Fréttasafn
21. apríl 2023
Sameiginlegt lið Svíþjóðar og Íslands bar sigur úr býtum á netvarnaræfingunni Skjaldborg (Locked Shields)
Nánar
Æfingin var sett upp sem keppni í að verjast hörðum netárásum óvinveittra aðila og stóð í tvo daga, en undirbúningurinn tók fleiri vikur.
30. mars 2023
Samráð við ESA um drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum og tengigrindum
Nánar
Þann 29. mars 2023 sendi Fjarskiptastofa ákvörðunardrög varðandi kostnaðargreiningu Mílu hf. á heildsöluaðgangi að koparheimtaugum og tengigrindum til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu hf. fyrir aðgang að koparheimtaugum og tengigrindum félagsins.
27. mars 2023
Alþjónustuframlag til Neyðarlínunnar vegna þeirrar skyldu að koma upp fjarskiptatengingum í sérstökum tilvikum.
Nánar
Fjarskiptastofu barst umsókn frá Neyðarlínunni ohf. um alþjónustuframlag að upphæð 9.908.777 vegna uppsetningu á fjarskiptatengingum á árinu 2022. Með ákvörðun FST nr. 1/2023 var umsókn samþykkt. Í viðauka með ákvörðuninni má sjá hvar á landinu viðkomandi tengingar eru sem og kostnað við hverja einstöku tengingu.
21. mars 2023
Útgáfa tíðniheimilda til 20 ára með skilyrðum um háhraðafarnetsþjónustu í byggð og á stofnvegum.
Nánar
Fjarskiptastofa hefur í dag gefið út endurnýjaðar tíðniheimildir fyrir háhraða farnet, til fyrirtækjanna Nova hf., Símans hf. og Sýnar hf. Fyrirtækjunum er heimiluð áframhaldandi notkun tiltekinna tíðna á 800, 900, 1800, 2100 og 3600 MHz tíðnisviðunum, til næstu 20 ára.
15. febrúar 2023
Leiðbeiningar ESA um ríkisstyrki til uppbyggingar á háhraðanetum
Nánar
Þann 8. febrúar s.l. gaf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) út endurskoðaðar leiðbeiningar um ríkisstyrki til uppbyggingar á háhraðanetum.
3. febrúar 2023
Netöryggissveitin CERT-IS vann til verðlauna fyrir stafræna þjónustu
Nánar
Netöryggissveitin CERT-IS vann til verlauna fyrir stafræna þjónustu
11. janúar 2023
Fjarskiptastofa efnir til samráðs um vefskil verðupplýsinga
Nánar
Með 70. grein nýrra laga um fjarskipti, nr. 70/2022 er Fjarskiptastofu veitt heimild til að framkvæma verðsamanburð á helstu verðum fjarskiptaþjónustu til neytenda eða að fela óháðum aðila að útbúa slíkan samanburð.
11. janúar 2023
Úrskurðarnefnd breytir að hluta til ákvörðun Fjarskiptastofu um markaðsgreiningar vegna sölu Símans hf. á Mílu hf. sem heimiluð var tæpu ári eftir að Fjarskiptastofa tók hina umrædda ákvörðun
Nánar
Með úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála (nefndin), dags. 29. desember 2022, breytti nefndin að hluta til ákvörðun Fjarskiptastofu (FST) nr. 5/2021, dags. 19. október 2021, um markaðsgreiningar á heildsölumarkaði fyrir staðaraðgang með fasttengingu (markaður 3a) og heildsölumarkaði fyrir miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur (markaður 3b). Úrskurðurinn byggði aðallega á þeirri breyttu forsendu sem fólst í sölu Símans hf. (Síminn) á Mílu hf. (Míla) sem Samkeppniseftirlitið heimilaði tæpu ári eftir að FST tók hina kærðu ákvörðun.