Fréttasafn
29. nóvember 2023
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um drög að kvöðum á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang (3a) og miðlægan aðgang með fasttengingu (3b) og eftir aukasamráði um sértækar breytingar á drögum að mati á umtalsverðum markaðsstyrk á afmörkuðum landfræðilegum mörkuðum viðkomandi heildsölumarkaða
Nánar
Í kjölfar fyrra samráðs um fyrri hluta draga að markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur og útnefningar fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk á landfræðilegum mörkuðum viðkomandi heildsölumarkaða hefur Fjarskiptastofa (FST) nú lokið við frumdrög að kvöðum sem áformað er að leggja á slík fyrirtæki á viðkomandi mörkuðum.
29. nóvember 2023
Samráð um verklagsreglur um skráningu og miðlun símaskrárupplýsinga
Nánar
Stjórnsýsluumhverfi sem varða umsýslu símaskrárupplýsinga hefur tekið nokkrum breytingum við gildistöku nýju fjarskiptalaganna á síðasta ári. Nú telst upplýsingaþjónusta um símaskrárupplýsinga ekki lengur til skilgreindrar alþjónustu.
24. nóvember 2023
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um gjaldskrá Mílu fyrir aðgang að ljósbylgjum á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Míla hf. (Míla) hefur ákveðið að bjóða nýja þjónustu, ljósbylgju, og hefur því lagt fram kostnaðargreiningu á þeirri þjónustu ásamt breytingu á viðmiðunartilboði félagsins.
23. nóvember 2023
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla Fjarskiptastofu fyrir fyrri hluta ársins 2023 komin út
Nánar
Tvisvar á ári safnar Fjarskiptastofa upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur stofnunarinnar í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir Fjarskiptastofu í nágrannalöndum okkar gefa út.
22. nóvember 2023
Fjarskiptafyrirtækjum ber að hafa samráð við húseigendur við val á lagnaleiðum innan lóðarmarka
Nánar
Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Míla hf. hafi brotið gegn 1. mgr. 34. gr. fjarskiptalaga nr. 70/2022 með því að hafa ekki haft samráð við húseigendur um staðsetningu á ljósleiðarastreng við botnlanga í innkeyrslu götu í Reykjavík.
31. október 2023
Netöryggisráðstefna CERT-IS og HVIN 31. október 2023
Nánar
Ráðstefnan fer fram í Gullteig á Grand Hótel þann 31. október frá 13:00 til 16:30
11. október 2023
Netöryggisráðstefna Fjarskiptastofu á Hilton Nordica 18. október
Nánar
Október er alþjóðlegur netöryggismánuður og af því tilefni býður Fjarskiptastofa til ráðstefnu um netöryggismál á Hilton Nordica þann 18. október nk.
9. október 2023
Fjarskiptastofa og Aurbjörg birta verðsamanburð fjarskiptaþjónustu
Nánar