Fréttasafn
20. september 2007
Síminn fær framlengda tíðniheimild fyrir GSM farsímaþjónustu
Nánar
PFS hefur framlengt tímabundið heimild Símans hf. til notkunar á tíðnum fyrir GSM farsímaþjónustu. Tíðniheimildin var gefin út þann 18. september 2007 og gildir til 1. febrúar 2010.Frá og með útgáfudegi heimildarinnar fellur úr gildi eldri tíðniheimild Símans frá 30. júlí 1998, ásamt síðari breytingum. Heimild Símans hf. til notkunar á tíðnum fyrir GSM farsímaþjónustu 18. sept. 2007 - 1. feb. 2010 (PDF) Forsendur fyrir ákvörðun PFS um framlengingu tíðniheimildar Símans hf. ( PDF)
5. september 2007
Ekki skylt að sundurliða talsímareikninga óumbeðið
Nánar
PFS hefur birt ákvörðun í í kvörtunarmáli vegna ófullnægjandi sundurliðunar talsímareikninga. Í ákvörðunarorðum segir:"Sú framkvæmd Símans hf. að sundurliða ekki að eigin frumkvæði reikninga áskrifenda sinna í talsímaþjónustu brýtur ekki gegn 1. mgr. 38. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti. Óski áskrifandi í talsímaþjónustu hins vegar eftir að fá reikninga sína sundurliðaða eftir notkun er Símanum hf. skylt að verða við þeirri ósk án þess að gjald komi fyrir." Sjá ákvörðunina í heild:Ákvörðun nr. 18/2007 í kvörtunarmáli vegna ófullnægjandi sundurliðunar talsímareikninga (PDF)
4. september 2007
Íslandspósti heimilt að gefa út persónuleg frímerki
Nánar
PFS hefur birt ákvörðun þar sem Íslandspósti er veitt heimild til að gefa út persónuleg frímerki með áletruninni “Bréf 50g innanlands”. Fyrirtækið getur þar með gefið fólki og fyrirtækjum þann valkost að setja eigin mynd eða hugsanlega velja mynd úr myndabanka á frímerki. Ákvörðun nr.17/2007: Beiðni Íslandspósts hf. um útgáfu persónulegra frímerkja með 50g áletrun í stað verðgildis (PDF) PFS hefur einnig birt ákvörðun í ágreiningsmáli Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Mílu ehf. um einkarétt til fjarskiptalagna og samnýtingu skurða. Ákvörðun nr. 16/2007: Einkaréttur til fjarskiptalagna og samnýting skurða (PDF)
31. ágúst 2007
Samráð vegna útnefningar fjarskiptafyrirtækis með alþjónustuskyldur
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birti þann 16. maí 2007 samráðsskjal vegna útnefningar fjarskiptafyrirtækis með alþjónustuskyldur. Alþjónusta snýst um möguleika allra notenda til að hafa aðgang að tiltekinni lágmarksþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum um fjarskipti, óháð því hvar þeir búa eða kringumstæðum að öðru leyti, t.d. fjárhagslegum. Núgildandi fyrirmæli um alþjónustu eru síðan 5. apríl 2005, þar sem Landssíminn hf. (nú Síminn hf.) var útnefndur sem alþjónustuveitandi. Að stofni til var um sömu kvaðir að ræða og lagðar voru á með rekstrarleyfi fyrirtækisins þann 30. júní 1998. Þessi fyrirmæli renna út þann 31. desember 2007. Fyrir þann tíma þarf að útnefna nýjan aðila á fjarskiptamarkaðinum hér á landi sem alþjónustuveitanda. PFS vildi með þessu samráðsskjali fá fram sjónarmið notenda, markaðsaðila og annarra aðila sem telja sig hafa hagsmuna að gæta þannig að hægt verði að taka upplýsta ákvörðun um hvernig þessum málum verður best háttað í framtíðinni hér á landi. Frestur til að koma að athugasemdum við samráðsskjalið var upphaflega til 18. júní 2007. Fresturinn var síðan framlengdur til 22. ágúst 2007. Aðeins Síminn og Félag heyrnarlausra skiluðu inn umsögnum um samráðsskjal Póst- og fjarskiptastofnunnar um útnefningu fjarskiptafyrirtækis með skyldu til að veita alþjónustu. Umsagnirnar má sjá hér að neðan. Umsögn Símans hf./Mílu (PDF) Athugasemdir Félags heyrnarlausra (PDF) Fjarskipafyrirtækjum sem og öðrum hagsmunaaðilum er bent á að kynna sér umsagnirnar. Frestur til að koma með athugasemdir við þær er gefinn til 14. september nk. Athugasemdir merktar "Alþjónusta - athugasemdir" skal senda til Póst- og fjarskiptaskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík eða í tölvupósti: fridrik@pta.is Samráðsskjölin frá 16. maí 2007:Samráðsskjal um útnefningu alþjónustuaðila (PDF)Viðauki A - Mat Póst- og fjarskiptastofnunar á áhrifum kvaðannaViðauki B - Lög og reglugerðirViðauki C - Yfirlit yfir spurningar Póst- og fjarskiptastofnunarFyrirmæli til Landsíma Íslands hf. um veitingu alþjónustu, dags 5. apríl 2005 (PDF)Núgildandi kröfur um almenningssímaNúgildandi kröfur um gæði alþjónustuGjöld fyrir alþjónustu (frétt á vef PFS, 3. júlí 2006)Gjöld fyrir alþjónustu (frétt á vef PFS, 24. ágúst 2005 Sjá einnig tölfræði hér á vefnum
