Fréttasafn
5. desember 2008
Síminn með umtalsverðan markaðsstyrk á mörkuðum 1 - 6
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur lokið markaðsgreiningu á mörkuðum 1 - 6 og birt ákvörðun sína nr. 30/2008 þar sem Síminn hf. er útnefndur með umtalsverðan markaðsstyrk á þessum mörkuðum og viðeigandi kvaðir lagðar á fyrirtækið. Markaðir 1 - 6 eru: Smásölumarkaður fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili (markaður 1) Smásölumarkaður fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir fyrirtæki (markaður 2) Smásölumarkaður fyrir almenna innanlands talsímaþjónustu á fastaneti fyrir heimili (markaður 3) Smásölumarkaður fyrir almenna millilanda talsímaþjónustu á fastaneti fyrir heimili (markaður 4) Smásölumarkaður fyrir almenna innanlands talsímaþjónustu á fastaneti fyrir fyrirtæki (markaður 5) Smásölumarkaður fyrir almenna millilanda talsímaþjónustu á fastaneti fyrir fyrirtæki (markaður 6) PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. sé með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum sex mörkuðunum 1, 2, 3, 4, 5 og 6 og hefur útnefnt félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim. PFS hyggst leggja eftirfarandi heildsölukvaðir á Símann á mörkuðum 1 og 2: Kvöð um forval og fast forval Kvöð um aðgang að fastasímneti og þjónustu á heildsölustigi. Síminn skal bjóða upp á lausn þar sem þjónustuveitendur með fast forval geta gert viðskiptavinum sínum einn heildstæðan reikning (e. single billing) fyrir bæði aðgengi og símnotkun. Hér gæti verið um að ræða heildarlausn á línuleigu eða aðra sambærilega lausn. Kvöð um jafnræði Kvöð um gagnsæi og birtingu viðmiðunartilboðs Kvöð um bókhaldslegan aðskilnað Kvöð um eftirlit með gjaldskrá og kostnaðarbókhald PFS mun að svo stöddu ekki leggja smásölukvaðir á Símann á viðkomandi smásölumörkuðum, þrátt fyrir að hafa útnefnt fyrirtækið með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi mörkuðum. PFS telur að almennt skuli leggja áherslu á að leysa samkeppnisvandamál á heildsölustigi, en skv. 2. mgr. 27. gr. fjarskiptalaga er PFS einungis heimilt að beita smásölukvöðum í kjölfar markaðsgreiningar ef stofnunin telur að heildsölukvaðir eða ráðstafanir varðandi forval eða fast forval muni ekki skila árangri við að efla virka samkeppni og tryggja hagsmuni notenda. PFS telur að þær heildsölukvaðir sem lagðar hafa verið á Símann á heildsölumörkuðum um samtengingu (markaðir 8, 9 og 10), svo og heildsölukvaðir á heimtaugamarkaði (markaður 11) og breiðbandsmarkaði (markaður 12) sem lagðar hafa verið á Símann og Mílu, muni skila árangri við að efla virka samkeppni og styrkja hagsmuni notenda. Auk þess hvílir ótvíræð lagaskylda á Símanum sem fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk að veita fjarskiptafyrirtækjum forval og fast forval.Nýjar aðgangskvaðir á heildsölustigi á mörkuðum 1 og 2, sem reifaðar voru hér að framan, styrkja forval og fast forval sem valkost fjarskiptafyrirtækja til að hasla sér völl á viðkomandi talsímamörkuðum í heildsölu. PFS mun fylgjast vel með þróuninni á viðkomandi smásölumörkuðum. PFS getur m.a. samkvæmt 2. mgr. 20. gr. fjarskiptalaga ákvarðað hámarksverð alþjónustu, þ.á.m. talsímaþjónustu, ef verðþróun verður með óeðlilegum hætti. Ákvörðun PFS nr. 30/2008 (PDF) Viðauki A - Greining á mörkuðum 1 - 6 (PDF) Viðauki B - Athugasemdir hagsmunaaðila og niðurstöður samráðs (PDF) Viðauki C - Álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) (PDF) Viðauki D - Skýringar á afmörkun andlags kvaða á mörkuðum 1 og 2 og á ákvæði 53. gr. fjarskiptalaga varðandi forval og fast forval. (PDF) Sjá nánar um markaðsgreiningu hér á vefnum
4. desember 2008
Kvaðir lagðar á Símann og Vodafone á mörkuðum 8, 9 og 10
