Fréttasafn
2. mars 2015
Íslandspóstur fær heimildir til að loka póstafgreiðslum í Vík og á Kirkjubæjarklaustri
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt beiðnir Íslandspósts um heimild til að loka póstafgreiðslum í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Í staðinn ætlar Íslandspóstur að nota póstbíll til að sinna þjónustu við íbúa svæðisins.
25. febrúar 2015
PFS hafnar umbeðinni hækkun Íslandspósts á gjaldskrá á bréfum innan einkaréttar
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 2/2015 þar sem stofnunin hafnar beiðni Íslandspósts um 17% hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar (0 - 50 gr.). Stofnunin telur að tilgreindar forsendur Íslandspósts fyrir verðhækkuninni séu ekki að öllu leyti fyrir hendi til að stofnunin geti samþykkt hækkunarbeiðni félagsins óbreytta. Hins vegar metur Póst- og fjarskiptastofnun það svo að svigrúm sé til hækkunar á gjaldskrá innan einkaréttar um allt að 8%, miðað við fyrirliggjandi gögn frá Íslandspósti um fækkun bréfasendinga og kostnaðarhækkanir. Íslandspósti er heimilt að leggja fyrir stofnunina gjaldskrá til samþykktar miðað við þessar forsendur.
24. febrúar 2015
Skil milli áskrifanda og rétthafa fjarskiptaþjónustu og greiðanda oft óskýr hjá fjarskiptafélögum
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun leyst úr ágreiningi milli áskrifanda og rétthafa símanúmers og þjónustuaðila hans vegna lokana á símanúmeri rétthafans. Voru lokanirnar framkvæmdar, án undanfarandi tilkynninga til notandans, vegna vanskila greiðanda sem í þessu tilfelli var annar en rétthafinn. Uppgefin ástæða símafélagsins voru vanefndir greiðanda á annarri þjónustu hjá fyrirtækinu, en ekki var um að ræða vanskil vegna símnotkunar rétthafa.
20. febrúar 2015
Áhrif símkortamáls í skoðun hjá PFS og fjarskiptafyrirtækjum
Nánar
Í framhaldi af fréttum um að brotist hafi verið inn hjá einum eða fleiri erlendum símkortaframleiðendum vill Póst- og fjarskiptastofnun koma eftirfarandi á framfæri: Umfang og málavextir eru enn óljósir hvað varðar áhrif þessa á Íslandi og vinnur stofnunin að því að greina málið í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin og fleiri aðila.
16. febrúar 2015
Framlengdur samráðsfrestur vegna markaðsgreiningar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.
Nánar
PFS hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn umsögnum og athugasemdum í samráði sem stofnunin kallaði eftir þann 23. desember sl. vegna markaðsgreiningar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaði 14). Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er hér með framlengdur til þriðjudagsins 24. febrúar 2015.
9. febrúar 2015
Samráðsfrestur framlengdur vegna gjaldskrár Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum og athugasemdum vegna fyrirhugaðrar gjaldskrár Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki. Athugasemdir hagsmunaaðila skulu berast stofnuninni á netfangið hulda(hjá)pfs.is, eigi síðar en föstudaginn 13. janúar n.k.
9. febrúar 2015
Viðvörun: Ekki smella hugsunarlaust á hlekki eða viðhengi í tölvupósti eða öðrum skilaboðum.
Nánar
Netöryggissveit PFS, CERT-ÍS, varar almenning og fyrirtæki við aukinni hættu á svokallaðri gagnagíslatöku. Þá senda glæpamenn hlekki eða viðhengi í tölvuskeytum eða skilaboðum sem, ef smellt er á, hleypa óværu inn í viðkomandi tölvu/smátæki og dulkóðar öll gögn sem þar er að finna. Síðan er krafist lausnargjalds til að opna fyrir gögnin. Undanfarið hefur færst mjög í vöxt að fyrirtæki og almenningur fái blekkingarskeyti í tölvupósti, skilaboðum á samfélagsmiðlum eða t.d. með SMS/MMS skilaboðum. Slík blekkingarskeyti eru oft mjög vel gerð og líta út fyrir að vera frá einstaklingi eða fyrirtæki sem móttakandi skeytisins telur sig þekkja, er í viðskiptum við eða frá öðrum aðilum sem fólk treystir. Þannig eykst hættan á að viðtakandinn smelli hugsunarlaust á hlekki í skeytinu eða opni viðhengi.
29. janúar 2015
Slökkt á hliðrænu sjónvarpsdreifikerfi RÚV mánudaginn 2. febrúar
Nánar
Mánudaginn 2. febrúar n.k. verða þau tímamót að slökkt verður alfarið á því hliðræna dreifikerfi RÚV sem notað hefur verið til að dreifa sjónvarpsefni Ríkisútvarpsins frá upphafi sjónvarpssendinga á Íslandi árið 1966. Í staðinn hefur verið tekið í notkun nýtt stafrænt dreifikerfi sem Vodafone hefur byggt upp fyrir RÚV. Þetta í við stefnu stjórnvalda sem kemur fram í fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011 - 2014. Með þessu er dreifingu sjónvarpsefnis á Íslandi nánast alfarið komin í stafræna tækni. Þeim sem hafa spurningar varðandi þessa breytingu er bent á upplýsingasíður RÚV og Vodafone.