Fréttasafn
3. október 2022
Ný tölfræðiskýrsla fyrir árið 2021 um fjarskiptanotkun á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum
Nánar
Þann 3. október 2022 kom út skýrsla sem Fjarskiptastofa (FST) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta. Þetta er þrettánda árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna er borin saman.
29. september 2022
Fjarskiptastofa samþykkir heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang af afriðlabúnaði
Nánar
Með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 9/2022 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsöluaðgangi að afriðlabúnað (48 V) í tækjarýmum Mílu ehf.
28. september 2022
Samráð um viðmiðunartilboð Mílu fyrir aðstöðuleigu
Nánar
23. september 2022
Úrlausn ágreinings um rétt Ljósleiðarans ehf. til aðgangs að landi í Þykkvabæ
Nánar
20. september 2022
Nýtt ákvæði um pakkatilboð (vöndla) í nýjum fjarskiptalögum
Nánar
1. september 2022
Ný fjarskiptalög taka gildi
Nánar
Í dag tóku gildi ný fjarskiptalög nr. 70/2022 sem samþykkt voru á Alþingi í júní s.l. og leysa af hólmi fjarskiptalög nr. 81/2003.
30. ágúst 2022
Samráð við ESA um drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að afriðlabúnaði
Nánar
Þann 29. ágúst s.l. sendi Fjarskiptastofa ákvörðunardrög varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsöluaðgangi að afriðlabúnaði til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu ehf. fyrir aðgang að afriðlabúnaði félagsins.
18. ágúst 2022
Niðurstaða samráðs – Alþjónustukvöð Mílu ehf. ekki endurnýjuð
Nánar
Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 31/2017 var lögð alþjónustukvöð á Mílu ehf. um að útvega lögheimilum og vinnustöðum tengingu við hið almenna fjarskiptanet. Skyldi kvöðin gilda, með mögulegri framlengingu, til 31. desember 2022.