Fréttasafn
21. ágúst 2008
Fimm ákvarðanir PFS um heimild Íslandspósts til fækkunar póstafgreiðslustaða
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt fimm ákvarðanir þar sem samþykktar eru umsóknir Íslandspósts um að loka póstafgreiðslustöðum á Flúðum, í Varmahlíð, að Reykholti, á Króksfjarðarnesi og á Laugum. Um ástæður lokunar póstafgreiðslna á ofangreindum stöðum kom fram að Íslandspóstur telur að vegna smæðar samfélagsins sé ekki þörf á að reka sérstaka póstafgreiðslu heldur sé hægt á auðveldan hátt að leysa af hendi þjónustu póstafgreiðslunnar með landpósti. Landpóstar séu eins konar „pósthús á hjólum“, sem komi með og sæki sendingar eftir þörfum. Er það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að sú þjónusta sem Íslandspóstur hyggst bjóða íbúum í viðkomandi sveitarfélögum uppfylli eftir sem áður gæðakröfur laga um póstþjónustu nr. 19/2002. Hér fyrir neðan má lesa ákvarðanirnar í heild (PDF form): Ákvörðun PFS nr. 16/2008 um lokun póstafgreiðslu á Flúðum - 10. júlí 2008 Ákvörðun PFS nr. 17/2008 um lokun póstafgreiðslu í Varmahlíð - 18. júlí 2008 Ákvörðun PFS nr. 18/2008 um lokun póstafgreiðslu að Reykholti - 18. júlí 2008 Ákvörðun PFS nr. 20/2008 um lokun póstafgreiðslu á Laugum - 12. ágúst 2008 Ákvörðun PFS nr. 21/2008 um lokun póstafgreiðslu á Króksfjarðarnesi - 12. ágúst 2008
12. ágúst 2008
Úrskurðarnefnd staðfestir tvær ákvarðanir PFS um fækkun póstdreifingardaga
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest tvær ákvarðanir PFS frá því í febrúar um fækkun póstdreifingardaga frá Króksfjarðarnesi í Reykhólahreppi og Patreksfirði í Vesturbyggð. Bæði Reykhólahreppur og Vesturbyggð kærðu ákvarðanir PFS til úrskurðarnefndar sem nú hefur kveðið upp úrskurði sína. Sjá nánar: Úrskurður úrskurðarnefndar nr. 3/2008 - Reykhólahreppur gegn Póst- og fjarskiptastofnun og Íslandspósti hf. - 11. ágúst 2008Ákvörðun PFS nr. 5/2008 - Erindi Íslandspósts hf. um fækkun dreifingardaga á landpóstaleið sem ekin er frá Króksfjarðarnesi - 27. febrúar 2008 Úrskurður úrskurðarnefndar nr. 4/2008 - Vesturbyggð gegn Póst- og fjarskiptastofnun og Íslandspósti hf. - 11. ágúst 2008Ákvörðun PFS nr. 6/2008 - Erindi Íslandspósts hf. um fækkun dreifingardaga út frá Patreksfirði. - 27. febrúar 2008Sjá einnig: Viðauki við ákvörðun PFS nr 6/2008.
7. ágúst 2008
Tölfræðiskýrsla um íslenskan fjarskiptamarkað 2007
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú í annað sinn tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn fyrir árin 2005 – 2007. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði. Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2007 (PDF)
24. júlí 2008
Ákvörðun PFS: Íslandspóstur fær leyfi til að hækka gjaldskrá fyrir bréf innan einkaréttar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað Íslandspósti að hækka gjaldskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Bréf í 20 gr. flokki hækka úr 65 kr. í 70 kr. og bréf í 50 gr. flokki hækka úr 75 kr. í 80 kr. Skjal (PDF)
24. júlí 2008
PFS hefur birt ákvörðun nr. 15/2008 í ágreiningsmáli Og fjarskipta ehf. (Vodafone) og Símans hf. um afslátt af verði fyrir bitastraumsaðgang til endursölu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun tók þann 18. júlí s.l. ákvörðun þess efnis að Símanum er skylt uppfylla skyldu sína og fara að þeim kvöðum sem lagðar voru á fyrirtækið með ákvörðun PFS nr. 8/2008 ( um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang (markaður 12)), frá 18. apríl 2008, og veita bitastraumsaðgang án hindrana og verðleggja allar ADSL tengingar til Vodafone í samræmi við kvöð um eftirlit með gjaldskrá skv. fyrrnefndri ákvörðun. Í ákvörðunarorðum segir m.a.:„ Síminn skal í viðskiptum sínum við Vodafone, frá og með 18. apríl s.l., veita fyrirtækinu að lágmarki 35% afslátt (35% smásala mínus) af öllum ADSL tengingum sem það kaupir í heildsölu, enda uppfylli Vodafone lágmarkskilyrðið um endursölu á að lágmarki 75 tengingum .“ Ákvörðun (PDF)
