Fréttasafn
9. janúar 2024
Íslenska farsímakerfið mælist sambærilegt öðrum evrópskum farsímakerfum í óháðum gæðaprófunum
Nánar
Gæðaprófanirnar hafa staðfest að íslensk fjarskiptafyrirtæki eru að standa sig ágætlega í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að farnetskerfinu og þá sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu strjálbýlt landið er. Það er hins vegar rými til að gera betur og slík vinna er sífellt í gangi hjá fjarskiptafélögunum og þegar hafa einstaka úrbætur verið gerðar á grundvelli gæðaprófananna.
22. desember 2023
Nova brotlegt gegn reglum um númeraflutning – áætlun um úrbætur og samkomulag um verklag
Nánar
Fjarskiptastofa hefur birt ákvörðun sína nr. 12/2023. Ákvörðunin varðar kvartanir þriggja einstaklinga vegna rétthafabreytinga er höfðu verið framkvæmdar af Nova hf. (hér eftir Nova) án samþykkis rétthafa.
19. desember 2023
Jólakveðja frá Fjarskiptastofu 2023
Nánar
Starfsfólk Fjarskiptastofu óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Afgreiðsla stofnunarinnar verður lokuð um jólin frá og með Þorláksmessu til þriðjudagsins 2. janúar. Hægt er að hringja í síma 510 1500 og senda erindi í netfang fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is
5. desember 2023
Samráð um drög að verklagsreglum um samræmda gagnaöflun Fjarskiptastofu
Nánar
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um drög að verklagsreglum um samræmda gagnaöflun stofnunarinnar sem ætlað er að auka skilvirkni, öryggi gagna, gagnsæi og fyrirsjáanleika.
29. nóvember 2023
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um drög að kvöðum á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang (3a) og miðlægan aðgang með fasttengingu (3b) og eftir aukasamráði um sértækar breytingar á drögum að mati á umtalsverðum markaðsstyrk á afmörkuðum landfræðilegum mörkuðum viðkomandi heildsölumarkaða
Nánar
Í kjölfar fyrra samráðs um fyrri hluta draga að markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur og útnefningar fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk á landfræðilegum mörkuðum viðkomandi heildsölumarkaða hefur Fjarskiptastofa (FST) nú lokið við frumdrög að kvöðum sem áformað er að leggja á slík fyrirtæki á viðkomandi mörkuðum.
29. nóvember 2023
Samráð um verklagsreglur um skráningu og miðlun símaskrárupplýsinga
Nánar
Stjórnsýsluumhverfi sem varða umsýslu símaskrárupplýsinga hefur tekið nokkrum breytingum við gildistöku nýju fjarskiptalaganna á síðasta ári. Nú telst upplýsingaþjónusta um símaskrárupplýsinga ekki lengur til skilgreindrar alþjónustu.
24. nóvember 2023
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um gjaldskrá Mílu fyrir aðgang að ljósbylgjum á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Míla hf. (Míla) hefur ákveðið að bjóða nýja þjónustu, ljósbylgju, og hefur því lagt fram kostnaðargreiningu á þeirri þjónustu ásamt breytingu á viðmiðunartilboði félagsins.
23. nóvember 2023
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla Fjarskiptastofu fyrir fyrri hluta ársins 2023 komin út
Nánar
Tvisvar á ári safnar Fjarskiptastofa upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur stofnunarinnar í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir Fjarskiptastofu í nágrannalöndum okkar gefa út.