hvert svæði á þann veg að prósentutala útbreiðslu við hvern áfanga fær mismunandi vægi þannig að því fyrr sem útbreiðslu er náð fást fleiri stig.Uppgefnar tölur um útbreiðslu og uppbyggingarhraða voru lesnar upp við opnun tilboða ásamt útreiknuðum stigum fyrir hvert tilboð. Heildarstigafjöldi bjóðenda skv. tilboðum: Og fjarskipti ehf (Vodafone) 648,3 stig Síminn hf 726,9 stig Nova ehf 754,7 stig Sjá nánar: Útreikningur stiga (PDF) Lágmarkskröfur um útbreiðslu og hraða uppbyggingar:Lágmarkskrafa til hvers tíðnirétthafa er að IMT-2000 þjónusta nái til 60% íbúa sérhverra eftirfarandi svæða: a) Höfuðborgarsvæðis b) Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra c) Norðurlands eystra og Austurlands d) Suðurlands og Suðurnesja Til höfuðborgarsvæðisins telst Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur,Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður. Svæði b) til d) miðast við kjördæmaskiptingu 1. desember 2006. Við útreikning útbreiðslu er miðað við lögheimili manna. Lágmarkskröfur um áfanga og hraða uppbyggingar skulu vera skv. eftirfarandi töflu: Áfangar (Tími frá útgáfu tíðniheimildar) Lágmarkskrafa um útbreiðslu (Hlutfall íbúa sem stendur til boða IMT-2000 þjónusta) T1: 1 ár og 6 mánuðir 40% af íbúum landsins alls. Frjálst val um svæði. T2: 2 ár og 6 mánuðir 30% af íbúum sérhvers svæðis a), b), c) og d) T3: 4 ár 60% af íbúum sérhvers svæðis a), b), c) og d) T4: 5 ár og 6 mánuðir 60-75 % af samanlögðum íbúafjölda svæða b), c) og d). Ekki krafa, en þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á afslætti af tíðnigjöldum. Til að mæla útbreiðslu þjónustunnar við lok hvers áfanga, samkvæmt ofangreindri töflu, verður lögð til grundvallar búseta manna (skráð lögheimili) miðað við 1. desember fyrra árs samkvæmt íbúaskrá sem gefin er út af Þjóðskrá. Sjá nánar:Útboðsauglýsing frá 28. desember 2006ÚtboðslýsingFundargerð frá opnun tilboða 12. mars 2007 Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell@pta.is
12. mars 2007
Útboð í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma opnuð í dag
Nánar
Í dag, mánudaginn 12. mars kl 11:00, verða opnuð tilboð í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma hjá Póst- og fjarskiptastofnun Suðurlandsbraut 4, 2. hæð. Útboð á tíðniheimildum var auglýst þann 28. desember 2006. Fulltrúum þeirra fyrirtækja sem bjóða og fulltrúum fjölmiðla hefur verið boðið að vera við opnunina. Fréttatilkynning um niðurstöður tilboðsins verður birt eftir að tilboð hafa verið opnuð.