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 29/2008 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir upphaf símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 8), heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 9) og heildsölumarkaði fyrir flutning símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 10). PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. sé með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum þremur mörkuðunum 8, 9 og 10 og hefur útnefnt félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim. Með ákvörðuninni eru lagðar eftirfarandi kvaðir á Símann á mörkuðum 8, 9 og 10: Kvöð um aðgang að fastasímneti og þjónustu fyrir upphaf símtala á heildsölustigi, aðgang að lúkningu í fastasímneti og þjónustu fyrir lúkningu símtala á heildsölustigi og flutning símtala í fastaneti og meðfylgjandi reikningagerð ef með þarf. Kvöð um jafnræði Kvöð um gagnsæi og birtingu viðmiðunartilboðs Kvöð um bókhaldslegan aðskilnað Kvöð um eftirlit með gjaldskrá og kostnaðarbókhald PFS hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskipti ehf. (Vodafone) sé með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 9) og hefur útnefnt félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim markaði. Með ákvörðuninni eru lagðar eftirfarandi kvaðir á Vodafone á markaði 9: Kvöð um aðgang í formi lúkningar símtala í fastaneti Kvöð um jafnræði Kvöð um gagnsæi, m.a. opinber birting verðskrár Kvöð um eftirlit með gjaldskrá Ákvörðun PFS nr. 29/2008 (PDF) Viðauki A - Greining á mörkuðum 8, 9 og 10 (PDF) Viðauki B - Athugasemdir hagsmunaaðila og niðurstöður úr báðum umferðum samráðs vegna greiningar á mörkuðum 8, 9 og 10 (PDF) Viðauki C - Álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) PDF) Viðauki D - Skýringar varðandi útfærslu kvaðar um eftirlit með gjaldskrá á markaði 9 (PDF) Sjá nánar um markaðsgreiningu hér á vefnum
3. desember 2008
Ný símanúmer fyrir samfélagsþjónustu laus til umsóknar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun kynnir nú ný númer fyrir samfélagsþjónustu. Þjónustan í númerunum er samræmd fyrir Evrópu þannig að í hverju landi er samskonar þjónusta.Áskilið er að símtöl í þjónustuna skulu vera gjaldfrjáls. PFS auglýsir hér með númerin 116 000, 116 111 og 116 123 laus til umsóknar. Áhugasamir geta sótt um númerin fyrir 19.desember n.k. Eftirfarandi skilyrði eru fyrir því að geta fengið þessi númer: Númerið 116 000 er fyrir þjónustu vegna týndra barna. Þar skal taka á móti ábendingum um týnd börn og koma þeim upplýsingum áfram til lögreglu. Þjónustan skal einnig bjóða uppá leiðbeiningar og stuðning fyrir aðstandendur týndra barna og veita upplýsingar um leit að týndum börnum. Númerið 116 111 er fyrir „Símaráðgjöf fyrir börn“. Þarna skulu börn hafa möguleika á að tala við ráðgjafa um hvers kyns vandamál sem hafa áhrif á þau og ef þörf er á koma þeim í samband við aðila sem geta aðstoðað þau frekar. Númerið 116 123 er hjálparlína. Þar skal vera í boði tilfinningalegur stuðningur fyrir fólk sem þjáist af einmanaleika eða sálfræðilegu áfalli eða hugleiðir sjálfsmorð. Lögð skal áhersla á að hlusta á þá sem hringja inn, án þess að dæma. Númer Þjónusta sem skal vera í númerinu Sérstök skilyrði vegna þjónustunnar 116 000 Símalína vegna týndra barna Lýsing þjónustu: Safnar upplýsingum um týnd börnog kemur þeim áfram til lögreglu. Býður upp á leiðbeiningarog stuðning fyrir aðstandendur týndra barna. Er stuðningur við leit og rannsóknir vegna týndra barna Þjónustan skal vera samfelld (þ.e. 24 tíma á dag, 7 daga vikuna) 116 111 Símaráðgjöf fyrir börn Lýsing þjónustu:Þjónustan hjálpar börnum sem hafa áhyggjur og þurfaöryggi og kemur þeim í samband við aðila sem veitanauðsynlega þjónustu.Þjónustan veitir börnum tækifæri til að tjá áhyggjur sínar,tala um efni sem tengist þeim og hafa samband við aðila í neyðarþjónustu. Þar sem þjónusta er ekki samfelld (þ.e 24 tíma 7 daga vikuna) verður þjónustuveitandinn að tryggja að upplýsingar séu tiltækar um það hvenær þjónustan sé aðgengileg. 116 123 Sálræn hjálparlína fyrir almenning Lýsing þjónustu:Þjónustan er fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða, þunglyndis, depurðar, eða sjálfsvígshugsana. Þjónustan er til að veita ráðgjöf til fólks sem óskar eftir stuðningi. Þar sem þjónusta er ekki samfelld (þ.e 24 tíma 7 daga vikuna) verður þjónustuveitandinn að tryggja að upplýsingar séu tiltækar um það hvenær þjónustan sé aðgengileg. Sjá nánar: Reglur um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta nr.450/2008
