Fréttasafn
21. september 2021
Opið samráð um stefnu Fjarskiptastofu um fyrirkomulag og framkvæmd eftirlits með rekstraraðilum stafrænna grunnvirkja
Nánar
Fjarskiptastofa birtir drög að stefnu stofnunarinnar um fyrirkomulag og framkvæmd eftirlits með rekstraraðilum stafrænna grunnvirkja á grundvelli laga nr. 78/2019, um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.
16. september 2021
Fyrsta íslenska skráning fjarskiptatíðna fyrir gervihnattakerfi
Nánar
Fjarskiptastofa hefur, í fyrsta sinn, sent skráningu á fjarskiptatíðnum fyrir gervihnattakerfi til Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU).
16. september 2021
Samráð við ESA um markaðsgreiningar á heildsölumörkuðum fyrir heimtaugar (staðaraðgang með fasttengingu) og bitastraumstengingar (miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur)
Nánar
Þann 14. september sl. sendi Fjarskiptastofa til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun er lýtur að markaðsgreiningum á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu (markaður 3a) og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur (markaður 3b).
13. september 2021
Ný tölfræðiskýrsla fyrir árið 2020 um fjarskiptanotkun á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum
Nánar
Þann 13. september 2021 kom út skýrsla sem Fjarskiptastofa (FST) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta. Þetta er tólfta árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna er borin saman.
7. september 2021
Leiðbeiningar Fjarskiptastofu vegna óumbeðinna fjarskipta í aðdraganda kosninga
Nánar
Í aðdraganda fyrirhugaðra þingkosninga sem fara fram 25. september nk. telur Fjarskiptastofa (FST) rétt að minna á það að stjórnmálasamtökum eða einstaka framboðum ber að fara að ákvæðum laga um fjarskipta sem setja skorður við óumbeðnum fjarskiptum í formi beinnar markaðssetningar.
10. ágúst 2021
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um heildsöluverð fyrir lúkningu símtala í farsímanetum og föstum netum
Nánar
Fjarskiptastofa hefur nú framkvæmt verðsamanburð til að ákvarða hámarksverð fyrir lúkningu símtala sem gilda skulu á árinu 2022.
6. ágúst 2021
Grænbók um fjarskipti - styttist í lokafrest til umsagna
Nánar
Grænbók um fjarskipti, þar sem metin er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í fjarskiptum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 11. ágúst 2021.
2. júlí 2021
Stofnaður hefur verið samráðshópur um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga
Nánar
Vegna fyrirhugaðra kosninga til Alþingis þann 25. september 2021 hafa Fjölmiðlanefnd, Fjarskiptastofa og netöryggissveitin (CERT-IS), landskjörstjórn og Persónuvernd, stofnað samráðshóp um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga.