Fréttasafn
18. maí 2016
Réttur til alþjónustu ekki án takmarkana
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú ákvörðun í máli sem varðar erindi frá ábúanda í Strandasýslu á Vestfjörðum um rétt til alþjónustu. Í erindinu var óskað eftir svörum við því hvenær von væri á síma- og háhraðatengingu líkt og allir landsmenn ættu rétt á.
17. maí 2016
Dagur heimsfjarskipta og upplýsingasamfélagsins í dag
Nánar
Í dag, 17. maí er dagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður heimsfjarskiptum og upplýsingasamfélaginu. Á þessum degi árið 1865 var Alþjóðafjarskiptasambandið (ITU) stofnað var í París, í fyrra var 150 ára afmælis þess minnst með ýmsum hætti.
6. maí 2016
Álits EFTA-dómstólsins leitað vegna ágreinings um gildissvið fjarskiptalaga
Nánar
Með úrskurði sínum, dags. 3. maí sl., ákvað héraðsdómur Reykjavíkur, að eigin frumkvæði, að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun á skilgreiningarákvæðum fjarskiptalaga nr. 81/2003.
3. maí 2016
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - ný tölfræðiskýrsla PFS
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað.
26. apríl 2016
PFS efnir til afmarkaðs aukasamráðs um breytta uppbyggingu á gjaldskrá Mílu fyrir aðgang að koparheimtaugum
Nánar
Vegna athugasemda frá markaðsaðilum og breyttum aðstæðum á markaðinum hyggst PFS gera breytingu á fyrirkomulagi gjaldskrár fyrir aðgang að koparheimtaugum.
22. apríl 2016
Ný ákvörðun PFS um skyldu Mílu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið.
Nánar
PFS hefur lagt nýja alþjónustukvöð á Mílu um að útvega notendum tengingu við almenna fjarskiptanetið, en fyrri ákvörðun stofnunarinnar var felld úr gildi af úrskurðarnefnd.
19. apríl 2016
Ákvörðun PFS: Bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nær yfir ólínulega myndmiðlun
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 3/2016 þar sem stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011 nái til ólínulegrar myndmiðlunar
15. apríl 2016
Skilafrestur framlengdur í samráðum vegna 700 MHz og 900 MHz tíðnisviðanna
Nánar
Þann 31. mars sl. kallaði PFS eftir samráðum vegna 700 MHz og 900 MHz tíðnisviðanna. Skilafrestur hefur nú verið framlengdur til loka mánudagsins 25. apríl nk.