1. desember 2008
Tölfræðiskýrsla um íslenskan fjarskiptamarkað á fyrri helmingi ársins 2008
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn á fyrri hluta áranna 2006 - 2008. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði. Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2008 (PDF)
6. nóvember 2008
Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á markaði 18
Nánar
Þann 4. nóvember 2008 sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir útsendingarþjónustu fyrir útvarpsþjónustu til notenda (markaður 18). PFS telur eðlilegt að skilgreina fimm mismunandi þjónustumarkaði fyrir útsendingarþjónustu fyrir útvarpsþjónustu til notenda, sbr. neðangreint: Útsendingarþjónusta fyrir hliðrænt hljóðvarp á þráðlausum netum. Útsendingarþjónusta fyrir hliðrænt sjónvarp á þráðlausum netum. Útsendingarþjónusta fyrir stafrænt hljóðvarp og sjónvarp á þráðlausum netum. Útsendingarþjónusta fyrir stafrænt hljóðvarp og sjónvarp á fastanetum. Útsendingarþjónusta fyrir starfrænt hljóðvarp og sjónvarp um gervihnött. PFS telur að síðastgreindur markaður, útsendingarþjónusta um gervihnött, sé millilandamarkaður sem ekki sé á valdi PFS að taka til greiningar. PFS tók hina fjóra þjónustumarkaðina til skoðunar með það fyrir augum að leiða í ljós hvort þeir uppfylltu skilyrði þess að til greina kæmi að leggja fyrirfram (ex ante) kvaðir á fyrirtæki á þeim mörkuðum. Til að það sé heimilt þurfa viðkomandi markaði að uppfylla þrjú skilyrði (e. three critera test). Skilyrðin eru eftirfarandi: Hindranir eru á því að komast inn á markaðinn Markaðurinn hefur ekki eiginleika til að þar sé virk samkeppni Almennar samkeppnisreglur duga ekki til að afnema hindranir eða efla samkeppni Niðurstaða PFS var á þá leið að ofangreindir fjórir markaðir fyrir útsendingarþjónustu uppfylltu ekki ofangreind þrjú skilyrði svo að til greina komi að leggja fyrirfram kvaðir á fyrirtæki á viðkomandi mörkuðum. Þar af leiðandi hyggst PFS ekki útnefna neitt fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi mörkuðum. Þar sem ekkert fyrirtæki er útnefnt með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi mörkuðum verða engar kvaðir lagðar á þau. Drög að ákvörðun um markað 18 voru send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu með vísan til 7. gr. laga nr. 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. ESA og aðrar eftirlitsstofnanir EES hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun um markað 18 nema fram komi óskir hjá ESA um að draga ákvörðunardrögin til baka. Nánari upplýsingar og skjöl tengd samráðinu við ESA Upplýsingar um markaðsgreiningu
5. nóvember 2008
Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á mörkuðum 1-6
Nánar
Þann 3. nóvember s.l. sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á eftirfarandi smásölumörkuðum: Smásölumarkaður fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili (markaður 1) Smásölumarkaður fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir fyrirtæki (markaður 2) Smásölumarkaður fyrir almenna innanlands talsímaþjónustu á fastaneti fyrir heimili (markaður 3) Smásölumarkaður fyrir almenna millilanda talsímaþjónustu á fastaneti fyrir heimili (markaður 4) Smásölumarkaður fyrir almenna innanlands talsímaþjónustu á fastaneti fyrir fyrirtæki (markaður 5) Smásölumarkaður fyrir almenna millilanda talsímaþjónustu á fastaneti fyrir fyrirtæki (markaður 6) PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. sé með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum sex mörkuðunum og hyggst útnefna félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim. Drög að ákvörðun um markaði 1-6 voru send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu með vísan til 7. gr. laga nr. 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. ESA og aðrar eftirlitsstofnanir EES hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun um markaði 1-6 nema fram komi óskir hjá ESA um að draga ákvörðunardrögin til baka. Sjá nánar hér á vefnum: Nánari upplýsingar og skjöl tengd samráðinu við ESA Upplýsingar um markaðsgreiningu