28. ágúst 2007
Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um aðgang Símans að málsgögnum vegna OR
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur endanlega staðfest ákvörðun PFS frá því í desember 2006 um aðgang Símans að málsskjölum vegna Orkuveitu Reykjavíkur.Forsaga málsins er að í nóvember 2006 barst PFS krafa Símans um aðgang að gögnum í máli vegna ákvörðunar stofnunarinnar um fjárhagslegan aðskilnað fjarskiptastarfsemi OR frá öðrum rekstri fyrirtækisins. PFS ákvarðaði að Símanum yrðu afhent öll málsgögn, með þeim takmörkunum sem leiða af 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.Sjá ákvörðun PFS 11. desember 2006. Orkuveita Reykjavíkur kærði ákvörðun PFS til úrskurðarnefndar þann 19. desember og krafðist einnig frestunar á réttaráhrifum ákvörðunar PFS. Úrskurðarnefnd birti úrskurð sinn um frestun réttaráhrifa ákvörðunar PFS þann 21. desember þar sem þeirri kröfu OR er hafnað. Nú hefur úrskurðarnefnd sent frá sér endanlegan úrskurð í málinu þar sem ákvörðun PFS frá 11. desember 2006 er staðfest. Endanleg ákvörðun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli 15/2006, 27. ágúst 2007 (PDF)
21. ágúst 2007
Samráð um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang
Nánar
PFS hefur sent hagsmunaaðilum til umsagnar frumdrög að markaðsgreiningu á markaði 12, heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang (bitastraumsaðgang að háhraðatengingum). Frestur til að skila athugasemdum er til 24. september n.k. PFS mun endurskoða markaðsgreininguna með hliðsjón af þeim athugasemdum sem berast áður en greiningin er send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til samráðs. Að teknu tilliti til umsagnar ESA verður ákvörðun stofnunarinnar birt hlutaðeigandi fyrirtækjum. Helstu niðurstöðurHelstu niðurstöður frummarkaðsgreiningarinnar eru þær að heildsölumarkaður fyrir breiðbandsaðgang nái aðeins yfir xDSL tækni um koparheimtaugar, en ekki aðra tækni eins og t.d. um örbylgju, ljósleiðara og gervitungl. ADSL tækni er sú xDSL tækni sem er langmest notuð hér á landi. Viðkomandi markaður nær til landsins alls. Það var niðurstaða PFS að ekki ríki virk samkeppni á viðkomandi markaði og að Síminn hf. hafi umtalsverðan markaðsstyrk á markaðinum. Í því ljósi hyggst PFS útnefna Símann hf. með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi markaði og leggja tilteknar kvaðir á félagið til að greiða fyrir aukinni samkeppni. Sjá nánar - bréf til hagsmunaaðila og frumdrög að markaðsgreiningu á markaði 12
10. ágúst 2007
Ákvörðun PFS í ágreiningsmáli um gjaldtöku fyrir hlerun
Nánar
PFS hefur birt ákvörðun sína (nr. 14/2007) í ágreiningsmáli lögreglustjórans í Reykjavík (nú lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu) og Og fjarskipta ehf. (Vodafone) vegna gjaldtöku fyrir hlerun. Í ákvörðunarorðum segir m.a.:" Og fjarskiptum ehf. er heimilt að krefja embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um greiðslu vegna reikninga sem eru tilkomnir vegna beiðna um hlerun er berast félaginu utan skrifstofutíma og eru vegna greiðslu á bakvaktarútkalli til tæknimanns." Ákvörðun PFS nr. 14/2007 í ágreiningsmáli um gjaldtöku fyrir hlerun (PDF)
31. júlí 2007
PFS samþykkir nýtt viðmiðunartilboð Símans hf. um samtengingu talsímaneta með fyrirmælum um breytingar.
Nánar
Með ákvörðun nr. 13/2007, frá 25. júlí 2007, samþykkti PFS að nýtt viðmiðunartilboð Símans hf. um samtengingu talsímaneta taki gildi frá og með 1. ágúst 2007 með þeim breytingum á skilmálum sem mælt er fyrir um í viðauka við ákvörðunina. Fyrirhuguð hækkun Símans hf. á samtengiverðum var enn fremur hafnað.Sjá ákvörðunina í heild: (ákvörðunin pdf)(viðaukinn pdf)