Fréttasafn
14. maí 2014
PFS efnir til samráðs um heimild Mílu til að veita nýja þjónustu á leigulínumarkaði
Nánar
Með erindi frá Mílu, dags. 30. apríl sl., barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ósk félagsins um samþykki stofnunarinnar fyrir því að Míla bjóði fram nýja þjónustu. Um er að ræða nýja Ethernet þjónustu sem byggir á MPLS-TP tæknibúnaði Mílu. Með þessum búnaði getur Míla boðið pakkaskipta gagnaflutningsþjónustu sem byggir á Ethernet-tækni og hefur það umfram þá tækni sem Míla hefur hingað til notað (SDH) að hægt er að skilgreina meðal annars mismunandi forgangsröðun pakka, frátekna eða samnýtta bandvídd, forgangsröðun og VLAN-aðgreiningu. Hér er kallað eftir samráði um fyrirhugaða heimild PFS til Mílu um að hefja veitingu umræddrar þjónustu áður en endanleg ákvörðun þar að lútandi lítur dagsins ljós, enda telur PFS um að ræða mikilvæga þjónustu á fjarskiptamarkaðnum.
13. maí 2014
PFS efnir til samráðs um heimild Mílu til að veita nýja þjónustu
Nánar
Með erindi frá Mílu, dags. 25. apríl sl., barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ósk félagsins um samþykki stofnunarinnar fyrir breytingu á viðmiðunartilboði Mílu um bitastraumsaðgang að því er varðar tvær tegundir nýrrar þjónustu. Þetta eru annars vegar VDSL+ tengingar sem henta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki fyrir gagnaflutning og byggð er á samsvarandi tækni og ADSL+ tengingar. Hins vegar er um að ræða bitastraumsaðgang fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga við xDSL og GPON kerfi Mílu á aðgangsleið 3. Hér er kallað eftir samráði um fyrirhugaða heimild PFS til Mílu um að hefja veitingu umræddrar þjónustu áður en endanleg ákvörðun þar að lútandi lítur dagsins ljós, enda telur PFS um að ræða mikilvæga þjónustu á fjarskiptamarkaðnum.
9. maí 2014
PFS samþykkir umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir árið 2014 að upphæð kr. 55.959.000 . Skal framlagið greiðast með fyrirvara um stöðu jöfnunarsjóðs og heimild í fjárlögum. Um er að ræða framlag vegna talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og neyðarsímsvörunar sem Neyðarlínunni ohf. hefur verið gert skylt að veita.
6. maí 2014
Míla áfram með markaðsráðandi stöðu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú ákvörðun sína nr. 8/2014, markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6 skv. tilmælum ESA frá 2008, var áður markaður 13). Niðurstaða PFS er að Míla er áfram með umtalsverðan markaðsstyrk á þessum markaði eins og fyrirtækið var með samkvæmt markaðsgreiningu árið 2007, sbr. ákvörðun PFS nr. 20/2007. Í framangreindri ákvörðun frá 2007 var Síminn einnig í umræddri stöðu en öll leigulínustarfsemi Símans á heildsölustigi hefur nú verið færð yfir til Mílu. Því er Síminn ekki útnefndur í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Þær kvaðir sem lagðar voru á Mílu með umræddri ákvörðun frá 2007 halda því gildi sínu með tilteknum viðbótum með þessari nýju ákvörðun. Þrátt fyrir innkomu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og fleiri staðbundinna netrekenda er markaðshlutdeild Mílu enn um 70-80% samkvæmt algengustu viðmiðum um markaðshlutdeild og eru enn verulegar aðgangshindranir ríkjandi á viðkomandi markaði að mati PFS.
5. maí 2014
Námskeið á vegum PFS og ESA um ríkisstyrki vegna háhraða fjarskiptaneta
Nánar
Þann 21. maí nk. standa Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir stuttu námskeiði undir yfirskriftinni „Seminar on the application of state aid rules in relation to broadband networks“. Fulltrúar ESA, Emily O´Reilly og Ketill Einarsson munu fjalla um reglur ESA varðandi ríkisstyrki og þau viðmið sem notuð eru varðandi aðkomu ríkisins að uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta. Auk erinda verða umræður þar sem þátttakendum gefst kostur á að leggja fram spurningar
29. apríl 2014
Samráð við ESA um kostnaðargreiningu á verðskrá fyrir hýsingu
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu). Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu ehf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í fyrirhugaðri ákvörðun stofnunarinnar. Kostnaðargreiningin nær til hýsingar í húsum og möstrum. Leiga á aðstöðu í húsum er í samræmi við ákvörðun PFS nr. 41/2010, dags 30. desember 2010, varðandi kostnaðargreiningu Mílu á verðskrá fyrir aðstöðuleigu (hýsingu). Í samræmi við þá ákvörðun var fyrirkomulagi við ákvörðun á leigu í möstrum endurskoðað og er nú leigueiningum skipt í fjóra flokka eftir stærð þeirra í fermetrum og staðsetningu í mastri. PFS samþykkir niðurstöðu Mílu hvað varðar breytingu á forsendum og aðferðarfræði vegna gjaldskrár fyrir leigu í möstrum. Þau afsláttarkjör sem gilda fyrir húsnæði skulu einnig gilda fyrir möstur.
28. apríl 2014
Stærsta samevrópska netöryggisæfingin til þessa hefst í dag
Nánar
Í dag hefst samevrópska netöryggisæfingin Cyber Europe 2014 (CE2014). Um er að ræða mjög margbrotna netöryggisæfingu þar sem fleiri en 600 netöryggisaðilar, hvaðanæva úr Evrópu, leggja saman krafta sína. Þetta er fyrsti áfangi allsherjar netöryggisæfingarinnar Cyber Europe 2014 sem haldin er á vegum Netöryggisstofnunar Evrópusambandsins (ENISA). Tuttugu og níu ESB og EFTA lönd taka þátt í æfingunni að þessu sinni, Ísland þar á meðal.
23. apríl 2014
Síminn ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum
Nánar
Í dag birtir PFS ákvörðun sína nr. 7/2014, markaðsgreiningu á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (áður markaður 7). Niðurstaða PFS er Síminn sé ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á þessum markaði eins og fyrirtækið var með skv markaðsgreiningu árið 2007, sbr. ákvörðun PFS nr. 20/2007. Þær kvaðir sem lagðar voru á Símann með þeirri ákvörðun eru því felldar niður með þessari nýju ákvörðun.