5. nóvember 2008
Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á mörkuðum 8 - 10
Nánar
Þann 31. október s.l. sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir upphaf símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 8), heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 9) og heildsölumarkaði fyrir flutning símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 10). PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. sé með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum þremur mörkuðunum 8, 9 og 10 og hyggst útnefna félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim. PFS hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskipti ehf. (Vodafone) sé með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 9) og hyggst útnefna félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim markaði. Drög að ákvörðun um markaði 8, 9 og 10 voru send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu með vísan til 7. gr. laga nr. 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. ESA og aðrar eftirlitsstofnanir EES hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun um markaði 8, 9 og 10 nema fram komi óskir hjá ESA um að draga ákvörðunardrögin til baka. Sjá nánar hér á vefnum: Nánari upplýsingar og skjöl tengd samráðinu við ESA Upplýsingar um markaðsgreiningu
28. október 2008
Álit PFS varðandi hljóðritun símtala fjármálafyrirtækja
Nánar
Í tengslum við tilkynningu ónefnds fjármálafyrirtækis til Persónuverndar, þess efnis að fyrirtækið hefði í hyggju að hljóðrita öll símtöl sem það á við viðskiptavini sína án þess að tilkynna þeim sérstaklega um hljóðritunina í upphafi símtals, sá Póst- og fjarskipastofnun (PFS) ástæðu til að gera fyrirtækinu grein fyrir áliti sínu á því hvernig haga skuli hljóðritunum símtala þannig að þær geti talist í fullu samræmi við ákvæði 48. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003. Í niðurstöðukafla álitsins kemur fram að það sé mat PFS að hljóðritanir fjármálafyrirtækja falla undir undanþáguákvæði 2. mgr. 48. gr., en þó aðeins þegar um er að ræða viðmælendur sem ótvírætt megi ætla að sé kunnugt um hljóðritunina. Er þar t.d. um að ræða þá viðmælendur sem hafa áður undirritað samning eða skilmála fyrirtækisins, þar sem fram kemur að símtöl eru hljóðrituð, aðila fjármálafyrirtækja og aðra fagfjárfesta. Að mati PFS má ótvírætt ætla að slíkir aðilar séu almennt upplýstir um að símtöl þeirra við fjármálafyrirtæki séu hljóðrituð, enda getur slíkt talist til viðskiptavenja á umræddum markaði. Til að tryggja lögmæti hljóðritananna ber fjármálafyrirtækjum þó að gæta þess að kynna umfang þeirra í ákvæðum viðskiptasamninga sinna, í almennum markaðs- eða viðskiptaskilmálum og heimasíðu sinni. Þegar hins vegar er um að ræða viðmælendur fjármálafyrirtækja sem falla ekki undir framangreint, til að mynda hinn almenna neytanda sem er ekki eins vel upplýstur um venjur og starfshætti á fjármálamarkaði og fyrrnefndir aðilar, ber fjármálafyrirtækjum, í samræmi við ákvæði 1. mgr. 48. gr., að tilkynna viðkomandi að símtalið sé hljóðritað. Í því sambandi dugar almenn tilkynning á heimasíðu fyrirtækis ekki til að fullnægja áskilnaði 2. mgr. 48. gr. um að viðmælanda sé ótvírætt kunnugt um hljóðritunina. Gera verður þá kröfu til fjármálafyrirtækja að starfsmenn þeirra séu upplýstir um framangreinda reglu í lögunum og séu hæfir til að meta í hvaða tilvikum þörf er á að tilkynna viðmælendum sérstaklega um að símtöl séu hljóðrituð. Að mati Póst- og Fjarskiptastofnunar er með framangreindum hætti komið til móts við rétt allra hagsmunaaðila er máli skipta, þ.e. fjármálafyrirtækja, hins almenna neytanda sem þekkir ekki til venja og aðstæðna á fjármálamarkaði og þeirra aðila sem hafa reynslu og þekkingu á fjármálamarkaði eins og t.d. fagfjárfesta. Þannig er jafnframt tryggt að hljóðritanir fjármálafyrirtækja brjóti ekki gegn stjórnarskrárvörðum réttindum manna um friðhelgi einkalífs. Álit PFS í heild (PDF)