Fréttasafn
5. maí 2023
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um drög að nýjum reglum um almenna heimild til að reka fjarkiptanet eða fjarskiptaþjónustu.
Nánar
Fjarskiptastofa birtir nú til samráðs drög að nýjum reglum um almenna heimild til að reka fjarskiptanet eða fjarskiptaþjónustu. Rekstur á almennri fjarskiptaþjónustu styðst við reglur um almenna heimild fremur en við sérstakar leyfisveitingar fyrir fjarskiptastarfsemi af hendi stjórnvalda. Fyrirkomulag starfsleyfisveitinga í fjarskiptum var aflagt hér á landi fyrir allmörgum árum síðan. Engu að síður má líta á reglur um almenna heimild sem nokkurs konar ígildi starfsleyfa fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins.
3. maí 2023
Fjarskiptastofa samþykkir heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum og tengigrindum
Nánar
Með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 3/2023 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu hf. á heildsöluaðgangi að koparheimtaugum og tengigrindum Mílu hf.
28. apríl 2023
Samræmd vefskil verðskrárupplýsinga
Nánar
Fjarskiptastofa birtir hér lýsingu á samræmdum vefskil sem fjarskiptafyrirtæki skulu veita aðgang að til afhendingar verðskrárupplýsinga.
25. apríl 2023
Vefráðstefna um öryggismál hlutaneta á neytendamarkaði
Nánar
25. apríl 2023
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um drög að nýjum reglum um númer, númeraraðir og vistföng á sviði fjarskipta
Nánar
21. apríl 2023
Sameiginlegt lið Svíþjóðar og Íslands bar sigur úr býtum á netvarnaræfingunni Skjaldborg (Locked Shields)
Nánar
Æfingin var sett upp sem keppni í að verjast hörðum netárásum óvinveittra aðila og stóð í tvo daga, en undirbúningurinn tók fleiri vikur.
30. mars 2023
Samráð við ESA um drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum og tengigrindum
Nánar
Þann 29. mars 2023 sendi Fjarskiptastofa ákvörðunardrög varðandi kostnaðargreiningu Mílu hf. á heildsöluaðgangi að koparheimtaugum og tengigrindum til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu hf. fyrir aðgang að koparheimtaugum og tengigrindum félagsins.
27. mars 2023
Alþjónustuframlag til Neyðarlínunnar vegna þeirrar skyldu að koma upp fjarskiptatengingum í sérstökum tilvikum.
Nánar
Fjarskiptastofu barst umsókn frá Neyðarlínunni ohf. um alþjónustuframlag að upphæð 9.908.777 vegna uppsetningu á fjarskiptatengingum á árinu 2022. Með ákvörðun FST nr. 1/2023 var umsókn samþykkt. Í viðauka með ákvörðuninni má sjá hvar á landinu viðkomandi tengingar eru sem og kostnað við hverja einstöku tengingu.