18. júlí 2008
Fyrirhuguð birting á tölfræðiupplýsingum
Nánar
Í ágústmánuði hyggst Póst- og fjarskiptastofnun gefa út í annað sinn skýrslu um tölfræði á fjarskiptamarkaði hér á landi og verður hún unnin upp úr upplýsingum sem stofnunin safnar frá fjarskiptafyrirtækjum hér á landi. Birtar verða upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði fyrir árin 2005 til 2007. Markmiðið með skýrslunni er að bæta upplýsingagjöf og auka gegnsæi á þessum markaði. Skýrslan sem Póst- og fjarskiptastofnun hyggst nú gefa út er sambærileg við skýrslu sem birt var í júní sl. en þó hefur verið bætt við upplýsingum sem felast aðallega í aukinni upplýsingagjöf á farsímaneti. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þær töflur sem eru nýjar. • Tafla 4 - Fjöldi mínútna á fastaneti• Tafla 9 - Fjöldi farsíma viðskiptavina• Tafla 12 - Fjöldi mínútna úr farsíma• Tafla 14 - Fjöldi mínútna úr farsíma til fastanets• Tafla 15 - Fjöldi mínútna úr farsíma í farsíma• Tafla 16 - Fjöldi mínútna úr farsíma til útlanda• Tafla 21 - Fjöldi xDSL áskrifenda eftir hraða tengingar Upplýsingar í töflum nr. 4,12 og 21 eru ekki sundurliðaðar niður á fyrirtæki. Upplýsingar í töflum nr. 9,14,15 og 16 eru sundurliðaðar niður á fyrirtæki og sýna markaðshlutdeild. Skýrslan mun verða birt á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar eftir 31. júlí nk., nema að fyrir þann tíma komi fram rökstuddar óskir um að tilteknar upplýsingar skuli njóta leyndar, með vísan til 2. mgr. 9. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun, sbr. og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.
18. júlí 2008
Drög að nýjum reglum um númera- og þjónustuflutning
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur gert drög að breyttum reglum um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum og hafa þau nú verið birt á heimasíðu stofnunarinnar. Í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun, óskar stofnunin hér með eftir umsögnum hagsmunaaðila, vegna ofangreinds.Svarfrestur til þess að koma að rökstuddum tillögum eða athugasemdum við meðfylgjandi drög er gefinn til 8. ágúst nk. Sérstakar fyrirspurnir vegna ofangreinds má senda á netfangið ingahelga@pfs.is en sérstakar athugasemdir og rökstuddar tillögur skulu sendar formlega til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir ofangreindan svarfrest. Drögin (PDF)
16. júlí 2008
PFS samþykkir viðmiðunartilboð Símans um innanlandsreiki
Nánar
Með ákvörðun nr. 13/2008, dags. 9. júlí s.l., samþykkti Póst- og fjarskiptastofnun viðmiðunartilboð Símans um innanlandsreiki, dags. 16. október 2007, með þeim breytingum sem kveðið var á um í viðauka með ákvörðuninni. Helstu breytingar voru eftirfarandi:Felld var út sú takmörkun um að tilboðið tæki einungis til landsbyggðarinnar. Í stað þess er kveðið á um að réttindi farsímafyrirtækja takmarkist við skilyrði tíðniheimilda viðkomandi fyrirtækis þar sem kveðið er á um útbreiðslu og uppbyggingarskyldu fyrirtækis og/eða að fyrirtækið hafi yfir að ráða eigin neti á því svæði sem óskað er eftir reikiaðgangi.Breytt var skilmálum varðandi skörun heimasvæða (eigið net farsímafyrirtækis) og reikisvæða og hvenær Símanum er heimilt að loka fyrir reikiaðgang sem veittur hefur verið.Þá voru einnig gerðar breytingar á ákvæðum um verðlagningu fyrir reiki. Til viðbótar þeim skilmálum sem Síminn birti, sem kváðu m.a. á um óafturkræft lágmarksgjald fyrir 6 mánaða reikiaðgang, grunngjald á hvern sendi og innifaldar talmínútur í hverjum sendi án heimildar til að nýta vannýttar innifaldar talmínútur sem inneign á öðrum sendi, er nú einnig kveðið á um það að farsímafyrirtæki geta einnig valið þá leið að greiða einungis fyrir hverja keypta reikimínútu gegn því að greiða hærra mínútuverð. Mínútuverð í báðum þessum leiðum er háð fjölda senda sem viðkomandi farsímafyrirtæki fær aðgang að. Eftir því sem sendum í reiki fækkar hækkar mínútuverðið.Sjá ákvörðunina í heild: (ákvörðunin pdf)(viðaukinn pdf)