Fréttasafn
14. apríl 2014
Tölfræðiskýrsla PFS um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2013 komin út
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn fyrir árin 2011 – 2013. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði.
3. apríl 2014
Samráð við ESA um markaðsgreiningu á leigulínumarkaði
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun er lýtur að markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6), en þann 21. mars sl.efndi PFS til samráðs við ESA um framangreindan markað.
1. apríl 2014
PFS heimilar Íslandspósti að fella niður sérstaka gjaldskrá fyrir blöð og tímarit
Nánar
Sérstök gjaldskrá fyrir blöð og tímarit hefur lengi verið hluti af þjónustuframboði Íslandspósts og þar á undan Póst- og símamálastofnun. Tilvist hennar byggði á sínum tíma á heimild í lögum þar sem Íslandspósti, sem einkaréttarhafa var gert að annast póstmeðferð utanáritaða dagblaða, vikublaða og tímarita samkvæmt sérstakri gjaldskrá, lægri en fyrir aðrar póstsendingar af sömu þyngd, stærð og umfangi, sbr. 14. gr. laga nr. 145/1996 um póstþjónustu.
28. mars 2014
Frestur til athugasemda við umræðuskjal um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu er framlengdur til 23. apríl 2014
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn athugasemdum og umsögnum um umræðuskjal um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu.
28. mars 2014
PFS samþykkir beiðni Gagnaveitu Reykjavíkur um hlutafjárhækkun í félaginu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 2/2014 frá 24. mars sl. um beiðni Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (GR) um samþykki PFS fyrir hlutafjáraukningu í félaginu. Niðurstaða PFS var sú að samþykkja beiðni GR varðandi 3,5 milljarða kr. hlutafjáraukningu í félaginu sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) yrði greiðandi að, en OR á fyrir allt hlutafé í GR.
27. mars 2014
Skýrsla netöryggissveitar PFS vegna netárásar á Vodafone í nóvember sl.
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú skýrslu netöryggissveitar stofnunarinnar, CERT-ÍS, um viðbrögð og aðgerðir sem gripið var til þegar tilkynnt var um innbrot á vefsíður Vodafone á Íslandi þann 30. nóvember sl. og miklu af viðkvæmum gögnum lekið á netið.
25. mars 2014
PFS telur sendingu vefskilaboða á "Mínum síðum" á vefsvæði Fjarskipta hf. falla undir gildissvið fjarskiptalaga og valdssvið stofnunarinnar.
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 1/2014 um afmörkun gildissviðs fjarskiptalaga, nr. 81/2003, vegna vefsvæðis Fjarskipta hf. (Vodafone). Í ákvörðuninni kemst PFS að þeirri niðurstöðu að sú þjónusta sem veitt var á „Mínum síðum“ félagsins telst vera almenn fjarskiptaþjónusta í skilningi laganna og það fjarskiptanet sem notað var fyrir veitingu þjónustunnar telst vera almennt fjarskiptanet.
24. mars 2014
PFS afturkallar samráð við ESA vegna markaðar 6
Nánar
Þar sem fórst fyrir að svara athugasemdum sem bárust frá einum markaðsaðila afturkallar PFS samráð við ESA á markaði 6.