Fréttasafn
23. nóvember 2015
Samráð við ESA um viðmiðunartilboð Mílu fyrir Ethernetþjónustu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um viðmiðunartilboð fyrir MPLS-TP Ethernetþjónustu Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
23. nóvember 2015
Samráð við ESA um endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir Hraðbrautarsambönd
Nánar
Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi gjaldskrá Mílu fyrir Hraðbrautarsambönd til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrirhuguð ákvörðun kemur í stað ákvörðunar PFS nr. 24/2015 varðandi endurskoðun á gjaldskrá Mílu fyrir Hraðbrautarsambönd en sú gjaldskrá tók gildi 1. október 2015. Niðurstaða kostnaðargreiningar á Hraðbrautarsamböndum er að leigugjald fyrir 1 Gb/s haldist óbreytt 95 þús. kr. á mánuði, en leigugjald fyrir 10 Gb/s lækki úr 160 þúsund kr. í 120 þúsund kr. á mánuði.
20. nóvember 2015
PFS vekur athygli á reglum um CE merkingar í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjaness
Nánar
Öll fjarskiptatæki sem flutt eru til landsins eiga að vera CE merkt. CE merkið skal vera greinilegt á umbúðum og á tækjunum.
17. nóvember 2015
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á reglum um innanhússfjarskiptalagnir
Nánar
Póst og fjarskiptastofnun hefur unnið að endurskoðun á reglum um innanhússfjarskiptalagnir með hliðsjón af aukinni ljósleiðaravæðingu.
13. nóvember 2015
Úrbætur á frágangi lagna í húskassa ekki á ábyrgð Gagnaveitu Reykjavíkur
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun sinni nr. 29/2015 leyst úr ágreiningi um kröfu Mílu um að Gagnaveita Reykjavíkur (GR) framkvæmi úrbætur á frágangi strengenda heimtaugar, þar sem hún tengist innanhússlögn í húskassa, í tilteknum húseignum á höfuðborgarsvæðinu.
6. nóvember 2015
Auglýsing vegna umsókna Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hafa borist umsóknir frá Mílu hf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna lagningar ljósleiðara á tveimur svæðum. Grundvallast umsóknirnar á ákvörðun PFS nr. 40/2014.
4. nóvember 2015
Uppfærð tölfræðiskýrsla - leiðréttur fjöldi farsímaáskrifenda Vodafone
Nánar
Fjöldi viðskiptavina í föstum farsímaáskriftum Vodafone hefur verið leiðréttur.
3. nóvember 2015
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum – ný tölfræðiskýrsla PFS
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun gefur tvisvar á ári út tölfræðiskýrslu um stöðu íslenska fjarskiptamarkaðarins.